Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 22
HARMLEIKUR VIÐ MYRAR
Pourqoui Pas? var á leið til Frakk-
lands með viðkomu í Kaupmannahöfn
þar sem Landfræðifélagið danska ætl-
aði að sæma Dr. Charcot heiðursmerki
fyrir vísindaafrek. Það var mikill við-
búnaður meðal danskra vísindamanna
undir komu hans, hátíðahöld fyrirhug-
uð, þar sem honum myndi ennþá einu
sinni hlotnast viðurkenning fyrir unnin
störf.
Lenconiat skipstjóri stóð í lyftingu
er skipið skreið út flóann. Lífið um
borð var að komast í þær föstu skorður
svo sem ætíð í hafi: Skyldustörfum var
sinnt, vaktir gengnar og þeir sem áttu
frívakt hvíldust unz þeir leystu félaga
sína af hólmi.
Spá gamla sjómannsins virtist ætla
að rætast. Þegar Pourqoui Pas? nálgað-
ist Garðskaga var farið að hvessa af suð-
vestri og innan stundar var komið rok.
Um klukkan sex var skipið komið fyrir
skagann en þar sem loftvog var ört fall-
andi ákváðu Leconiat skipstjóri og Dr.
Charcot að snúa við og leita hafnar í
Reykjavík að nýju. Skipinu var snúið
og siglt fyrir Garðskaga og skipsmenn
sáu vitann greinilega um stund, en nú
jókst veðurhæðin og innan stundar var
komið fárviðri. Þegar komið var inn fyr-
ir Garðskaga setti Leconiat skipstjóri
stefnuna norðan við Gróttu og skipið
hélt á hægri ferð undan veðrinu inn
flóann.
Skipshöfnin á Pourqoui Pas? var
rúmlega þrjátíu manns, en auk þeirra
vísindamenn, alls fjörutíu um borð.
Meðal skipsmanna voru flestir gam-
alreyndir sjómenn, hertir í margri
raun, en innanum ungir menn, sem
kannske sneru nú í fyrsta skipti til
heimalandsins eftir fróðlegan og
skemmtilegan sumarleiðangur á fjar-
lægum slóðum.
Skipstjórnarmenn stóðu á stjórnpalli
og ríndu út í sortann en þar var fátt
kennileita. Allt í einu birtist skip úti
í sortanum, og skipstjórinn gaf loft-
skeytamanninum skipun um að hafa
samband við það. En skipið svaraði
ekki. Ef tii vill voru loftskeytatæki
Pourqoui Pas? þá þegar orðin óvirk
því bómur höfðu slegist til, er skipið
sneri undan veðrinu. Skipið hafði uppi
messan, fokku og kliver. Annað slagið
var 'stýrimaður sendur niður úr lyftingu
til þess að lesa af vegmælinum aftur á.
Nokkru eftir miðnætti er dregið úr
hraða skipsins og einhvern tíma milli
klukkan tvö og þrjú um nóttina sjá
skipsmenn vita framundan. Eugene
Gonidiec, þriðji stýrimaður er á vakt i
opinni brúnni ásamt þeim Dr. Charcot
og Leconiat skipstjóra, frá miðnætti til
kl. 4. Hann fer niður og les á vegmæl-
inn og þá er hraði skipsins aðeins ein
og hálf míla á klukkustund.
En nú er stefnu breytt til norðaust-
urs og sigld hæg ferð. Kluklcan fjögur
fer þriðji stýrimaður af vakt og leggur
sig, enda orðinn hvíldar þurfi. Oft hafði
hann ásamt félögum sínum háð glímu
við Ægi konung og borið hærri hlut.
Var þá ástæða til að óttast, þótt Ránar-
dætur stigi enn einu sinni trylltan dans
og löðrunguðu skipssúðina? Var ekki
örugg höfn framundan þar sem beðið
yrði unz akkerum yrði létt á ný og
heimferðinni haldið áfram, — heim til
Frakklands þar sem mildir haustlitirnir
skreyttu skóg og engi.
Vart er hægt að hugsa sér að skip-
stjórnarmenn hafi um það vitneskju
hvar skip þeirra er statt þegar hér er
komið. Kannske sáu þeir vitann á
Akranesi og álitu hann Gróttuvita og
settu stefnú til norðurs með það í
hyggju að sigla norður fyrir Gróttu inn
á Reykjavíkurhöfn. Kannske þekktu
þeir ekki strauma sem báru skip þeirra
af leið, svo það var nú statt langt norð-
ur af þeim stað sem þeir álitu sig á?
Pourqoui Pas? nálgaðist nú óðfluga
Klukkan er að verða fimm og
ennþá er sami veðurofsinn. En nú
birtir í lofti og um leið sjá menn-
irnir að þeir eru komnir í skerja-
garð og það brýtur á bæði borð.
En rétt í því nötrar skipið stafna
á milli... Sveinn Sæmundsson
hefur skrifað greinarflokk fyrir
Fálkann um bið átakanlega slys,
er Pourquoi Pas fórst á Mýrum.
þann stað sem sjómenn við Faxaflóa
forðast í lengstu lög, staðinn þar sem
kútterarnir tveir, Sophia Whitley og
Emilia fórust með allri áhöfn 6. apríl
1906 og þar sem eimskipið Balholm fórst
í marz 1930, skerjagarðinn undan Mýr-
um. Klukkan er að verða fimm og enn-
þá er sami veðurofsinn. En nú birtir i
lofti og þá sjá mennirnir, að þeir eru
komnir inn í skerjagarð og það brýtur
á bæði borð. En rétt í því nötrar skipið
stafna milli. Það hefur tekið niðri á
blindskeri en næsta alda lyftir því yfir
skerið og það titrar ekki lengur: Skip-
un er gefin um að setja dælurnar í
gang, en þær eru óvirkar því gufuket-
illinn hefur bilað við höggið og gufu-
þrýstingurinn lækkar stöðugt. Þeir sem
sofa hafa nú verið vaktir og menn búa
sig æðrulausir undir að mæta örlögum
sínum. Skipið hrekst undan veðurofs-
anum og brotsjóum og steytir aftur á
skeri. Holskeflurnar koma æðandi og
ýmislegt er farið að skolast fyrir borð.
Kannske kemst skipið með þessu móti
alla leið til lands. En örlög skips og
skipshafnar virðast ráðin. Þegar skipið
er komið inn fyrir þéttasta skerjagarð-
inn rekst það á skerið Hnokka og um
leið verður mikil sprenging. Mikill sjór
er þegar kominn í skipið og það orðið
lágt á sjónum þar sem það situr fast á
skerinu. Brotsjóir ganga yfir það án af-
láts en þrátt fyrir það vinna skipverjar
djarflega að því að losa lífbáta og
koma þeim í sjóinn. En allt kemur fyrir
ekki. Brotsjóirnir hirða bátana jafnóð-
um úr höndum sjómannanna eða mola
þá við skipshliðina. Nokkrir menn eru
þegar farnir fyrir borð en aðrir hanga
þar sem handfesti er að fá. Allt virð-
ist tapað.
Dr. Charcot, sem verið hefur á sjórn-
palli allt frá því kvöldið áður, hefur ekki
spennt sig björgunarbelti. Hann hefur
hvatt menn sína meðan á ferðinni inn
yfir skerjagarðinn stóð. Nú fer hann til
káetu sinnar og kemur að vörmu spori
út með máfinn, sem hann hafði fangað
í Grænlandi og alið í búri í káetu sinni.
„Vertu sæll vinur minn“. Og máfurinn
tekur til vængjanna og svífur út í úr-
svalt morgunloftið. Kannske hefur hann
verið beðinn fyrir hinztu kveðju heim.
Enn æða holskeflurnar inn yfir skip-
ið og taka með sér allt lauslegt. En rok-
ið snýr skipinu þar sem það svarrar á
skerinu og þrátt fyrir veðurgnýinn
heyra þeir hið óhugnanlega hljóð er
skipsbotninn skrapar brimsorfnar
klappirnar.
Pourquoi Pas? snýst enn og fyrr en
varir losnar það af skerinu og rekur
flatt fyrir veðrinu. Skipstjórnarmenn
hafa um stund séð land gegn um sort-
ann og skipun er gefin um að láta akk-
erið falla. Keðjan rennur út og um leið
og akkerið fær botnfestu snýst skipió
harkalega upp í og stefnið býður nú höf-
uðskepnunum birginn á ný. En það er
orðið lágt á sjónum og sjórinn fossar inn
með óstöðvandi afli.
Enn eru nokkrir bátar eftir því skips-
menn höfðu margar doríur á þilfari.
Þrír menn eru komnir ofan í bátinn er
þriðji stýrimaður stekkur ofan í hann.
Um leið slæst hann að skipshliðinnni
og mölbrotnar. Þeir lenda allir í sjón-
um en Gonidiec skýtur upp og hann
sér fleka rétt hjá sér. Hann syndir að
flekanum þar sem ellefu félagar hans
eru fyrir og flekinn reynist vera land-
gangur frá skipinu. Sjórinn er þakinn
braki allt í kring og þeir sjá félaga sína
í sjónum en hér fær enginn neitt að
gert. Það er um að gera að halda sér,
segja þeir, en kuldinn ásækir þá og
þeir eru stöðugt í sjó. Einn eftir annan
missir takið, unz að lokum tveir eru
eftir. Halda sér, — ekki sleppa, segir
Framhald S bls. 31.
ALKINN