Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 21
 l VID MTRAR Það var laust eftir hádegi hinn 15. september 1936, að franska hafrann- sóknarskipið Pourquoi Pas? lagði úr höfn í Reykjavík. Skipið hafði verið í rannsóknarleiðangri á norðurslóðum, aðallega við Grænland undir stjórn hins heimskunna vísindamanns, Dr. Jean Charcot, en var nú á heimleið eftir nokkurra daga viðdvöl í Reykjavík, þar sem Dr. Charcot átti marga vini, eftir margar heimsóknir, þá fyrstu árið 1902. Dr. Charcot sem nú var 69 ára að aldri var fæddur í smáborg nálægt Par- ís, sonur frægs læknis. Hann var sjálf- ur læknir að mennt, en hafið heillaði hann þegar á unga aldri og hafrann- sóknir urðu ævistarf hans. Sem fyrr segir kom hann fyrst til íslands árið 1902, þá þátttakandi í rannsóknarleið- angri til Norður-hafa Vísindaafrek hans urðu brátt kunn og árið 1908 Var haf- rannsóknarskipið, sem nú var að leggja úr höfn byggt, að mestu eftir fyrirsögn hans. Pourquoi Pas? hafði verið annað heimili Dr. Charcot um hartnær þrjá- tíu ár. Á ferðum sínum um Suðurhðf og síðan norðlægustu breiddargráður hafði hann kannað hafsvæði, sem áður voru lítt kunn, gert vísindalegar athug- anir og þjálfað unga menn til starfa; menn sem skyldu halda áfram rann- sóknarstörfunum er hann sjálfur félli frá. Þeir skyldu taka upp þráðinn, þar sem hann hætti og halda áfram að leita svara við hinum fjölmörgu ósvöruðu spurningum og var ekki nafn skipsins táknrænt fyrir þetta starf. Framhald á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.