Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Side 30

Fálkinn - 07.08.1963, Side 30
— tín mrii’ þjlti teiðiniegt, að ég hafði aldrei iært að tala frönsku, þýzku og ensku. í síðustu heimsstyrjöld gekk ég í kvöldskóla til að læra mál og nú get ég leið enskar bækur á ensku. Hún sagði einnig: — Ég hef áhuga á stjórnmálum, en ég er hamingjsöm- ust, þegar ég get verið með manninum mínum í sumarbústað okkar fyrir utan Moskvu. Nina Krustsjova hefur sagt: — Við vinnu mína fyrir flokkinn í Sovétríkj- unum nota ég alltaf mitt eigið nafn, ekki flokksins. Það er í samræmi við aðra hluti, að hún hugsar meira um flokkinn en einkalíf sitt. Heimili henn- ar í Moskvu er á Leninhæð og líkist > þúsundum annarra húsa í funkisstíl. Jafnvel þótt Krustsjov sýni fjölskyld- unni engan áhuga út á við, er enginn vafi á því, að hann er innst inni heim- iliskær. Það er frekar sin vegna en í áróðursskyni, að hann er farinn að taka fjölskylduna með á ferðalögum. Nina segir að sér leiðist húsverk. — Við höf- um matseldakonu og nokkrar konur aðr- ar í þjónustu og þeim er borgað af ríkinu. Frú Emily Lodge, sem var leiðsögu- maður Krustsjovfjölskyldunnar um Bandaríkin, sagði seinna: — Það er enginn vafi á, að frú Krust- sjov er, miðdepill fjölskyldunnar. Mað- ur hennar gerir ekki margt, sem hún veit ekki um. Og það er líka alltaf til hennar, sem börnin þrjú Sergei, Júlía og Rada leita, þegar mikið liggur við. Hún er hrygg og leið yfir því, þegar blöð á Vesturlöndum ræða um hana sem stjúpmóður". Hjónin eiga bara einn w son, Sergei, rafurmagnsfræðing að mennt og ákafan fiðrildasafnara. Ann- ar sonur féll í orustunni um Stalingrad. En öll hnrnin á Nina. Aðeins einu sinni Kæri Astró. Mig langar til að vita um framtíð roína. Ég hef mjög gaman af að ferðast, lesa góffer bækur og dansa. Hvernig verður heilsufarið? Á eftir að liggja fyr- ii mér að giftast? Gerið svo vel og birtið ekki fæðingardag, mánuð, ár, stund né stað. Með fyrirfram þakklæti. Gréta. Svar til Grétu. Á geisla sjötta húss, sem stendur fyrir heilsufarið er Steingeitin og hún bendir fremur til sjúkdóma í beinum og sjúkdómum sem stafa af ofkælingu og hættir til að verða seint læknandi. Þú hefur ávallt talsverðar áhyggjur af heilsufarinu, en oftast er það ástæðu- laust. Þú verður fljótt niðurdregin ef eitthvað gengur að þér líkamlega, og hins vegar bendir allt til þess að heilsan endist þér lengi. Hjónaband á eftir að liggja fyrir þér, en það fellut' undir áhrifavald Vatns- beramerkisins sem bendir til þess að hjónabandið muni þróast út frá lang- 30 hefur Krustsjov opinberlega viður- kennt konu sína — og jafnvel þá var það óbeinlínis. Það var við opnun franskrar sýningar í Moskvu, þegar hann í lok ræðunnar sagði: — Ég hlakka til að fara heim í kvöld. Svaría kóngulóin Framhald af bls. 13. inn. Blóðið fossaði af ógnarafli í æðum mér, og það var gnýr í eyrum mínum. Og síðan hvarf allt í djúpt myrkur. Ég vaknaði til meðvitundar við það, að barið var að dyrum. Bjart sólskin streymdi inn í herbergið gegnum opna gluggana. — Er Mesabib vöknuð? spurði rödd Indiru litlu. Hún stóð í dyrunum með tebakka í höndum og brosti glaðlega til mín. Það liðu nokkrar sekúndur, áður en ég minntist hins hræðilega ótta nætur- innar — minntist hinnar lífshættulegu kóngulóar á brjósti mínu. Það hlaut að hafa verið draumur, hugsaði ég — taugaveiklunardraumur. Þvílíkt og annað eins getur ekki verið raunveru- leiki.... En þá sá ég, að hún sat enn í hnipri á brjósti mínu með loðnar lappirnar á kafi í húð minni — þanin eins og stál- fjöður, reiðubúin til að stökkva. — Indælt veður í dag — ekki satt, Memsahib, sagði Irinda áhyggjulaust og gekk rólega í áttina að rúmi mínu. Farðu burt — farðu burt! ætlaði ég æpa — burt, áður en kóngulóin stekkur! En aftur var ég sem lömuð af ótta. Ekki orð komst fram á varir mín- ar, meðan Indira gekk að rúminu og ýtti moskitóflugnanetinu til hliðar. varandi vináttu upp í að verða ást og síðan giftingu. Oft vill bera á því hjá fólki með þessa afstöðu að það sé ekki við eina fjölina fellt fyrir giftinguna og eigi talsvert erfitt með að gera upp við sig hvern vininn eigi að velja sem tilvonandi maka. Meðan á slíkri innri baráttu stendur getur oft verið talsverð vansæld og erfiðleikar, en ákvörðun verður að taka fyrr eða síðar. Skyndi- leg hrifning á sviði ástamálanna hjá þér er ekki líkleg til góðs, því slíkt get- ur endað jafn skjótt og til var stofnað með þungbærri uppskeru aftur síðar. Það virðist talsverð hreyfing vera í ástamálunum, en betri möguleikar eru fyrir hendi árin 1964 og 1965. Máninn í öðru húsi bendir oft til tals- verðra sveiflna í fjárhagnum, en þú hefur líka glöggt auga fyrir því hvað vel fer í þeim efnum, svo að þér ætti að geta farnazt mjög vel. Þú hefur einn- ig Júpíter og Satúrn í samstöðu í merki Nautsins í tíunda húsi og ættir því auð- velt með að starfa við verzlunar- eða gjaldkerastörf. , ... .. .. • Nú hlyti það aðske! Ég lokaði augun- um í örvæntingu. Önnur hvor okkar yrði drepin af kvikindinu . . . . — Nei — er kóngulóin þarna enn .... heyrði ég rödd Indiru segja og í gegn- um þétta þoku. — Það er góðs viti, þeg- ar kóngulóin liggur heila nótt á brjóst- inu. Mörg börn og mikil hamingja! Ég opnaði augun varlega. Indira hélt á þessu viðbjóðslega skriðdýri í hend- inni Hún hélt í eina löppina á kóngu- lónni — hinar sjö héngu máttlausar og lífvana niður. — Mikið verk að finna stóra, dauða kónguló, sagði hún og virtist sannarlega eiga von á nokkrum viðurkenningarorð- um. — í lótt lagði ég hana á brjóst Memsahibs. Dauð kónguló fælir burtu lifandi, segja gömlu mennirnir, og þes3 vegna...... Allt í einu þagnaði hún og starði á mig skelfingu lostin. — Já, en Mem- sahib .... hvað hefur eiginlega komið fyrir hárið á yður í nótt.....? KVIKMYNDIR Framh. al bls. 29. hefur ofan af fyrir sér með götusölu og varningurinn er spil og hálstau. Og einn hittast þeir á götu úti og bera kennsl hvor á annan. Myndin segir frá upp- gjöri þeirra gagnvart fortíðinni. Wolfgang Staudte sá sem stjórnar þessari mynd er einn af kunnustu leik- stjórum Þýzkalands. Áður en hann fór að fást við kvikmyndir, vann hann í leik- húsum og vann m. a. um tíma með Max Reinhardt. Hann hefur marg sinnis hlotið viðurkenningar fyrir myndir sín- Framhald á næstu síðu. Sólin í fimmta húsi bendir til þess að þú hafir gaman af ýmiss konar tóm- stundaiðju og ættirðu að taka þér fyrir hendur eitthvað ákveðið „sport“. Þú hefur einnig næma tilfinningu fyrir sál- arlífi barna og þú munt hafa unun af meðhöndlun þeirra. Mars í fjórða húsi bendir oft til at- hafnasams heimilislífs þar sem karl- menn eru venjulega í meirihluta. Þeir hafa talsverða tilhneigingu til að skera úr deiluefnum sínum með handalög- málum. Út á við stendur fjölskyldan samt saman, þrátt fyrir þessar innbyrð- deilur. Neptún í þriðja húsi bendir til þess að ferðalög á sjó ættu talsvert vel við þig. Það er að segja stutt ferðalög. FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.