Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 28
8 og 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld FUmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Shooh G3 CtrmMx. 5 manna ER KJÖRINN BftlFYRIR ÍSLENZKA VEGC 1YÐVARINN, RAMMBYGGÐUR. AFLMIKILL OG Ó D Ý R A R I TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐI0 V0NAR5TRÆTI 12, SÍMI 37«5I Einangrunargler Framleitt einungis úr úrval* gleri. — 5 ára ábyrgff. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.l. Skúlagötu 57. — Sími 23 200. Millj«»n dala . . . Framh. af bls. 19. tóm, þá beinist grunurinn undir eins til London. Nei, maðurinn um borð í næstu káetu, fremur verk sitt, þykist reyna við lásinn, til þess að beina athyglinni að þjófnaði, en opnar í rauninni lásinn með lykli sem gengur að, varpar pakk- anum fyrir borð, og fer í land síð astur. Auðvitað hylur hann augu sín með gleraugum, og er öryrki til þess að þurfa ekki að yfirgefa káetu sina, og þar með eiga það á hættu að mæta Ridgeway. Hann fer í land í New York, en tekur fyrsta skip til baka.“ „En hver er hann?“ „Maðurinn sem hafði einn lykilinn, maðurinn sem pantaði læsinguna, mað- urinn, sem hafði verið alvaiiega veik- ur af lungnabólgu á heimili sínu upp í sveit, og loks hinn þrái Mr. Shaw. Stundum eru glæpamenn á æðri stöð- um, vinur minn. Halló, hérna erum við Mademoiselle, Allt hefur heppnazt. Með leyfi, má ég?“ Og ljómandi í framan, kyssti Poirot hina undrandi stúlku á báðar kinnar. Svo sáii sem vér . . . Framhald af bls. 11. fylgdi meiri ábyrgð, að hann léti hafa sig þannig að leikbendli, og neitaði að greiða atkvæði. Valtýr Guðmundsson og nokkrir fleiri þingmenn tóku í sama streng um vandlætingu Guðlaugs og greiddu ekki atkvæði. En enn aðrir þingmenn skoruðust undan að greiða atkvæði af öðrum ástæðum. Var svo frumvarpið fellt með 12 samhljóða at- kvæðum. Þannig endaði fyrsta tilraun Valtýs til frama á vettvangi íslenzkra stjórnmála. Síðan var hið breytta frumvarp af- greitt til efri deildar. Þar var því vísað til nefndar og breytt aftur í þá átt, sem það var upphaflega. Þegar frumvarpið kom aftur til neðri deildar, tók stjórnarskrárnefnd en við frumvarpinu. Urðu nú algjörlega að- greindar stefnur í þessu máli. Annars vegar milli þeirra, sem ekki vildu taka tilboði dönsku stjórnarinnar, en hins vegar þeirra er vildu taka því. Nefndin klofnaði þannig, að Guðlaugur Guð- mundsson og Skúli Thoroddsen gengu í lið með Valtý, þvert ofan í fyrra álit sitt. En fjórir nefndarmenn vildu ekki fallast á breytingar efri deildar, og lögðu til, að frumvarpið yrði á nýjan leik afgreitt til efri deildar eins og frá fyrri afgreiðslu. En breytingartil- lögur meiri hlutans voru felldar. Síðan var frumvarpið borið undir atkvæði og fellt með 13 atkvæðum gegn 10. Þannig varð fyrsta ganga Valtýsk- unnar á Alþingi heldur skrykkjótt. En hin nýja stefna í stjórnarskrármálinu átti eftir að gjörbreyta íslenzkum stjórnmálum á næstu árum. Upp komu í landinu tvær andstæðar fylkingar. Anna Turner var sýningarstúlka við stórt tízkuhús á Breiðavegi í Nýjork. Fyrirtækið hafði sent hana á tízkusýn- ingu í Lundúnum og þar hitti hún í hanastélsboði Pétur Ashman, geðþekk- an og yndislegan mann. Þau urðu ást- fangin og hún átti mjög erfitt með að kveðja hann á flugstöðinni, þegar hún var að fara aftur til Nýjork. — Sjáumst við aldrei aftur? spurði hún með grátstafinn í kverkunum. — Jú, auðvitað, sagði hann og þrýsti hönd hennar, — ég á frí á fimmtudag og þá kem ég yfir og heimsæki þig. Á sunnudaginn kem ég líka. — En flugfarmiðinn er svo hræðilega dýr. Þú getur ekki flogið til mín í hverri viku. — Auðvitað ekki, ég syndi bara. Pétur sagði þetta eins og ekkert væri eðlilegra. — Þú heldur því þó ekki fram, að þú getir synt yfir Atlantshafið? Anna horfði tortryggin á hann. — Nú skal ég trúa þér fyrir nokkru, sagði Pétur og lækkaði röddina, en þú verður þá að lofa mér því að segja það ekki nokkrum manni. Ég er nefnilega gæddur óvenjulegum hæfileika. Ég get synt alveg ótrúlega hratt, — yfir 2 þús- und km. á klukkustund. Anna neitaði að trúa þessu. Peter leit á armbandsúrið sitt. — Vélin þín flýgur eftir 20 mínútur, sagði hann, og nú ek ég niður eftir og hoppa í Thems, og þegar þú lendir í Nýjork mun ég vera kominn þangað og tek á móti þér. Hann flýtti sér af stað og steig inn í bílinn sinn. Anna var sannfærð um, að hún sæi hann aldrei aftur, en þeg- ar hún kom til Nýjork stóð hann á stéttinni fyrir framan flugstöðina og tók á móti henni. Hann brosti mjög blítt. — Dásamlegt, sagði hún og var á báðum áttum. Hefurðu í raun og veru synt hingað yfir? — Uss, sagði Pétur, ekki svona hátt. Það má enginn komast að því, að ég hef þennan hæfileika. Ef blöðin kom- ast að þessu, fæ ég aldrei frið læknar Valtýingar nefndu flokk sinn Framfara- flokk og hófu ákafa sókn fyrir stefnu sinni í stjórnarskrármálinu. En flokk- ur Benedikts Sveinssonar var fyrst í stað kenndur við hann, en síðar hlaut hann nafnið Heimastjórnarflokkur. Báðir flokkarnir uppnefndu hvorn annan, eins og svo oft tiðkast á íslandi. Heimastjórnarmenn kölluðu Framfara- flokkinn Hafnarstjórnarmenn En. Val- týingar kölluðu Heimastjórnarmenn stjórnarbótarfjendur eða afturhalds- flokk. Hófst nú áköf barátta milli þess- ara tveggja flokka, og hefur sjaldan verið eins mikið fjör í íslenzkum stjórn- málum eins og um aldamótin. Heimildir: Saga íslendinga, Saga Alþingis, Alþingismanntal og sam- tíðar blöð. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.