Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 39
Snemma beygist . . . Framh. af bls. 37. Þeir sögðu okkur frá því að rétt áðan hefði komið kall niður á brykkju og fengið að taka í færi hjá þeim. Hann hefði ekki fengið einn einasta. — Svo hlógu þeir allir. Kallinn þóttist vera óg- urlegur fiskimaður svo bara fékk hann ekki neitt, ha, ha, ha. — Ó, je minn eini, ég hafði steingleymt, að ég var búin aS bjóSa Nielsen-hjónunum í kvöld- verS. Það flæktist færið hjá einum og þeir tóku að hjálpa honum við að greiða úr flækjunni. Það varð ennþá meiri flækja, og svo flæktust þeir hver fyrir öðrum. Nokkrir strákar sögðu að veiðin væri búin á bryggjunni og klifruðu upp í næsta bát. Þeir ógnuðu hafinu með því að stökkva á milli báts og bryggju. Enginn datt og þeir hrósuðu sigri. En veiðin var sízt betri á bátunum og bráð- lega voru ílestir komnir í land. — Ef þér látiS ekki af kröfu ySar um aS fá steiktan fasan í kvöldverS, þá er ég anzi hrœddur um oS lestinni seinki nokkuS. — HvaS var nú þaS, sem ég var aS enda viS aS skrifa. Nú kom kulið og strákarnir urðu loppnir. Þeir orðuðu það hver við ann- an, að það væri orðið kalt og þeir þyrftu að fara heim og sækja mjólkina, því að annars fengju þeir ekki að fara út eftir kvöldmat. Einn hnýtti saman sex kola og þrjá upsa, annar einn kola og fimm \psa. Sá minnsti vafði upp færið sitt. Hann sagðist ætla að gefa gömlu konunni færið. Hún gæti þá bara veitt fiskana oní kettina sína sjálf. 0 — Ég gæti val hugsaS mér aS hitta hann stóra bróSur þinn. / — Ég hefSi aldrei átt aS velja þennan dag; þetta, sem var billjard dagurinn hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.