Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 8
Nú er Kún Snorrabúð stekkur . . . í þessan grein er rsett um dval arstaði skálda, lifandi og látmna, í Reykjavík. TEXTI: SVERRIR TDMASSON - MYNDIR: JDHANN VILBERG HÚS SKÁLDANNA Myndin hér að ofan: Landlæknishúsið gamla. Þar bjó Gestnr (Guðmundur Bjömsson). Að neðan til vinstri: Iðnó, en þar bjó Guðmundur Hagalín um skeið uppi á loftinu. Að neðan til hægri: Bergshús, en þar bjó Þórbergur Þórðar- son. Fyrst er spýta, svo er spýta, síðan er spýta í kross. Þessi háfleygu orð komu mér í hug um daginn, þegar ég gekk niður Skólavörðustíginn. Banghagir smiðir höfðu sýnt hagleik sinn í verki; vel og rammlega voru hlerar negldir fyrir gluggana á Tobbukoti, þessum vinalega bæ, þar sem Einar Benedikts- son bjó stundum á sínum manndómsár- um, þá er hann stundaði nám við Lærða skólann. Fyrir nokkrum árum, þegar ég sat í Reykjavíkur Menntaskóla, þar sem nemendur lærðu fyrst og fremst það, að komast hjá því að læra, minntist kennari nokkur eitt sinn á Tobbukot. Hann spurði, hvar það væri og fékk auð- vitað engin svör. Verðandi mennta- menn þjóðarinnar, sem að eigin sögn sköruðu fram úr sauðsvörtum almúg- anum í flestu, göptu eins og þorskar á þurru landi; reyndar var vizka þeirra aðeins meiri en almúgamanns á þeim málum, sem að drykkjuskap laut. Og þær menntakonur, sem hæst höfðu um kvenréttindi galað, misstu málið það sem eftir var dags. En kennslustundin varð sumum þessara ungu menntamanna lærdóms- rík á marga lund. Þeir fóru að gefa gaum að nágrenni sínu, athuga um- hverfi sitt, þeir tóku að líta loks með opnum augum það, sem þeir áður höfðu horft á sljóum og jafnvel luktum skjá- um. Brátt vissu þeir hvar Tobbukot stóð, og sumir höfðu jafnvel farið daglega þar um hlaðvarpann og gengið stundum erinda sinna á einu þokkafyllsta salerni borgarinnar rétt hjá bænum. Einn hinna ungu pilta hafði til að mynda hugmynd um, að í Tobbukoti hafði búið föðursystir Einars Benedikts- sonar, Þorbjörg Sveinsdóttir, merkis- kona á sinni tíð, talsmaður kvenréttinda og ljósmóðir. Annar kunni sögu af Þorbjörgu. Sú var á þá lund, að hún hefði átt að því mikinn hlut, að rofnar voru í Elliðaán- um fyrir mörgum árum laxakistur og þvergirðingar, sem hún hélt ólöglegar og þeim til skaða, sem bjuggu ofar við ána. Og hún lét þar ekki staðar numið. Árið eftir stóð hún að því, að veiðitækin yrðu brotin niður. Á þann hátt væri málinu „helzt haldið vakandi“, eins og hún sjálf komst að orði. Og ungi maður- inn undraðist, að svo stórbrotin kona hefði átt heima í svo litlu koti. Satt er það. Tobbukot getur varla igfll! 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.