Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 15
spila, og ferðalagið var hálf skrikkjótt. Ýmist var ég ferjaður yfir firði eða ég gekk fjöll og skriður. Það var rigning og þegar komið var í áfangastað var ég orðinn gegndrepa og ekki viðlit að fara svo á ballið. Ég fór því að grennsl- ast fyrir hvort einhver gæti ekki lánað mér föt og það stóð ekki á því. Ungur maður þar í sveitinni lánaði mér föt og í þurrum fötum fór ég á ballið. Seinna átti ég eftir að kynnast þessum manni enn betur því í dag er hann for- stöðumaður miðasölunnar hér í Þjóð- leikhúsinu og heitir Guðmundur Stefánsson. Fyrir að leika á þessu balli fékk ég þrjátíu og fimm krónur og eftir að hafa tekið á móti greiðslunni fékk ég mig fluttan sjóveg til Fá- skrúðsfjarðar fyrir ekki neitt. Þar tók ég Súðina gömlu til Eskifjarðar og borgaði fimm krónur fyrir farið. Þetta voru nú kjörin í þá daga. — Þú sagðist áðan vera feiminn. Finnur þú ekki fyrir því gagnvart áhorfendunum? — Nei, ég er aldrei feiminn á leik- sviði. Ég er ekki það sem kallað er nervus. Hinsvegar getur maður verið misjafnlega upplagður. Og þó er það merkilegt að þótt rnaður sé ekki vel upplagður þá getur sýningin tekist vel. Þetta fer mikið eftir áhorfendunum. Stundum kemur maður í húsið og er ekki sem bezt fyrirkallaður og er sann- færður um að nú nái maður ekki sínu bezta. En þegar komið er inn á sviðið þá er eins og þetta breytizt. Það er eins og oft hangi ósýnilegur þráður milli leikaranna og áhorfandans, ein- hver straumur og maður hrífst með og sýningin gengur eins og í sögu. Svo getur maður komið vel fyrirkallaður en þá er eins og þráðurinn sé slitinn. Þá vantar mikið í sýninguna. Leikhúsið er ekki bara leikararnir á sviðinu, það er líka fólkið í salnum. — Að fá nýtt hlutverk í hendurnar, er það svipað og að kynnast nýjum einstaklingi? — Já það er ekki svo fráleitt að segja það. Þetta eru svo margvísleg hlutverk, að það er sjaldan sem maður rekst á gamlan kunningja. — Þegar þú færð nýtt hlutverk þá ferðu að kynna þér persónuna? — Já, að sjálfsögðu. í þessum efnum hef ég mótað mér ákveðna skoðun sem reynslan hefur kennt mér. Ég er þeirr- ar skoðunnar að allir menn eigi sér eitthvað sameiginlegt. Þegar ég fæ nýtt hlutverk fer ég að leita að þessu sam- eiginlega í mér og þeirri persónu sem ég á að fara að leika. Ég á ekki við að t. d. ef ég er að fara að leika morð- ingja þá sé morðingi í okkur báðum heldur sé eitthvað í fari morðingjans, einhver lítill hlutur, sem við eigum sameiginlegan. Og ef maður finnur þetta þá er hljómgrunnurinn fenginn og kynnin takast. Þetta er eins og að gefa hluta af sjálfum sér. — En ef þessi kynni takast ekki? — Þá verður maður ósáttur við hlut- verkið og þá vandast málið. — Finnst þér skemmtilegar að leiKa gamanhlutverk heldur en hlutverk alvarlegs eðlis? — Mér er alveg sama ef hlutverkið er á annað borð skemmtilegt viðfangs. Ég á enga óskarullu. Og lítil hlutverk geta alveg eins verið skemmtileg eins og stór. — Hvað heldur þú að sé minnisstæð- asta hlutverk þitt? — Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort nokkuð eitt hlutverk er mér minnisstæðara en annað. Hlutverkin eru orðin nokkuð mörg ég held að mér sé óhætt að segja að hlutverk mitt í Gísl sem nú er verið að æfa sé hundr- aðasta hlutverkið. — Hvemig þótti þér að leika í Nas- hyrningunum? — Það var erfitt hlutverk, sem gaf aldrei tækifæri til afslöppunar. Það var byggt upp að þessu eina og frá upphafi var spennan mikil og hún óx og óx þangað til takmarkinu var náð. — Er ekki margt óvænt og óþægi- legt sem getur komið fyrir á leiksviði? — Það er margt sem getur komið fyrir. Það er til dæmis óþægilegt að ganga inn á sviðið og ætla að taka ofan hatt og uppgötva að hann hefur orðið eftir á bak við. En það versta er að fá það sem við köllum „black out“. Það er að gleyma rullunni. Þetta getur komið fyrir alla og á ekkert skylt við Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.