Fálkinn - 21.08.1963, Side 11
Og þarna kom hann upp stigann, þessi ódám-
ur, slangraSi sitt á hvað meS kvenmannsnátt-
kjól á höfSinu. Hann heyrSi raddir inni í íbúS-
inni sinni. Hvar gat þetta veriS?
Smásaga
eftir
Mögnu
Lúðvíksdóttur
TJÖZ.D
voru plastgardínur fyrir honum. En hann var harðlokaður.
Hann var nú einu sinni búinn að ákveða að fara inn um
glugga og hann var alls ekki í skapi til að fara að banka
á útidyrnar og vekja alla í húsinu. Þetta var þó hans hús
eða hvað? Og hver gæti bannað honum að skríða inn um
glugga á sínu eigin húsi, jafnvel þótt það væri ekki þvotta-
húsglugginn? Mér er spurn? Það ætti bara einhver að reyna
það.
Hann valdi glugga með rósrauðum gardínum og hann var
opinn. Þegar hann rak höfuðið inn um hann, fann hann
sætan rósailm leggja á móti sér. Ja, það var nú eitthvað
skemmtilegra að fara inn um þennan glugga en þvottahús-
gluggann og ólíkt virðulegra fyrir forstjóra, sem átti allt,
sem hugurinn girntist og girntist ekki.
Hann brá öðrum fætinum inn fyrir. Fjári var gluggaboran
þröng. Og nú flæktist hann í gardínunni og heyrði eitthvað
detta. Þetta ætlaði ekki að takast. Hann dró fótinn út aftur
og losaði gardínuna af höfði sér, klæddi sig úr frakkanum
og jakkanum, Fyrst hann á annað borð var farinn að fækka
fötum var eins gott að gera það almennilega, svo að hann
lét skyrtuna fara um leið. Jæja, nú gekk það betur. Hann
flaug inn um gluggann.
Gardínan losnaði raunar og sat eins og ljósrauður vefjar-
höttur á höfði hans. En hann tók ekki einu sinni eftir slík-
um smámunum. Það sem máli skipti, var, að hann var kom-
inn inn í húsið án þess að vekja Soffíu.
Hann settist á eitthvað, sem hlaut að vera stóii, og lit-
aðist um í hálfdimmu herberginu. Þarna var rúm með rum-
fötum. Það sá hann glöggt. Það sem meira var, það var
einhver í því — já ekki bar á öðru.
Hann stóð á fætur og minntist þess nú allt í einu, að hann
var í annarra manna íbúð rétt í bili. Sá, sem leigði þetta
herbergi gæti orðið reiður vegna þess að hann hefði troðið
sér inn um gluggann, þó hann væri eigandinn.
Hann reikaði nær rúminu og augun stóðu á stiklum í
höfðinu á honum við þá sjón, er þar gat að líta: Guðlega
fallegur kvenmannslíkami, íklæddur einhverju, sem helzt
virtist vera bláleitur þokuhjúpur. Hann sá meira að segja
móta fyrir dökkum bletti neðan við kringlóttan, fagurlaga
magann. Hvernig skyldi standa á því að hún vaknaði ekki,
þegar ég kom inn? Nú bilti hún sér og teygði úr sér og við
það lagðist sængin sem var fyrir ofan hana í rúminu yfir
það, sem hann langaði mest til að sjá. Hann laumaðist ót um
opnar dyrnar því að hann var hræddur um, að hún vaknaði.
Hann gekk á tánum upp stigann, sem lá upp á efri hæðina
og hugsun hans snerist um það eitt að fara nógu hægt. Hann
skildi ekkert í því, þegar hann kom að dyrum íbúðar sinnar,
að þær stóðu opnar og honum heyrðist hann greina manna-
mál inni.
— Hvert þó í veinandi. Tengdamamma komin núna á
þessum tíma sólarhringsins!
Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann hljóðaði þetta
upphátt. Hann hélt að hann hefði hugsað það. En allt í einu
var hún komin fram í dyrnar og stóð þar í allri sinni breidd.
Hann ætlaði að taka til fótanna. Hann sá ekkert annað
úrræði, en hún kom í veg fyrir það með því að grípa í hann,
föstu taki.
— Soffía, æpti hún inn í ganginn, um leið og hún lokaði
á eftir þeim hurðinni. — Hérna er þetta afstyrmi komið
heim og hann er berstrípaður með kvenmannsnáttkjól um
hausinn.
Hann vaknaði með það á tilfinningunni, að hann veeri
einn í íbúðinni og því var hann feginn. Honum leiddist
rifrildi og þessar konur voru alltaf að rifast. Þær höfðu
farið báðar um kvöldið eftir að hafa hellt sér yfir hann
báðar í einu og án þess að hlusta á máttlaus mótmæli hans.
Hann varð sárfeginn, þegar þær loksins fóru og hann gat
farið að sofa í friði og ró.
En það var nú liðin vika síðan og hann fann, þó hann
vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að það var ekki
allt fengið með því að losna við Soffíu. — Ekki allt. Til
dæmis var nú engin skyrta hrein í skápnum lengur, enda
þótt hann væri þegar búinn að kaupa sér þrjár nýjar. Það
var ekki hægt — jafnvel fyrir hann, — að kaupa sér ný
föt, þegar hin gömlu skitnuðu. Hann var nú aldrei heldur
neitt hrifinn af þessum veitingahúsum til lengdar. Hann fór
hálfklæddur fram í eldhúsið og leitaði að einhverju ætilegu.
Þar var ekkert, nema hálf sultukrukka, uppþornaðar sítrónur
og eitthvert gums í skál. Hann skellti ísskápnum illskulega
aftur. Til hvers voru þessir dýrindis ísskápar eiginlega?
Hann hafði alltaf haft gaman af að raka sig, því að hann
var laglegur og naut þess ð skoða sjálfan sig í speglinum.
Auk þess var hann fallega vaxinn, því að hann stundaði
alltaf skíðaferðir og yfirleitt flestar íþróttir, sem voru í tizku,
bæði þær gagnlegu og skemmtilegu.
Hann fann ekkert hreint handklæði.
Þegar hann hafði umsnúið öllu í skápum og skúffum án
árangurs, greip hann símann og hringdi.
Tengdamóðir hans svaraði og það ekki beínllnis blíð í
henni raustin. En hann var líka reiður og nú fannst honum
nóg komið.
— Ég þarf að tala við Soffíu, þrumaði hann, — hún hleyp-
ur frá heimilinu í reiðileysi og lætur sig engu skipta, hvað
um mann verður. Láttu hana strax koma í símann.
— Það er ekki hægt, kvað sú aldraða, — hún sefur.
— Ha, sefur og komið langt fram á dag. Ætli hún hafi
ekki gott af að fara að vakna.
Framh. á bls. 33.
FÁLKINN 11