Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 32
Strompleikur Framh. af bls. 31. skyggni væri mjög fallegt. Það var dá- lítið óþægilegt að horfa beint niður, og sá sem eftir hafði orðið við mótorinn, var að sjá eins óg peð. Við fórum niður í lyftunni, nema einn, sem heldur vildi fara stigann. Þegar við gengum út úr strompinum, var hann kominn ríiður á undan okkur. Stund- um hefur það hent menn, að komast ekki út úr strompinum. Svo þökkuðum við fyrir okkur og héldum í burtu. Veðrið var gott, og við höfðum gluggana opna. Þegar við ókum eftir Laugarnesveginum heyrðum við konu kalla á son sinn: — Steini minn, vertu ekki að príla þarna á grindverkinu, þú getur dottið og meitt þig. Or. Kvenþjóðin Framhald af bls. 27. hátt mynstrið á mittislíninguna, nál. 1% cm frá kanti, saumað á mynstrið að vera um 49 cm. Saumið mynstrið á vasann — nál. 14 cm. langan kant nál. 3% cm. frá efri brún. Frágangur: Allir saumar á þessari svuntu eru saumaðir í höndunum með einföldum húlsaum. Fyrst eru saum- aðir hliðarsaumarnir. Brjótið upp á útsaumskantinn að neðanverðu nál. 7 cm., svo það verði um 2 cm. á réttunni uppi að mynstrinu. Festið líningu á að ofanverðu. Útbú- ið tvö föll hvorum megin um 2Vi cm. djúp. Fa£dið böndin með 1 cm. breiðum faldi og einföldum húlsaum. Mótið end- ana í odda. Útbúið fall á efri enda hvers bands og stingið þeim inn í líninguna hvorum megin, varpið þau föst með þéttu varpi. Að lokum er vasinn saumaður á hægra megin. Illiiiiir af sjálftiini — Framhald af bls. 15. byrjendur. Það getur komið fyrir þótt búið sé að sýna leikritið fimmtíu sinn- um. Allt í einu lokast fyrir og maður man ekki nokkum skapaðan hlut. Þá er um að gera að fara rólega í sakirnar og reyna að hugsa. Svo bjargast þetta venjulega, annað hvort fær maður það sem vantar frá hvíslaranum eða mót- leikaranum. — En ef þið eruð kannski með þrjú, fjögur hlutverk í gangi ruglið þið þá aldrei saman. — Nei, maður ruglast aldrei í hlut- verkum og ég held að það sé útilokað að slíkt geti komið fyrir. — Hefur ekki verið gaman að skemmta fyrir börnin? Hann var kominn í jakkann og far- inn að ganga um gólf. 32 fXlkinn — Jú, á vissan hátt. Það er alltaf gaman að skemmta börnunum en það hefur verið svolítið erfitt. Þetta hefur verið langur vinnudagur hjá manni stundum. Æfingar á morgnana, útvarp- ið um miðjan daginn og svo sýningar á kvöldin. Þegar svo komnar eru tvær sýningar á sunnudögum þá hefur það furðulega skeð, að maður er orðinn þreyttur. Við höfum víst tveggja mán- aða sumarleyfi á ári og mörgum hefur fundizt það mikið, en það er ekkert smáræði sem á sig þarf að leggja fyrir þessa tvo mánuði. Við fáum ekki greitt eftir vinnustundafjölda og mikið af okkar vinnu fer fram á kvöldin, svo- kölluð næturvinna. Ef við förum yfir 150 leikkvöld á ári þá fáum við borgað aukalega. En þegar 150 leikkvöld eru komin sama árið þá vonar maður að þau verði ekki fleiri. Ég átti metið hér lengi vel, 188 leikkvöld, árið sem Tópaz gekk, en svo sló Bessi það, fór eitthvað yfir tvö hundruð. —- Er ekki mikill munur að leika á sviði og fyrir framan myndavélina? — Jú, það er mikill munur, tvennt ólíkt. Þegar maður er á sviðinu þá er leikurinn í því fólginn að ýkja hið hversdagslega. Fyrir framan mynda- vélina er þetta hins vegar gagnstætt. — Þú ert auðvitað spenntur vegna kvikmyndarinnar í sumar? — Já, því er ekki að leyna, að maður er spenntur. Það er ekki á hverjum degi, sem manni er boðið að leika með alheimsstjörnum! En síðustu fréttir hljóða á þá leið að takan verði ekki í sumar. Þeir ætla að fresta þessu í eitt ár. Við kvöddum þennan alúðlega og þægilega mann og gengum út úr húsi Thaliu, þar sem enginn verður óbarinn biskup. Or. Boðuiiartlagnr .. . Framhald af bls. 9. Hún hafði haft hugboð um hann, og gæti henni skjátlast? Hann kom. Það var boðunardagur Heilagrar Maríu. Fólkið á prestssetrinu sat og drakk kirkjukaffi á veröndinni og ræddi um vorbliðuna, þegar það heyrði skerandi neyðaróp og köll neðan frá bryggjunni við ána. — Ove rekur niður í fossinn! Ove rekur niður í fossinn! Drengirnir höfðu leikið sér á báti, sem þeir reru eins langt og landfestarn- ar náðu, en þá hafði einhver leyst þær fyrir Ove. Hann hafði reynt að ná festu í bryggjuna með bátshakanum en mis- tekizt, og þungum árum gat hann ekki valdið. Birgitta þaut niður að ánni með unga prestinn á hælunum. í algjörri örvænt- ingu öslaði hún spölkorn út í vatnið, meðan presturinn stökk upp í næsta bát og reri á eftir drengnum. Eins og útlitið var, átti sá litli aðeins nokkrar mínút- ur ólifaðar. Og fossinn var í hvarfi handan við klettasnös, svo að enginn sá einu sinni, hvernig honum reiddi af. Birgitta hljóp í vatninu meðfram bakkanum. Hún vissi ekki hvers vegna. Hún myndi þó aldrei ná í tæka tíð, og það hefði þess vegna verið betra að hlaupa upp á land, en það sem hún gerði, var örvinlað írafár. Presturinn náði heldur ekki í tæka tíð. Af undarlegum duttlungum örlag- anna þyrlaðist bátur hans fram úr bát Oves og var nær því að slöngvast á undan niður fossinn, er presti tókst með því að beita öllum sínum kröftum að koma bátnum inn í lygnt vatn hinum megin árinnar. Klettasnösin byrgði honum útsýn, og hann sá aðeins bát Oves þyrlast hjálparlaust imdan straumnum. Niður að fossinum. Ótrúlega sterk hönd greip föstu taki í bát dauðhrædds drengsins. Karlinn stóð í miðjum fossinum, eins og krafta- verk að ofan. Og varlega bar hann þann litla inn í kofann sinn og ornaði honum við eldinn sinn. Hann vissi að það var drengur Birgittu, og hann vissi líka, að hún var á leið til hans. Hún kom. Hún sá, að Ove var á lífi. Og hún lagðist í faðm karlsins í hálminn fyrir framan eldstóna. Þá fann hún, að ekkert illt gæti framar komið fyrir hana. Karl- inn við fossinn gat bjargað lífi, myndi kannski einnig geta vakið upp frá dauða, ef hún bæði hann. En nú lá hún bara i faðmi hans með Ove í fangi sér og hugsaði ekki meira. Fólkið á prestssetrinu sótti Birgittu og drenginn hennar. Prófastsfrúna hafði grunað, að drengnum hefði verið bjargað og hvernig það hefði gerzt. En samt fannst henni, að mikil ógæfa hefði skeð. Birgitta hafði flækst í bölvunina aftur, og það var ekkert annað að gera en að binda endi á það. Hvað sem það kostaði, og það þýddi að Birgitta yrði aftur að láta drenginn af hendi. Birgitta neitaði, og skírskotaði til unga prestsins um samtal undir fjörug augu, þar sem það var sami dagur og hún hafði lofað að svara bónorði hans. Þau gengu afsíðis, og hún sagði eins hreinskilningslega og henni var unnt: — Þegar á barnsaldri dróst ég til hans ósýnilegum böndum. Ég var vön að liggja í faðmi hans fyrir framan eldinn og hlýða á frásagnir hans um lífið og mannleg örlög. Það var eins og hann tendraði eld í líkama mínum, og hann hefur orðið að sílogandi lampa hið innra með mér. Meira er það ekki. Hann er það bezta, sem ég veit. Finnst þér það vera svo merkilegt, að maður geti fundið svona til? spurði hún. Presturinn leit á hana: — Það er eitthvað óeðlilegt, svaraði hann. Ég get ekki séð, að það sé neitt annað en bölvun, sem verður að reka úr líkama þínum. — Þú vilt þá ekki lengur fá mig fyr- ir konu? spurði Birgitta umbúðalaust. — Nei, ég get það ekki, var svarið. Birgitta fór þegar með kvöldlestinni Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.