Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 18
„En það er ekki það sem veldur mér áhyggjum, Phaedra.“ Rödd Ariadne var stirð og full trúnaðartrausts og ég varð að horfa á hana. Ég tók eftir djúpri hrukku milli augnbrúnanna, samúðar- tilfinning fór um mig. „Hún hverfur í þessi samkvæmi, sem standa alla nótt- ina og hvenær sem ég kvarta eða faðir hennar hótar henni, hefur hún heilan lista af fullkomlega virðulegum nöfn- um, sem voru þar líka. En um daginn var vinkona hennar Lydia Stauros send heim úr skólanum, af því að hún var ófrísk.“ Ariadne dreypti á drykknum og andvarpaði. „Og þessi stúlka var í flestum sam- kvæmum hjá Ercy og Guð veit, hvort hún fékk ekki barnið í sig í einu þeirra.“ Ég leit á Ercy, sem dansaði nú nokkru háttprúðar og lét Alexis eftir forystuna, og ég reyndi að ímynda mér hana sem konu í faðmlögum karlmanns. Það virt- ist undarlega eðlilegt. Ég fylltist svolít- illi klígju og sagði: „Vitleysa, Ariadne, sú stúlka hefur sennilega laumast burt með skíðakennara í Sviss. Móðir henn- ar, ef þú manst, var líka heldur betur villt.“ »Ég vona, að þú hafir á réttu að standa. En trúðu mér nú á dögum er bezti félagsskapur, sem maður getur hugsanlega sent dóttur sína í, dálítið rotinn einhvers staðar." Byrjað var á nýju la|,l og Alexis fylgdi Ercy aftur að borðinu. Áður en þau komu til okkar, sagði ég fljótmælt: 18 „Ariadne, ég trúi ekki, að þú trúir því sjálf, sem þú varst að segja. Bezti fél- agsskapurinn er aldrei laus við að vera rotinn. Maður verður að fara til mið- stéttanna og úthverfanna til að finna siðgæði, og það hefur alltaf verið svona.“ „Þetta er undarlegt tal af þér, Phaedra . . .“ Augu hennar litu rann- sakandi á andlit mitt og mér leið ó- þægilega. „Ég hélt alltaf að þú . . .“ en þar stanzaði hún. Alexis var kominn að borðinu og var að hjálpa Ercy í sæti sitt. Barnið lokaði augunum og skældi munninn á skrítinn hátt, sem sagði: „Hann er stórkostlegur." Ég reyndi að hlæja ekki og Ariadne sagði: „Farðu í skikkjuna þína, Ercy. Það er að verða kalt, og þú ert nýbúin að dansa þreyt- andi svertingjadans.“ Alexis settist nálægt mér. Ég beygði mig svolítið nær honum eins og ég ætlaði að fara að tala, en í sannleika langaði mig til að anda að mér nálægð hans. „Dansaðu við mig, Alexis" sagði ég. Hann leit á mig augnablik, svo stóð hann þegjandi á fætur og hjálpaði mér úr sætinu. Við gengum út á dansgólfið saman og ég þurfti að svara mörgum glaðlegum kveðjum frá hinum borðun- um. í hverju tilfelli kinkaði ég kolli og brosti og neitaði að stanza. Tónlistin var einmitt hæfileg, og ég vildi ekki missa þennan dans. Við dönsuðum þétt saman, eins ná- lægt og við þorðum. Ekki orð var talað, og ég lokaði augunum og lét sem við værum komin til Parísar aftur, ein í hópi ókunnugra. Andardráttur Alexis lék um eyra mitt og ég vissi, að straum- urinn, sem fór um mig, kom frá honum og það var engin þörf að tala. Thanos var langt í burtu og í fáeinar mínútur vorum við laus við hinn risastóra skugga hans og vorum hvorki meira né minna en maður og kona, sem unnust, og samræmdum líkama okkar tónlist- inni. Á leið okkar aftur til borðsins var tak Alexis um handlegg minn dálítið fastar en nauðsynlegt var og andar- dráttur minn stöðvaðist næstum, þegar ég hugsaði um hann sofandi í nálægð undir sama þaki eftir nokkrar klukku- stundir. Þegar við komum að borðinu, voru Thanos og Andreas að ræða um föður minn. Ariadne var með á ráðstefnunni, því að þau skiftu um umræðuefni í flýti, þegar ég settist niður og ég sá samsærislegt, frekar sakbitið blik í aug- um hennar. Ercy var algjörlega upptek- in við rjómaísinn sinn. Ég þóttist ekki verða vör við andrúmsloftið, en ákvað að komast að því, hvað væri á seyði. Þau vissu að ég var ofsalega stolt af Dimitri gamla og, gagnstætt Ariadne, lét ég ekki hjónaband mitt breyta holl- ustu minni. Ég myndi ekki koma upp um þau, en væri það, sem þau höfðu á prjónunum, líklegt til að angra gamla FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.