Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 4
Birgitte Bardot lætur ekki að sér hæða. Hún hefur um langa hríð
dvalizt í Róm, þar sem verið er að taka upp myndina Fyrirlitningin,
sem stjórnað er af Jean — Luc Goddard. Sammy Frey er enn mjög
góður vinur hennar og nýlega fóru þau út til að kaupa skó, því
að þeir eru allt að helmingi ódýrari í Róm en í París.
Hrossagaukurinn var talinn spá vel fyrir mönnum eða illa,
eftir því í hvaða átt hann heyrðist hneggja fyrst á vorin, samanber
hina alkunnu þulu: „í austri auðsgaukur — í suðri sælsgaukur, —
í vestri vesælsgakur — í norðri námsgaukur — uppi unnargaukur
— niðri nágaukur.
Austur á skeiðum var karl, sem blótaði mjög í tali. Einkum
var orðtak hans, helvítis árinn, hvar sem því var við komið.
Einu sinni sem oftar heyrði hann í fyrsta sinn í hrossagaukn-
um í vetsri:
„Glamrar hann í vestrinu enn, helvítis árinn. En það var svo
sem ekki þar fyrir, ég heyrði til hans í suðrinu í fyrra, og ekki
held ég hafi nú verið mikil helvítis árans sælan fyrir því.“
Læknarnir.
Læknir nokkur kom inn í bókabúð og bað um nokkur tímarit.
Urðu þau að vera minnst fimm ára gömul. Þegar afgreiðslustúlkan
lét í ljós undrun sína yfir því, að hann keypti svo gömul tímarit,
sagði hann:
— Heyrðu mig, ef þú værir nú nýbyrjuð að praktisera, vildir
þú að allir sjúklingarnir vissu það um leið.
Æskan.
Sex ára strákur sat við hlið föður síns í stóru samkvæmi. Við
sama borð sat maður, munnstór og málgefinn.
Allt í einu hallar strákur sér að föður sínum og segir:
— Pabbi, biddu manninn að loka munninum, svo að ég sjái
framan í hann.
FALKINN
Fanfani, fyrrum
forsætisráðherra
Ítalíu, barðist mjög
fyrir alþýðumenntun
í landi sínu. Hann
rak mikinn áróður
fyrir því, að sem
flestir lærðu að lesa
og skrifa.
Þó fannst mörgum,
að hann hefði ekki farið rétta leið í áróðri
sínum, er hann lét setja upp geysistór og
áberandi skilti á hinu fátæka héraði, Kalabríu,
en á þeim stóðu þessi orð:
— Þið, sem kunnið að lesa. Sjáið þetta og
Dean Rusk
ráðherra nýtur
mikillar virðing-
ar. Hann hefur
mjög ákveðnar
skoðanir á störf-
um ambassa og
annarra starfs-
manna utanríkis-
þjónustunnar.
Hann hefur lát
ið hafa eftir sér
þessi ummæli um
starfsemina:
— Meiri vinna, hugsið meira og talið
minna.
Þeir vilja segja, að þessi orð eigi ekki
aðeins við starfsmenn bandarísku utanríkis-
þjónustunnar heldur alla, sem að þessum
málum vinna.
★
Kjarval kom á
fund í Félagi ísl.
listamanna. Hann
kvaddi sér hljóðs og
hélt stutta tölu á
þessa leið:
— Áður en ég
kom á þennan fund,
var ég að lesa Vísi
og sá þar, að aug-
lýst var eftir gráum
ketti, sem hafði tap-
azt. Eins og þið vit-
ið er frost og kuldi
núna, svo að nærri
má geta, að aum-
ingja kettinum líður ekki vel, ef hann er að
flækjast úti. En þar sem félag þetta hefur
fátt gert sér til frægðar, þá er það tillaga
mín, að við slítum þessum fundi nú þegar og
förum allir að leita að kettinum.
Það er náttúrlega ekki víst, að við finnum
köttinn, en mér þykir líklegt, að getið verði
um okkur í blöðunum.
lærið að lesa og skrifa.
★
4