Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 14
Jón Gíslason skrifar: Ný stefna i kirkjumálum á 12. öld í. Skálholtsstaður reis af tign og auði í biskupstíð Gissurar ísleifssonar. Auður staðarins varð brátt mikill, en á hverjum tíma var hann háður efnahagsástandinu í landinu. Tíundarlöggjöfin var byggð á efnahagsafkomu bænda og útvegsmanna á hverjum tíma. Grundvöllurinn að tekj- um til félagsmála, er Gissur biskup lagði, var traustur og í fullu samræmi við hugmyndir manna á miðöldum um þessi efni. Þetta efnahagskerfi reyndist þjóðinni hollt. Það kom í veg fyrir eins mikinn stéttamun og varð í nágranna- löndunum. Jafnframt stuðlaði það að þjóðlegri stefnu í menningarmálum, svo að þjóðleg verðmæti héldust betur hér á landi en í öðrum löndum. Eftirmenn Gissurar á Skálholtsstóli fylgdu stefnu hans. Goðakirkjan þrosk- aðist og varð voldug. Flestir valdamestu menn landsins, voru hvortveggja í senn goðorðsmenn og prestar. En brátt barst til landsins ný hreyfing um kirkjuleg málefni og braut algjörlega í bág við hina íslenzku hefð, og var samtvinnuð voldugri stefnu, ráðandi og hafandi í hendi sér áróðurstækni og vald, sem ís- lenzka goðakirkjan stóðst ekki. Vest- ræna kirkjan stefndi í sí auknum mæli til samræmdrar stefnu um almenn kirkjumál, undir stjórn mikilhæfra manna. Oft sátu á páfastóli ráðkænir og mikilhæfir stjórnmálamenn, hafandi dugmikla umboðsmenn í flestum lönd- um. Að vísu urðu Norðurlönd furðu lengi laus við bein afskipti af valdi páf- ans og umboðsmanna hans. En eftir að erkibiskupsstóll var stofnaður í Lundi í Danaveldi, bárust áhrif frá páfastóli í auknum mæli til biskupa og presta. Þess fór ekki að gæta að verulegu leyti á fslandi fyrr en eftir 1152, en þá var erkibiskupsstóll stofnaður i Niðarósi, og ísland ásamt Grænlandi og eyjunum, lagt til hans. Kristilegir siðir eftir lögum kirkjunn- ar, voru mjög á reiki i Skálholtsbiskups- dæmi. En frá upphafi gætti talsvert annara áhrifa í Hólabiskupsdæmi. Jón biskup Ögmundarson, hinn helgi, á Hól- um í Hjaltadal, er í raun réttri fyrsti boðandi alþjóðlegra kirkjusiða hér á landi. Honum varð baráttan hæg, því að hvortveggja í senn, var biskupsdæmi hans ekki eins víðáttumikið og Skál- holtsbiskupsdæmi, og á hinn bóginn, áttu Norðlendingar ekki erfð í félags- legum venjum eins og Sunnlendingar. Af þessum ás+æðum komst þegar í upp- 14 hafi kirkjustjórnar fastara form á öll kirkjuleg mál fyrir norðan land. Þetta hafði mikil áhrif í íslenzku þjóðlífi, og varð örlagaríkt fyrir íslenzku þjóðina. Fyrstur Skálholtsbiskupa, er beitti hinni alþjóðlegu kirkjustefnu í stjórn sinni á málefnum kirkjunnar, var Þor- lákur biskup Þórhallsson. Hann var eld- heitur hugsjónamaður. Hann naut mik- illar og góðrar menntunar, og varð á námsárunum fyrir sterkum áhrifum frá kirkjuvaldsstefnunni, enda fékk hann óvenjuleg tækifæri til að kynnast mest brennandi hugsjónum kirkjunnar í há- þróuðum löndum. Að vísu verður að gæta þess, þegar verk hans og fram- kvæmd er metin, að hin alþjóðlega kirkjustefna vestrænu kirkjunnar, var ekki samræmd til fulls. En samt sem áður, er það berlegt, að aðferðir hans eru í fullu samræmi við það, sem síðar varð um þessi efni. Þorlákur Þórhalls- son er því brautryðjandi i íslenzkum kirkjumálum, brautryðjandi, er hafði ótrúlega mikil áhrif um margar aldir. 2. Þorlákur Þórhallsson var Sunnlend- ingur, fæddur á Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133, sama árið og Sæmundur fróði dó, og fyrsta klaustrið var stofnsett á íslandi. Foreldrar hans voru fátæk og flosnuðu upp. Móðir hans fór þá í vist í Odda með Þorlák til Eyjólfs prests Sæmundssonar, hins mesta lærdóms- og menntamanns. Hjá Eyjólfi presti nam Þorlákur klerkleg fræði, en „ættvísi og mannfræði" af móður sinni í tómstund- um. En einmitt ættvísi og mannfræði, nauðsynleg hverjum presti á miðöldum, því að á þeim fræðum þurftu þeir mjög að halda, sakir stöðu sinnar. Þorlákur tók vígslu ungur að aldri, langtum yngri en leyfilegt var eftir lögum kirkj- unnar. Sýnir það hvorttveggja í senn, hve hann var bráðgjör — og hitt — hve kirkjulegur réttur var á reiki í þennan mund í Skálholtsbiskupsdæmi. Hann var með vissu orðinn þingaprestur 1150 eða 1151. Hann kom sér sérstaklega vel, og náði í hæg og lítil þing til þjónustu, en tekjumikil. Honum tókst á skömmum tíma að auðgast talsvert, enda urðu það einkenni hans alla ævi, að honum var mjög létt um alla fjármálastjórn. Þegar Þorlákur var búinn að eignast talsvert fé, hugði hann á framhaldsnám. Hefur hann örugglega notið velvilja og ráð- legginga Eyjólfs í Odda við að kjósa sér námsstaði erlendis. Þorlákur sigldi til Lincoln í Englandi, sennilega árið 1153. Þar nam hann skóla- lærdóm góðan. Að því búnu hélt hann til Parísar og nam þar í klausturskóla hins heilaga Viktors, en hann var einn frægasti skóli Ágústínusarreglunnar á Vesturlöndum, og með frægustu skólum miðalda. Jafnframt námi, hefur Þorlák- ur heimsótt og kynnt sér marga skóla, menntasetur og klaustur. Á þessum ár- um, var einmitt mikið af alls konar skólum í París, sem merkir mennta- og lærdómsmenn veittu forstöðu. f utanförinni kynntist Þorlákur all- náið hugsjónum, framkvæmdum og kröfum hinnar vestrænu kirkju. Hann varð hrifinn af kröfurétti kirkjunnar á hendur leikmönnum og höfðingjum, jafnt til veraldlegra eigna ogréttar henn- ar í siðferðilegum efnum til sáluhjálp- ar. Um 1159 lauk Þorlákur námi og hvarf þá heim til íslands. Fyrst eftir heimkomuna, var hann í Kirkjubæ á Síðu austur. Fljótt fór orð af menntun hans og kristilegu siðgæði. Frændur hans vildu að hann staðfesti ráð sitt, eins og þá var venja á íslandi með presta. Þeir vildu fá honum til staðfestu ekkju eina ríka, er bjó í Háfi í Holtum. Þorlákur brá á þetta ráð. En nóttina áð- ur en bónorð yrði hafið, gisti hann í Háfi. Dreymdi hann þá, að hann skyldi ekki festa sér brúður, því að honum væri ætluð önnur brúður miklu veg- legri. Varð því ekki úr bónorðinu — og kvæntist Þorlákur aldrei. En brúður hans hin veglega, var kirkjan. Hann helgaði henni af einhug alla krafta sína. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.