Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 35
□TTD □□ BRUDLJR SÆKDNUNGBINS „Fylgið mér,“ hrópaði Ari lávarður. Innan fárra mínútna höfðu þeir fundið mennina tvo. Þeir höfðu verið á verði, þegar ráðizt hafði verið á þá og þeir höfðu komið til sjálfs sin í einu horni gestaskálans. Þeir athuguðu sporin og lágu þau í tvær áttir, — annars vegar að vindubrúnni og hin aftur að gestaskálanum. Þau voru miklu dýpri. Það lítur út fyrir, að einhver hafi verið dreginn," sagði Ottó. Skyndilega varö honum mjög órótt og hann flýtti sér til herbergis Karenar. Ari lávarður og Danni fylgdu á eftir. „Hún hefur verið numin á brott,“ sagði Danni. „Segðu mér, hverjir voru þessir gestir, sem komu í gærkveldi?" Ari lýsti þeim eins nákvæmlega og hann gat. „Þetta getur ekki verið annar en Eðvaia ..muldrn«; „Svo að Eðvald hefur þótzt vera konunglegur vopnameistari," sagði Ottó, þegar Ari sagði honum söguna, „siðan hefur hann numið Karen á brott. En við getum ekki tekið hana frá þeim, því að flokkur hans er of harðsnúinn. Við verðum að fyigja þeim eftir og ákveða svo hvað gera skai. Geturðu iátið mig fá fimm eða sex hermenn, Ari frændi?" Ari vildi allt fyrir frænda sinn gera og þeir félagar Ottó og Danni lögðu af stað. En Ari lagði á ráðin um, hvað gera skyidi i kastalanum. „Hérna er staðurinn, sem hermennirnir haía beðið með meyna unz dagaði. Hvert liggja sporin héðan." Nokkru fjær komu þeir að stað, sem var mikið troðinn. „Þessi sióð liggur ekki til kastala Eberharðar. Hún liggur til strandar," sagði Ottó Á meðan þeir félagar höfðu leitað að sporunum, var Ari lávarð- ur búinn að undirbúa ailt. „Ég hef valið mennina fimm. Ég kem lika. Ég ætia að bera vopnin." Og Ara lávarði var hjálpað upp á hest sinn. Hann var búinn öllum herklæðum. „Sérhver orrusta þarf eina tegund af vopnum," svaraði Ari lávarður, þegar Ottó spurði hvers vegna hann tæki svo mikið af vopnum með sér. „Hernaður er list ungi maður, og vopnfimur maður er iistamaður." Að litilii stundu l ðinni reið hópurinn út ur kastaianum. Ottó kom auga á langa lest, sem fór eftir dalnum í fjarlægð. „Hvað er þetta?" spurði hann og benti félogum sin- um á lestina... FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.