Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 9
- V i ■5 : \i Í'i . £ • m talizt höll sé miSað við háhýsi borgar- innar nú á dögum. Þetta er lítill bær, veggir hlaðnir úr grjóti, en ris lágt úr timbri. Örlítið úthýsi, forstofa úr timbri og snýr að tyftunarhúsinu. Trjá- garður er kringum húsið og þótt trén séu kræklótt og ekki stórvaxin gnæfa þau samt yfir lágreistan bæinn; trégirð- ing umhverfis garðinn, fúin og feysk- in. Nú má bærinn muna fífil sinn fegri, húsið er í megnustu óhirðu. Ef til vill verður það rifið og banki reistur í staðinn. Hver veit? Reykjavíkurbúar hafa sérstaka ást á bönkum, enda þjóð- þrifastofnanir og reyndar alltof fáir og lítilmótlegir. En ætli fyrsti fasteigna- salinn hér í borg hefði ekki hugsað sig um tvisvar áður en hann seldi bæ föð- ursystur sinnar undir bankabyggingu? Mér verður litið upp eftir stígnum. Efst á holtinu stendur myndastytta. Þar gáir Leifur heppni til veðurs um leið og hann gætir að siðgæðinu í Há- bæ. Þar sem Ameríkufarinn stendur nú, var Skólavarðan áður, frægur stefnu- mótsstaður af ófínna taginu. „Það vita svo sem allir til hvers holtið er notað“, er haft eftir stúlku í hinni bráð- skemmtilegu ævisögu Hagalíns. Ég er lítið fyrir skipulag gefinn og mig langar því ekkert upp í Skólavörðuholt, en geng örfá skref niður frá Tobbukoti. Hér staðnæmist skólapiltur hjá Hegningarhúsinu. „Undarlegt, að þetta rammbyggða hús skuli ekki hafa haldið inni pörupilti sem Jóhanni Víglunds- syni“. Það eitt veit ungi maðurinn um sögu hússins. Félagi hans getur þó barnað söguna. „Veiztu,“ segir hann, „að hér var einhverju sinni ungur mað- ur í varðhaldi, sem var svo afskaplega góðhjartaður. Þegar félagi hans og klefanautur bað hann um eitthvað, gerði hann það samstundis. Nú var félaginn ákaflega mikill matmaður og át ailt sem að kjafti kom. En fiskmeti gat hann ekki etið, nema hafa sinnep við. Það fékkst ekki ókeypis hjá landstjórninni. Góðhjartaði pilturinn, sem elskaði meir náunga sinn en sjálfan sig, brauzt því út úr tugthúsinu og inn í næsta kaup- félag og með snörum handtökum náði hann í sinnepskrús og gaf hana sam- fanga sínum. En ríkisvaldið kunni ekki að meta þessa kærleikspóesíu fremur en aðra póesíu. Það dæmdi þennan elskulega bróður í viðbótartyftunar- vinnu.“ Þó hefur póesía hegningarhússins verið meiri, enda þótt hún hafi ekki verið öllu háfleygari. Þar sat einu sinni Magnús Hjaltason, stundum nefndur Ólafur Kárason. Þá var í Náströnd nap- urt. Kristilegu kærleiksblómin voru lengi að frævast. En þó fór svo að lok- Tobbukot, bær Þorbjargar Sveinsdótt- ur. Þar bjó Einar Benediktsson á náms- áriun sínum. um, að skáldið gat strokið höndum leg- stein dýrlings síns, Sigurðar Breiðfjörð, sem frjáls maður. Þau voru svipuð um margt, alþýðuskáldin, Sigurður og Magnús. Báðir höfðu þeir leyft sér að elska meira en aðrir. Það taldist synd siðmenntuðu ættarsamfélagi. Skammt frá tugthúsinu stendur lágt hús, sem lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Það hefur þó fóstrað spek- inga. Húsið heitir annars Bergshús. Þar bjó Þórbergur Þórðarson ásamt nokkr- um eilífðarverum. Hann hefur reyndar gert húsið ódauðlegt í verkum sínum. Ef menn vilja fræðast frekar um Bergs- hús, þá vísast til rita Þórbergs. Þar á húsið sinn kapítula. Þegar litið er á húsið nú, sést fljót- lega, að það hefur breytt um svip. Sannast sagna dettur manni sízt í hug, að þar hafi íslenzkur aðall búið lang- dvölum, þar hafi háspekilegar umræð- ur farið fram, því að nú eru seldir þar barnavagnar handa dætrum, sem hras- að hafa, og þurfa að aka ávexti ástar sinnar um götur borgarinnar; peninga- valdið hefur hafið innreið sína í Bergs- Framhald á bls. 24. fX'lkinn 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.