Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 29
til eru enn bréf um þessi efni. Þorlák- ur biskup hóf þegar í stað að áminna höfðingja landsins fyrir fjölkvæni og írillulíf. Svo stóð á, að Jón Loftsson í Odda hélt við systur hans og átti með henni börn, þó að hann væri kvæntur. Varð stapp á milli þeirra frændanna um stund út af málum þessum. En líklegt er, að biskup hafi unnið fullan sigur, því að Ragnheiður biskupssystir giftist norskum manni, sennilega fyrir tilstuðl- an biskups. Synir Ragnheiðar og Jóns Loftssonar voru Páll biskup í Skálholti Qg Ormur breiðbælingur á Breiðabóls- stað í Fljótshlíð. Þorlákur biskup átti í deilum við marga höfðingja út af hjúskaparmálum. Vann hann að málunum af lægni og festu og varð mikið ágengt. í hans bisk- upstíð var fyrst gerð gagnskör að því innan íslenzku kirkjunnar, að hún fengi framkvæmdarvald í hjúskaparmálum, en það varð síðar ein styrkasta stoð hennar í fjárhagslegum efnum. Þorlákur biskup var góður og sam- vizkusamur stjórnandi. Hann vildi hefja prestastétt landsins úr vanþekkingu og kunnáttuleysi, og gera guðsþjónusturnar fegurri og í fyllra samræmi við það sem var erlendis. Hann kynntist ungur því fremsta í þessari grein, meðan hann dvaldist erlendis. Hann stefndi prestum til Skálholts, sennilega á sumrura, til að sýna þeim fyrirmyndar guðsþjónustur. Lét hann þá vanda til alls eins og fram- ast var kostur. Jafnframt hélt hann pré- dikanir og skýrði málefni kirkjunnar og þá auðvitað stefnu sína og ætlanir. Sennilegt tel ég, að þessar guðsþjónust- ur Þorláks biskups, séu undirstaðan að sumarhátíðarhöldunum í Skálholti, sem tíðkuðust í margar aldir. Þorlákur biskup var ekki heilsu- hraustur eftir að hann varð biskup. Og ekki bætti það úr, að hann var strangur við sjálfan sig í föstum og öðru mein- læti, eins og siður var um sannkristna menn á miðöldum. Hans naut skemmra við, en vænta mátti. Þorlákur biskup varð af öllum landslýð elskaður og dáð- ur, eftir að hann féll frá. Hann varð dýrðlingur og reyndist traustur til á- heita jafnt á íslandi sem fleiri löndum. Heimildir: Biskupasögur, Annálar, ísl. fornbréfasafn, íslendingasaga Boga Melsteds og Jóns Jóhannessonar ásamt fleiru. Eigiiikonur... Framhald af bls. 17. en ekki 1938 eins og áður var talið. Hún sagði, að fyrri kona manns síns hefði dáið á hungurárunum milli 1920 og 1930, og sjálf kynntist hún Nikita í Úkraínu, en þar kenndi hún þjóðfélags- fræði og hann las námuverkfræði. — En ég kenndi honum ekki og hann ekki mér. — Ég hef aldrei verið feimin, þótt fólk á Vesturlöndum skemmti sér yfir klæðaburði mínum, sagði hún. Framhald á næstu síðu. FÁLKINN V í K U B L A Ð RÓSIR TIL SAKSÓKIMARAÍMS Þjóð hefur lent á villigötum. Fyrir glæpi sem oftækisfullir leiðtogar frömdu, hefur hún orðið að líða, bæði sem heild og sem einstaklingar. Þeir, sem tóku þátt í glæpnum og lifðu hann af, hafa ekki allir tekið út sinn dóm — en armur rétt- vísinnar er langur. Það er þetta efni, sem tekið er til meðferðar í mynd, sem sýnd verður bráðlega í Kópavogsbíói og nefnist Rósir til sak- sóknarans. Myndin hefst í Hollandi á stríðsárunum. Ungur, þýzkur hermaður hefur verið kærður fyrir að stela tveimur súkku- laðidósum, og saksóknarinn krefst dauðadóms. Það á að fram- fylgja dómnum strax, og aftökusveitin fer með þann dauða- !, dæmda á aftökustaðinn. En þegar komið er á staðinn, gerir j óvinaflugvél loftárás og hinn dauðadæmdi kemst undan. Árin líða og stríðinu lýkur. Hin þýzka þjóð hefur komið sér vel fyrir að nýju og lífið gengur inn vanagang. Stríðið er langt að baki. En leiðir hinna tveggja — dómarans og þess dauða- dæmda — liggja saman að nýju. Dómaranum hefur vegnað vel og hann er orðinn ríkissaksóknari í einu fylkjanna. Hin- um dauðadæmda hefur hins vegar ekki gengið jafnvel. Hann Framh á næstu síðu. FÁLKINN 2y ’it

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.