Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 30
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 Sími 11640. Prentim á bókum blöðum tímaritum. Alls kona eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. Blaðsölubörn í úthverfum! takið eftir! Framvegis verður FALKINN af- greiddur á hverjum þriðjudegi kl. 13.00 á eftirtöldum stöðum til hægðarauka fyrir ykkur: Tunguvegi 50, sími 33626. Langholtsvegi 139, kjallara, sími 37463. Kleifarvegi 8, kjallara, sími 37849. Melgerði 30, Kópavogi, sími 23172. Blaðið DAGIIR er víðlesnasta blað, sem gef- ið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. bíllinn Það hefur margt skeð hjá Amer- can Motors Corporation undanfarið, miklar breytingar. George Romney hætti sem forstjóri, og hellti sér út í stjórnmálin, en Roy Abernethy tók við, og tók að kynna hinn algjörlega breytta Rambler 1963. Þeir hjá American Motors Corpo- ration hafa gerbreytt þessum bíl svo, að hann líkist ekkert árgerðunum á undan, en hefur nú þetta flata, mjúka útlit, sem svo einkennir am- eríska bíla í dag. Rambler býður upp á tvær aðal- gerðir, Classic 6 og Ambassador V-8, ásamt Rambler American, sem er minni bíll. Þessar tvær aðalgerðir skiptast svo innbyrðis í mörg model, til dæmis er Classic 6 fáanlegur sem tveggja og fjögurra dyra fólksbifreið og fjögurra dyra tveggja sæta station í 550, 660 og 770 seríum, og þriggja sætaraða station í 770 seríu. Vélarnar, sem fáanlegar eru með Classic 6 gerðinni eru allar topp- ventla vélar með aluminíum blokk og vökvastýrðum undirlyftum, en hægt er að fá málmsteypta blokk með föstum undirlyftum án sérstaks kostnaðar. Sprengirúm vélarinnar er 195 rúmþumlungar og slaglengd 4.25 þumlungar. Sprengihlutföll eru 8.7 á móti einum. Þessi vél framleiðir 127 hestöfl, en með tvöföldum blöndungi, sem hægt er að fá gegn aukagjaldi, framleiðir hún 138 hestöfl. Helztu tæknilegar upplýsingar aðrar um Classic eru þessar: Lengd: 188, 8 þuml. Lengd milli hjóla 112 þuml. Hæð, hlaðinn 546 þuml. Lengd milli framhjóla 58.2 þuml. og aftur- hjóla 57.4 þuml. Minnst hæð upp undir bílinn frá jörðu, hlaðinn, 6 þumlungar. Rambler Hjólbarðar 650X14, en 700X14 fáanlegir ef vill. Rafkerfi 12 volta, dýnamór 30 amperstundir. Ambassador V-8 er fáanlegur í tveggja og fjögurra dyra fólksbíll og fjögurra dyra tveggja sæta sta- tion í 880 og 990 seríum, en þriggja sæta station í 990 seríu. Vélin er toppventla málmsteypu- blokk með vökvastýrðum undirlyft- um. Sprengirúm 327 ferþumlungar, borvídd 4 þuml., slaglengd 3.25 þumlungar. Venjuleg vél er með tveggja hólfa blöndungi, þjöppunar- hlutföll 8.7 á móti einum, og fram- leiðir 250 hestöfl, en einnig er hægt að fá vélina með fjögurra hólfa blöndungi, þjöppunarhlutföll 9.7 á móti einum, og framleiðir hún þá 270 hestöfl, en þarfnast sterkari eldsneyt- isblöndu. Aðrar tæknilegar upplýsingar: Lengd: 188.8 þuml. Milli hjóla 112 þumlungar. Hæð, hlaðinn, 55.2 þuml., lengd milli framhjóla 58.6 þuml. og afturhjóla 57.5 þuml. Minnst hæð frá jörðu, hlaðinn 6 þuml.. Hjólbarðar, 750X14, rafkerfi 12 volta, dýnamór 60 amperstundir. Fyrir utan venjul. útbúnað er hægt að velja úr margs konar aukaútbúnaði, sem of langt yrði hér upp að telja, enda er þessi útbúnaður mikið til sá sami hjá allflestum amerískum bíla- framleiðendum. Litaval er mikið, 42 tvílitir og 13 einlitir. Það, sem má telja sérstakt við Rambler er, að framleiðandinn gefur með honum alls konar ábyrgðir, og svo eitthvað sé nefnt, þá tryggja þeir hljóð- kútinn og pústgreinina svo, að þeir skipta um hvorutveggja án endurgjalds ef það gefur sig, og er ekkert tímatak- mark á þessari ábyrgð. Vitanlega er það undanskilið, ef kúturinn eða rörið verð- 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.