Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 5
úrklippusafnið Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritum. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. — Jó. or þoita <3uS? “*■ Er Jobús ojS? — Villu vora avo góSur aö sagja Imú, aö nug toogí til aá iolcr vjS tem* Barnablaðið Vorið ’63. Sendandi: B. V. Skotasaga Hún er kannski gömul þessi, en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Ferðamaður kom til Aberdeen í Skotlandi og kynntist þar sagnfræðingi og háskólakennara í sögu Skotlands. Ferðamaðurinn spurði hann margt um sögu og hagi Skot- lands og meðal annars spurði hann hvort væri margt Gyð- inga í Aberdeen. — Það eru engir Gyðingar búsettir hér núna, svaraði pórfessorinn, en þrír Gyðing- ar hafa tekið sér bólfestu hér ög öllum farnast illa. Sá fyrsti varð gjaldþrota, annar hengdi sig sökum skulda og sá þriðji dó úr hungri. DOIMIMI Helming ævi manns eyðileggja foreldrarn- ir, hitt sjá börnin mn. Sjón & Saga nr. 4 ’62. Sendandi: B. V. Eins og áður bjóáum vér vður allar hugsanlegar tryggíngar með veztu fáanlegum kjörum, Þjóðviljinn 18. maí ’63. Send.: Kristinn Hraunfjörð. Snnm <>g -'múlt \arð im r ijú>l, ;iö drengiirinn mitm Jtyrfii :ti) rk'.;i iíii'itit'. Oy Itiið ki imtli tm'r Jíkn, ;tð t-órhvt r kotttt |>;irfn.t>( Mlnðnltigs kurimiums <t" ít'ð oft <-r nutiðsyidegl uð 1 jit“gmi þt'im, >rm itimmi þykrr vumvt tmt. Kynnist ástinni áður en þið giílist Tímaritið Bezt nr. 2 ’61. Sendandi: B. V. Prófessorarnir Frægur lærdómsmaður, sem var mjög utan við sig, var á gangi um götur Reykjavík- ur fyrir allmörgum árum. Þetta var um sumar og var blítt í veðri og var svolítili ýringur í lofti. Lærdómsmað- urinn bar með sér regnhlíf. Snögglega rekur hann sig á eitthvað, víkur sér skjótt tii hliðar og segir: — Gott kvöld, afsakið. Þá sér hann, að hann hefur rekizt á belju. Hann hélt áfram og eftir skamma stund rekur hann sig aftur á og segir þá hátt og skýrt: Predikarinn og púkinn Skapið yður kær- leikslieimili. .. Meinið þér að kon- an eigi að vinna úti? — Fjandinn hafi það, að ég frukti fyrir þér beljan þín. Einhvern veginn ósjálfrátt varð honum þá á að líta und- an regnhlífinni og sá þá, að hann hafði rekizt á eina af virðulegustu frúm bæjarins. Höfðingjarnir Jón gamli var fastur á fé, en metorðagjarn og vildi gjarna fá ókeypis lof í eyra frá samborgurum sínum. Ein- hverju sinni kom maður til Jóns og var að safna fé fyrir góðgerðastofnun. Spurði mað- urinn, hvort hann vildi láta eitthvað af hendi rakna, en sá gamli tók því heldur þung- lega. En eftir nokkrar vanga- veltur spyr Jón: — Verða gjafir og nöfn birt í blöðunum? — Já, svarar söfnunarmað- urinn, og ekkert dregið af því. — Jæja, kannski maður sletti í ykkur 50 kall, segir Jón, en það set ég upp að þið auglýsið, að ég hafi gefið 500, því að það munar engu á verði auglýsingarinnar, þótt þið bætið við einu núlli. IMágrannarnir Tveir menn,Friðrik og Magnús bjuggu í sambýlis- húsi ásamt konum sínum. Friðrik var barnlaus en Magnús átti sand af börnum. Nokkru fyrir jól ól kona Magnúsar barn. Kona Frið- riks frétti af því og heimsæk- ir grannkonu sína á sængina. Orðaði hún það varlega við hana, hvort henni væri nú ekki sama, þótt þau Friðrik tækju að sér þetta barn og ælu það upp sem sitt eigið. Kona Magnúsar neitaði þessu kurteislega og sagði: — Nei, það geri ég aldrei, góða vinkona, en ég get lánað þér hann Magnús svo sem eina kvöldstund. Smælingjarnir Jóhann gamli var nýflutt- ur í bæinn og bjó í herbergis- kytru upp á háalofti við Hverfisgötu. Hann þótti hinn argasti sóði og fram úr hófi hirðulaus með sjálfan sig, enda töldu flestir hann rækta það dýr, sem Nóbelsskáldið hefur lýst gerla í ritum sínum. Eitt sinn sat Jóhann á veitingahúsi ásamt kunningja sínum og gerði hann ekkert annað en skamma Jóa gamla fyrir sóðaskapinn, en þó mest fyrir lúsina. — Vertu ekki að skamma mig fyrir lúsina, vinur svar- aði Jói, þar sem ég er nú ógiftur og einbúi, þá verður lífið mér ekki eins leitt, ef ég hef þessa smælingja hjá mér. Sjomennirnir Maður nokkur var að koma heim úr sjóferð. Hann hafði verið á togara með rumpulýð og sagði sínar farir ekki slétt- ar. Hann var mjög hneyksl- aður yfir framkomu félaga sinna, sérstaklega hvinnsku þeirra. — Þar stálu allir hver frá öðrum og hver sem betur gat. En ég slapp nú oftast saklaus. Framleiðslan — Hvers vegna í ósköpun- um var barnið skírt Ennþá? spurði kunninginn fjölskyldu- föðurinn. — Af því að hún var alls ekki á áætluninni, svaraði faðirinn. sá bezti Séra Tobías var ógiftur og þótti kvenholl- ur í meira lagi. Einu sinni var hann að gifta vinnumann sinn og unga heimasætu í sókn- inni, en sá orðrómur gekk um sveitina, að prestur hefði haft allnáin kynni af brúðurinni. í brúðkaupsveizlunni voru haldnar margar ræður og gat einn rœðumaðurinn þess í rœðu sinni, að réttast vœri að innleiða aftur hinar fornu og vinsœlu Tobíasarnœtur, en þœr voru þrjár, og hafði prestur þá einn leyfi til að samrekkja brúðurinni. Prestur var spurð- ur álits á þessu, og svaraði hann: — Nei, sei-sei, nei, ekki er ég með því, ég held, að það sé bezt að vera ekki að hringla með þetta, heldur hafa það eins og það er. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.