Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 8
Langþreyttur ferðamaður litast um í áningarstað; árniður berst honum til eyrna og elfina sér hann fyssast í tveim- ur kvíslum til sjávar. Hann eygir býli og býli á stangli. Það glittir á berar klappirnar í sólskininu. í ásunum, Öskjuhlíð og Laugarási, eru sauðir á beit. Eyjarnar blasa við úti á sundun- um; Viðey, Engey, Þerney og Effersey. Og ferðamaðurinn gengur inn í bæinn, Árbæ. Hann á skammt ófarið og í Árbæ bíður hans góður beini. Dregnir eru af honum sokkar, og hann fær ull að tæja. Á morgun mun hann komast í kaup- stað. Við skyggnumst um í hlaðvarpanum í Árbæ fyrir rúmri öld. Útsýnið er fag- urt eins og nú en á annan hátt. Á holt- um er aðeins grjót og aftur grjót, þótt grastó leynist á milli steina. Kannski sjáum við fjalldrapa og sortulyng, ef sjónin er góð. Hér eru engin háhýsi, sem birgja sýn. Aðeins nokkur kot á lágum hólum. — Öskjuhlíðin er eins og henni ber að vera. Þar hafa engir mis- vitrir jarðabótamenn fullnægt athafna- þrá sinni, enda þótt einkennilegir menn hafi verið uppi á öllum tímum. Um þessar mundir getur Reykjavík vart talizt fagur bær né fólkið glæsilegt og hugumstórt. Samt eru til afburða- menn sem bera höfuð og herðar yfir tómthúslýðinn. Um kaupmenn skulum við engin orð hafa. Þeir hafa sjálfsagt verið hinir nýtustu menn í sinni starfs- grein. Og húsin í bænum eru heldur ekki glæsileg; þau eru flest úr timbri, tjörguð að utan, sum með tígulsteina- þaki og múrsteinsstrompur upp úr þekjunni. Innan dyra anga sum af danskri slekt, í öðrum er hálfgerður krambúðarþefur og í kofunum í ná- grenninu lykt af soðinni skötu. í fínni spísskamesum er snætt af drifhvítu, dönsku postulíni, sem hans konunglega majestæt hefur sett sitt velþóknunar- merki á. í öðrum úr venjulegum ösk- um. Bærinn er hálfdanskur og málið er dönskuskotið. Ef til vill má heyra við vatnspóstana historíur um alls konar forlovelse. Kærligheden blómstrar í þessum bæ og jafnvel simpil barnapía fer ekki varhluta af ástinni. Að mörgu leyti er bæjarbragur svip- aður og nú. Fyllikallar slangra um fyrir utan krambúðirnar og innan dyra þeirra þrífast kjaftaskarnir bezt. Samt býr þorpið yfir töluverðum sjarma. Róman- Lárus Sigurbjörnsson bendir á líkan af heildarskipulagi safnhúsanna að Árbæ. (Efri mynd). Brjóstmynd af Sigurði málara í Smiðshúsi. Þar er eitt her- bergi helgað minningu hans. Fyrir neðan brjóstmyndina sér í skrifpúlt Jóns Árnasonar og bókin á því er auð- vitað Þjóðsögurnar (neðri mynd). 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.