Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 20
SNEV Þeir voru ekki lengi að notfæra sér blíðuna, strákarnir. Þeir gripu óðar færin og renndu fyrir upsa, kola og þyrskling. Meira að segja fékk einn þeirra marhnút. Hann greip hann, glennti upp á honum kjaftinn og spýtti upp í hann og henti honum síðan niður til félaganna í sjónum. Þetta var fiski- maður dagsins. Vinir hans litu hann öfundarauga fyrst í stað, en brátt hýrnaði yfir þeim, þegar þeir fóru að fá hann líka. Þeir sögðu að það byggi gömul kona vestur á Melum, sem ætti svo afskaplega marga ketti og þeir ætluðu að létta undir með henni og gefa henni fiskana, því að hún gæti ekki alið önn fyrir fressunum sínum og læðunum á ellistyrknum sínum Svo var nú það. En einn var eigingjarn, og sagðist ætla að borða fiskana, sem hann veiddi sjálfur og enginn skyldi fá að smakka á lostætinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.