Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 24
ÖRLAGADOMUR Framh. af bls. 19. bátnum sínum og bauð henni að vera samferða heim. Hún vissi, að hún ætti að neita boðinu, en fyrr en varði tók hann undir handlegg henni og leiddi hana niður hliðargötu, sem lá að bryggjunum. Litlu síðar hjálpaði hann henni að stíga um borð í bátinn, setti vélina í gang og lagði af stað. Hann hóf ekki aftur máls, fyrr en báturinn var kominn góðan spöl frá bryggjunum. — Þegar við hittumst á götunni áðan, þá fannst mér eins og þér vilduð leggja á flótta, sagði hann. — En ég vildi ekki, að þér hyrfuð mér í annað sinn, því að það er margt, sem mig langar til þess að fá skýringu á. Hann brosti og Meg reyndi að leyna því, hversu óttaslegin hún var. — Hvað til dæmis? spurði hún. Hann svaraði ekki, heldur dró niður í mótornum. Þegar hann hafði lokið því, sat hann góða stund þegjandi og horfði á hana. Loks spurði hann: — Hvers vegna sagði Nella aldrei, að hún ætti tvíburasystur? — Sagði Robert yður ekki ástæðuna til þess? Ég vissi jú ekkert sjálf fyrr en ég kom aftur til Englands frá Ástr- alíu. Nella hafði ekki minnstu hugmynd um þetta. — Höfðuð þér ekki samband við Nellu, áður en þér komuð til Cliff House? — Nei. Hann leit undan og virti fyrir sér seglbát sem fór framhjá spölkorn frá. — Þér vissuð hver ég var og hvar ég bjó, áður en ég kom til Cliff Hause um morguninn, sagði hann skyndilega. — Þegar ég rakst á yður fyrir utan kof- ann minn, nefnduð þér mig með nafni. — Yður hlýtur að misminna, sagði Meg snöggt. — Ég hef hvað eftir annað reynt að telja sjálfum mér trú um, að svo sé. En það hefur ekki tekizt. Ég var rétt staðinn á fætur og mér varð svo sann- arlega hverft við, þegar ég sá yður. — Þér hélduð að ég væri Nella, sagði Meg. — Þér hljótið að hafa þekkt hana mjög vel. — Já, svaraði hann án þess að hugsa sig um. — Ég var eini vinurinn, sem hún átti, vesalingurinn. Hjónaband hennar var ekki upp á marga fiska. Nella var dauðhrædd við eiginmann sinn. Hafið þér ekki tekið eftir því, að hann er dálítið einkennilegur? Meg rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hvað var Bruce Preston að gefa í skyn? Var hann að reyna að segja henni, að Robert Greene hafi ekki ver- ið með sjálfum sér þegar áður en kona hans lézt? — Við skulum ekki tala meira um Nellu, sagði hann og brosti. — Hún er látin. Ég hef mikinn áhuga á yður. u FALKINN Hvert ætluðuð þér þegar við hittumst um morguninn? Þegar hún svaraði ekki, hélt hann áfram: — Þér voruð jú með tösku meðferðis. Ætluðuð þér kannski að fara burt? Meg reyndi að hugsa fljótt. Hann mátti alls ekki komast að hinu sanna. — Ég ætlaði að taka morgunlestina til London. Hafði hugsað mér að banka upp á hjá yður og spyrjast til vegar. — Er það satt! Hann virtist ekki trúa orðum hennar nema rétt mátulega. — Robert á jú bíl. Hvers vegna ók hann yður ekki til stöðvarinnar. Ein- hvern veginn finnst mér, eins og þér hafið ætlað að hverfa á braut, án þess að hann yrði var við það. — Vitleysa, hrópaði hún. Hann hló lágt. —- En þér tókuð til fótanna og hlup- uð eins og fjandinn sjálfur væri á hæl- unum á yður, strax og þér sáuð mig .... og gleymduð töskunni! Mig er farið að gruna að ekki sé allt með felldu þarna í Cliff House, bætti hann við og horfði á hana augum sem lýstu tortryggni og efagirni...... (Framh. í næsta blaði). Hús skáldaima Framhald af bls. 9. hús. Ja, það er sitthvað Skálholt eða skítholt, sagði kerlingin. Stundarkorni síðar stend ég í Vonar- stræti og virði fyrir mér Iðnó. Furðu- legt, að þar skuli listin enn eiga upp á pallborðið. Þeir ætla að sýna þar Dúrrenmatt upp á von og óvon. Iðnó gamla á sér allmerkilega sögu, þegar undan eru skilin píuböllin nú á dögum. Vagga leiklistar stóð og stendur þar sumpart enn. Þar eru haldnir Dags- brúnarfundir, óskaplega skemmtilegir, umræður um kjaramál verkalýðsins fara og stundum fram í sal hússins; hér lesa skáld og hálærðir prófessorar upp úr verkum sínum. Guðmundur G. Hagalín bjó nokkur ár í Iðnó. Þá stundaði hann nám í Menntaskólanum Hann hefur í ævi- sögu sinni lýst lífinu í Iðnó eftir- minnilega; í lýsingu hans verður húsið lifandi og persónur þær, sem dvöldust þar ásamt honum, koma skokkandi niður alla stiga á móti manni. Öllum þeim, sem lesið hafa ævi- sögu Hagalíns verður húsið hugstætt, jafnvel hjartfólgið og engin hafmey gæti bætt það upp, ef Iðnó gamla yrði rifin. Annars er Iðnó merkilega vel haldið við og ólíkt betur en til dæmis Bjarna- borg og Pólunum. Það er málað á nokk- urra ára fresti. Auk þess er komið upp Ijósaskilti, sem merkir húsið leiklist- inni. Mér verður reikað eftir hellulagðri gangstéttinni meðfram Tjörninni. Á henni synda borginmannlega þýzkir heimsborgarar. Þeir eru álkulegir, þótt þýðverskir séu og söngurinn eins og í sírenum slökkviliðsins. Út úr dyrum Búnaðarfélagshússins leggur sætlegan smjerþef. Það er eins og verið sé að steikja á grilli rangæskt holdanaut. Þetta er óneitanlega Söguilmur. Maðurinn verður eigi saddur á smjerþefi einum saman. í fjarska heyri ég orgelleik strætisvagna, sem aka greitt eftir breiða veginum hans séra Bjarna. Til norðurs fyrir austan Læk- inn undir breiða veginum, stendur hús eitt hátimbrað með brúnum dyrum, sem færri komast inn fyrir en vilja. Út um þær þeysist flokkur fríðra meyja og sveina. Menn geta ekki lært latínu án þess að drekka kók, áður en kennslustund hefst. Hinum megin við Atmannsstíginn stendur annað hús, sem reyndar er ekki eins fagurt útlits og Menntaskólahúsið, en merkt engu að síður. Það nefnist á skýrslum, Amtmannsstígur 1, en í dag- legu tali oft kallað Landlæknishúsið gamla. í því bjó Guðmundur Björnsson landlæknir, skáld gott og Húnvetning- ur. Skáldskap hans hefur lítill gaumur verið gefinn. Landlæknishúsið er við- kunnanlegt og því er sæmilega viðhald- ið, eftir því sem er venja hjá ríkinu, enda kvað Gestur koma í heimsókn stundum og þung eru hans högg. í bústað þessum er nú til húsa bók- bandsstofa Gutenbergs; þarna býr Skúli Guðmundsson alþm. um þingtímann — og að því er bezt er vitað í sátt og sam- lyndi við Húnvetninginn, Gest. Auk þessara merkismanna býr fátækur myndlistarmaður á kvistinum við þröngan kost. Kveð ég' nú hús skálda. Stika hröðum inn Skólastræti, beygi upp Bankastræti og upp Skólavörðustíg; held rakleiðis inn á Mokka, Uppsalakjallarann í dag. Hér sitja spámenn og falsspámenn og skeggræða um skáldið sem aldrei hitti naglann á höfuðið, um ritdómarann sem féll á stafsetningu í gaggó. Og skáldin spegla sig í korgkaffinu og arka síðan heim á kvistinn sinn eða kjallaraherbergið og yrkja grátkvæði um kjarnasprengjur og fiskistelpur, sem lesa Sjón og sögu fremur en Birting. Hér sýna rakarar klippmyndir, héma er svið leikarans, sem aldrei fékk hlut- verk. Og menntaskólanemar kýla vömbina með gómsætum kökum úr Björnsbakaríi, meðan þeir spjalla alla kvenkennara skólans í orði. En Mokkakaffi er hlýlegur og vistleg- ur staður, fraukurnar brosmildar og léttar í lund eins og vera ber á kaffi- stofu, þar sem evrópsk kaffimenning stendur á hástigi. Korgkaffið er hress- andi og endurnærandi, og hughrif þess og staðarins syngja í heilabúi manns lengi eftir að maður er kominn út. Borgin breytir um svip. Hús rísa og falla fyrir höndum mannskepnunnar. Ef til vill verða þessi hús skáldanna rifin og glæsilegar nýbyggingar rísa þá Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.