Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 15
Hann er fyrstur biskup á íslandi, er lifði í ókvæni — og varð sannheilagur af, eftir hugsunarhætti samtíðarinnar. Þorkell Geirason var maður nefnd- ur, auðugur að landi og lausum aur- um. Hann var barnlaus og hugðist með auðlegð sinni efla kirkjulegt líf í ætt- héraði sínu, eins og þá var vænlegast til að öðlast fullsælu þessa heims og ann- ars. Fekk hann Þorlák klerk til að standa fyrir klausturstofnun í Þykkva- bæ í Veri. Var þar stofnsett kanokaset- ur árið 1168 og varð Þorlákur vígður príor, en síðar ábóti. Reis klaustrið af myndarskap og stjórnsemi undir klaust- urreglu hins heilaga Ágústínusar. Af kíaustrinu í Veri fór mikið orð, fyrir góða reglu í hvíeina og fagurt kristilegt líf. Barst frægð þess um allt land og til annara landa, svo tignir menntamenn komu þangað, til að kynnast stjórnsemi Þorláks. Enginn staður eða stofnun á íslandi, varð eins mikil miðstöð kirkju- valdsstefnunnar og klaustrið í Veri. Varð svo jafnt eftir daga Þorláks. Klaustrið varð auðugt og náði óheppi- legum tökum á efnahagslífi Vestur Skaftfellinga — en það er önnur saga. Klausturlifnaður jafnstaðfastur eins og í Veri, varð mjög að skapi höfðingja og auðmanna á Islandi, meðan goða- kirkjan var enn ósnortin af annarlegum áhrifum erlendra stefna. Þorákur ábóti reyndist gætinn stjórnari og auðsæll, án þess að vera með ofmikinn bægsla- gang. Enda kom brátt að því, að honum yrði trúað fyrir stærri verkefnum. 3. Á Alþingi árið 1174 var kosinn nýr biskup til Skálholtsstóls í stað Klængs Þorsteinssonar. Klængur biskup var að vísu á lífi, en orðinn hrumur og lítt hæf- ur til kirkjustjórnar. Hlaut Þorákur ábóti í veri kosningu. Fjárhagur Skál- holtsstóls var kominn í hið mesta óefni og því sáu höfðingjar, að til stóls yrði að fá fésýslumann góðan. Sennilegt er, að það hafi ráðið mestu um kosningu Þorláks, hve vel honum hafði tekizt um rekstur klaustursins í Þykkvabæ. Einn- ig hefur það ráðið, að Jóni Loftssyni í Odda og ættmönnum hans, hefur verið óljúft að fá frænda sinn í Skálholt — og ekki sízt — þar sem mikið orð fór af honum sem miklum lærdómsmanni og sérstökum siðgæðismanni um allt kristi- legt líferni. Þorlákur biskup varð fljótar en hann varði að taka til stjórnar á Skálholts- stað. Veturinn 1175 gerðist svo þröngt um fjárhag á Skálholtsstað, að sent var eftir Þorláki austur í Ver. Hann brá fljótt við og fór á langaföstu af stað út í Skálholt. Á leiðinni kom hann við í Odda hjá Jóni Loftssyni, til að leita fulltingis hjá honum og ráða. Réðist svo til, að Jón fór með frænda sínum til Skálholts. Er þeir komu þangað, voru þar fyrir Gissur Hallsson í Haukadal og fleiri héraðshöfðingjar. Þorlákur tók þegar við forráðum staðarins og varð að stofna til nokkurra skulda til að rétta við rekstur staðarins. En fjárhagurinn olli honum ekki mestra áhyggna, heldur framkoma einstakra manna og siðferði. Mikill mannfjöldi flykktist til Skálholts 21. júlí sl. er hin nýja kirkja staðarins var vígð við hátíðlega athöfn. (Ljós- mynd. MYNDIÐN). En stjórnsemi Þorláks var mikil og hygg- indi, og tókst fljótt að gjörbreyta öllu á Skálholtsstað. í biskupstíð Þorláks auðgaðist staðurinn mikið, og reis mjög að tign og auði um hans daga. f þennan mund var ófriður mikill milli íslands og Noregs, svo að menn réðu Þorláki frá að fara utan til bisk- upsvígslu. Svo segir í biskupasögum: „Fyrir sakir ófriðar þess, er þá var milli Noregs og íslands, er málum var ósett, þeim er gerst höfðu landq í milli af vígum og f járupptektum, og dvaldi hann það um nokkurra vetra sakir.“ Ófriðurinn milli Norðmanna og íslend- inga á þessum árum, hefur lítt verið skýrður af sagnfræðingum. En hann á sínar skýringar og eru eðlilegar á allan hátt ástæðurnar til hans. En það liggur fyrir utan verksvið þessarar greinar. Sumarið 1177 fór Þorlákur utan til biskup^svígslu. „Kom það fyrir ekki, þótt hann væri lattur utanferðar fyrir ófriðar sakir.“ Þegar til Noregs kom, tók Eysteinn erkibiskup honum vel. En hann vildi ekki vígja Þorlák, nema til kæmi samþykkt konungs. En Magnús konungur og Erlingur jarl, faðir hans, tóku máli Þorláks þunglega og höfðu jafnvel í hótunum út af málum þegna sinna á fslandi. Þetta er í fyrsta skipti, sem norskur konunugur skipti sér af Framh. á bls. 28. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.