Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 7
fjölförnu vegi hafi lengur op>- ið á kvöldin. Það verður að teljast ófært ástand, að hvergi sé hægt að komast inn eftir klukkan hálf tólf til að fá sér hressingu. Þannig var það í þessari ferð að við máttum aka suður allan Borgarfjörð og Hvalfjörð án þess að kom- ast nokkurs staðar inn. Það var ekki fyrr en suður á Kjalarnesi að slíkur staður varð á vegi okkar. Er von- andi að á þessu verði breyt- ingar hið bráðasta. Bílstjóri. Svar til Steina. Þú skalt leiöa þetta hjá þér og ekki vera aö flcekja þér í annarra mál. Þaö dregur sjaldn- ast gott á eftir sér. Þessir vinir þínir eru áreiöanlega fullfærir um aö leysa sín mál sjálfir án þinnar hjálpar — og allir veröa jafn góöir vinir eftir sem áöur. Svar til Ola. Þau eru súr, sagöi refurinn foröum þegar hann náöi ekki í berin og kannski á þetta viö einnig í þessu tilfelli. Umgengni ferðamanna. Háttvirta blað. Ég las í Pósthólfi Fálkans nokkru fyrir hvítasunnu bréf frá einhverjum sem kallaði sig ferðalang. í þessu bréfi sínu gerir hann að umtalsefni umgengni ferðamanna og flest af því sem hann segir þar er satt og rétt. Hann sagði það stundum henda menn að flykkjast þúsundum saman á einhvern friðsælan og fagran stað og gerðist Þar þá æði sukksamt og umgengni æði ábótavant. Það lét heldur ekki á sér standa að þessi orð Ferðalangs sönnuðust því enn er mönnum í fersku minni umgengnin í Þjórsárdal um hvítasunnuna. Það er hlutur sem ég hef stundum átt erfitt með að skilja hvers vegna löggæzlu- menn eru ekki sendir á staði sem Þjórsárdal áður en allt er orðið vitlaust heldur en að vera að geyma það þangað til eftir á. Nú mátti mönn- um vera það ljóst að fjöldi manns mundi leggja leið sína á þennan stað um hvítasunn- una og þá lá auðvitað beinast við að senda þangað löggæzlu- menn. Nú kunna einhverjir því að svara að löggæzlumenn okkar séu svo fáliðaðir að þeir fái ekki við neitt ráðið. Þetta tel ég hina mestu firru. Ef þarna hefðu verið sendir áður sjö til tíu lögregluþjón- ar ásamt tuttugu til þrjátíu skátum sem ávallt eru reiðu- búnir til hjálpar, hygg ég að útkoman hefði orðið önnur. Það hefðu sjálfsagt orðið ein- hverjar róstur þarna inn frá en ekki í eins stórum stíl og raun bar vitni. Það getur að vísu orðið erfitt að halda uppi reglu á svona stöðum þar sem þarna eru engir staðir þar sem hægt er að geyma ofurölvi og óða menn en það er frumskilyrðið til að halda uppi reglu. Ef þessi ölóði skríll finnur það smátt og smátt, að alltaf eru einhverjir að sporna við ósómanum, þá lagast þetta með tímanum. Ferðamaður. Um hár og hárvöxt. Kæri Fálki. Mér hefur ætíð þótt bezt að leita til þín í nauðum. En það er í sambandi við hár mitt. Ég hef mikla minni- máttarkennd út af því. Ég hef alltaf borið vatn í það. Ekki þýðir að láta feiti því að þá verður það bara að klessu. Hár mitt er mjög tuskulegt og svo dautt og lengi að vaxa. Mig langar til að fá sterkt hár. Ennfremur langar mig til að spýrja hvers vegna sumir hafa hrokkið hár. Með fyrirfram þökk. Jón Albert. Svar: Því miöur kunnum viö ekkert ráö viö þessum vanda þínum en ráöleggjum þér aö fara til hár- skera þvi hann kann áreiöan- lega ráö viö þessu. Ekki getum viö heldur frcett þig hvers vegna sumir hafa hrokkiö hár en aör- ir ekki. Svo skáltu ekki vera meö minnimáttarkennd út af hárinu. Sumir liafa minnimáttar- kennd af því aö þeir hafa ekkert hár. Svar til Baddý. ÞaÖ er sagt aö ekki sjáist á svörtu en vitaskúld þarf aö hreinsa sgört föt sem önnur. Þú skalt rceöa um þetta viö viökom- andi á hógværan og hispurs- lausan hátt. Þaö œtti aö vera óþarfi aö taka þaö illa upp. Svo vonum viö aö vinátta ykkar þurfi ekki aö bíöa neinn hnekk, þótt þetta veröi lagfært. Skriftin er ágæt en stafsetningin heföi getaö veriö betri. Knattspyrna. Kæri Fálki. Við erum hér þrír félagar að þrátta um hvaða lið hafi orðið íslandsmeistarar í knatt- spyrnu í fyrra og hverjir Bikarmeistarar. Vilt þú nú ekki vera svo vinsamlegur og segja okkur til um þetta, svo að málið verði til lykta leitt. Þrír sem þrátta. Svar: Knattspyrnufélagiö Fram vann bæöi Reykjavíkur- og fslands- mótiö í knattspyrnu áriö 1962 en Knattspyrnufélag Reykjcwílc- ur vann bikarkeppnina. ★ Foreign Trade Enterprise CENTROZAP Ligonia 7, Katowice, Poland P. O. Box 825 MMMW m \\\n \\\\ flytur iit • Lyfti- og flutnings-útbúnað • Rennikrana „overhead“ með einföldum og tvöföldum burðarbitum. • Rafmagns-lyftivélar, Kláfferjur o. s. frv. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.