Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 9
. tíkin liggur í loftinu, — sumpart vegna þess að tímarnir eru rómantískir og sumpart af því að persónur þær, sem þá tórðu, eru rómantískar. Minnumst við á Dillonshús, þá muna margir sagnir um sérkennilegt ástar- ævintýri; píuböll maddömu Ottesen, þar sem aðeins var leikið á fiðlu við stórhátíðir. Þannig getum við látið hug- ann reika, um stofur og skála þessa húss og annarra og sífellt bætast við minni okkar kátlegir atburðir og skemmtilegar historíur. Þótt húsin í þessum hálfdanska bæ, Reykjavík, séu ekki glæsileg, eru þau merkileg. Þau eru dönsk að uppruna og stíl. Jafnvel enn eru sum fegurstu húsin í Reykjavík danskur arkitektúr. Við ætlum að skyggnast um innan dyra í tveimur slíkum húsum. Það er ekki langt að fara. Við ökum upp að Árbæ. Þar standa þau tvö, sitt hvorum megin við Víkurtorg. Við vindum okkur fyrst upp í Smiðs- hús eða „Smedens hus“. Þar bjó um hríð Sigurður málari Guðmundsson. í- verustaður hans í þessu húsi var lítið þakherbergi, hvers gluggar sneru í vestur. Upp þröngan stiga er að fara og síðan eru nokkur skref að herbergi Sigurðar. Sigurður málari Guðmundsson var fyrir margra hluta sakir einn merkasti maður 19. aldar. Honum dettur fyrst- um íslenzkra manna í hug að stofna þjóðlegt þjóðgripasafn. Ritað.i hann Framhald á næstu síðu. Eldhúsið í DiIIonshúsi. Þegar flytja álti húsið og byrjað var að rífa það, fundu menn þessa eldstó bak við eitt þilið f eldhúsinu. Hafði hún þá staðið ónotuð um árabii. >■ «&*{ FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.