Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 25
(firnilegir réttir úr hijrri Áít4 Steikt síld með fylltum tómötum. 6—8 síldar. 3 msk. hveiti. 1 tsk. salt. 100 g. smjörlíki. Hreinsið síldina og losið hrygginn úr, þannig að síldin sé sem heillegust. Þerrið síldina vel, veltið henni upp úr hveiti- og saltblöndu og brúnið hana í smjörlíki á pönnu í 5—10 mínútur. Raðið síldunum fallega á fat, ásamt hálfum, útholuðum tómötum, sem fyllt- ir eru með blómkálssalati, þ. e. a. s. hrátt rifið blómkál, sem hrært er sam- an við majones, kryddað með karry. Hvít lauksósa borin með. Eplasíld. 8 síldar, frekar smáar. Salt'. 4 laukar. 75 g. smjörlíki. 6 epli. Steikt síld með fylltum tómötum. V2 tsk. timían. % dl. vatn. Síldin hreinsuð og öll bein tekin úr. Flökin þerruð, salti stráð á þau, látin bíða um Vi klst. Laukurinn hreinsaður, skorinn í sneiðar, steiktur gulbrúnn í smjölíki á pönnu. Eplin flysjuð, kjarna- húsin tekin úr, skorin i sneiðar, þétta á botninn á smurðu eldföstu móti, síld- arflökunum raðað ofan á eplin, laukn- um jafnað ofan á. Timian stráð yifr. Vatninu hellt á og lok eða málmpappír lagður yfir mótið. Sett inn i vel heitan ofn um % klst. Takið lokið af seinustu 5 mínúturnar. Borið fram með rúg- brauði. Sild steikt í fljótandi feiti. ■H v :■ i iiiilihimii 1 W, JW’ w “| ■Lr--"r' jlj^l ' '..,! ...uii ;ÍÍ ' Síld steikt í fljótandi feiti. % kg. síld. 1 msk. salt. 1 egg. 3—4 msk. hveiti. 1 msk. kalt vatn. 125 g. smjör. 2 msk. söxuð steinselja. 1 tsk. ensk sósa. Sítróna. Síldin hreinsuð, þerruð vel, salti stráö á flökin. Egg, hveiti og vatn hrært sam- an í deig. Látið bíða um stund. Smjöri, steinselju og enskri sósu hrært saman, mótuð lengja, sem geymd er á köldum stað. Síldarflökunum difið ofan í deigið og síðan steikt í heitri mataroliu, þar til þau eru fallega brún. Látið síga af þeim á grófum pappír. Síldin borin fram með sítrónubátum og steinseljusmjörinu, sem skorið hefur verið í sneiðar. Fálkinn flýgur út FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.