Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 8
Boðunardagur Maríu ÞAÐ var vorvindur og rigning á boðunardegi Heilagrar Maríu, þegar ungi listamaðurinn Alarik var grafinn í bæjarkirkjugarðinum með stóru eik- artrjánum og gamla, ryðgaða járnkrossinum. Rétt í þann mund, er Birgitta stóð við opna gröfina, herti storminn mjög stundarkorn, svo að hann reif og klóraði í langa, svarta sjalið hennar, sem var vott og þungt af regni og slóst í blóm- sveigana og mold kirkjugarðsins. Hún vissi, þar sem hún stóð við gröfina í vor- storminum, að hún ætti enn verri storma í vænd- um í framtíðinni. Storma lífsins .. . Hversu gjarna hefði hún ekki viljað fylgja Alarik langt yfir landamæri tímans, en hún gat ekki skilið einmana, litla drenginn þeirra eftir, og þau þrjú fengu ekki að fylgjast að. Þannig var lífið. Hart og tillitslaust kom það henni fyrir sjón- ir, um leið og hún heyrði blómvöndinn falla niður á kistulokið. Faðir hennar, gamli öræfaprófasturinn, sem tekið hafði sér ferð á hendur til að annast útförina, snerti handlegg hennar og vakti hana aftur til veruleikans. Hún steig niður af grasbakkanum og tók sér stöðu við hlið foreldra sinna — þeirra, sem hún gæti samt aldrei snúið heim til aftur. Vegna þess, að það hvíldi bölvun yfir bernsku- árum hennar í öræfaprestakallinu. Það var sagt að hún væri í einhverjum syndsamlegum og undar- legum álögum, sem einungis Alarik og hin átta ára hamingjusama fjarvera hennar að heiman hafði bjargað henni úr. Hvernig skyldi það fara nú? Nei, það var ekki hægt að koma aftur til for- eldranna. Þannig hugsaði hún í kirkjugarðinum, meðan hún lokaði augunum og heyrði, hvernig söng í greinum gömlu eikartrjánna. Eftir jarðarförina varð allt tómlegt. Foreldrar hennar kysstu hana og fóru til síns heima. Þau vissu, að það hefði verið rangt, að bjóða hana líka velkomna heim. Þess í stað létu þau þess getið, 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.