Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 17
— Heyrðu, eigum við ekki að slá
okkur saman . gæzkan?
Sonja virti hann ekki viðlits.
— Hvers vegna eyðir þú tíma þínum
með þessari rjómabollu, honum Sam?
Hvað er það sem hann hefur, og ég hef
ekki miklu meira af? Python greip um
handlegg Sonju.
— Láttu mig í friði, hrópaði hún og
reyndi árangurslaust að slíta sig frá
Python. Hann fór með hana lengra inn
í myrkrið neðar á götunni.
Jói sat uppi í rúminu sínu og móðir
hans kom inn til að bjóða honum góða
nótt.
— Hefurðu tekið eftir, sagði hann
við hana, — að allir óska sér eins eða
annars, svo að við megum vera ánægð
með litla nashyrninginn.
— Við erum líka ánægð Jói, sagði
mamma hans ...
En hún var ekki glöð, þegar hún
hugsaði um, að pabbi Jóa var í Afríku.
— Allir fá það, sem þeir óska sér,
hélt Jói áfram.
— Kandinsky getur fengið gufupress-
una sína, Sam getur unnið keppnina,
Sonja getur fengið hringinn sinn og
ég — ég ... Jói þagnaði.
— Hvers óskar þú? spurði móðir
hans. Og bæði hugsuðu um föður Jóa.
— Ég óska þess, sem þú óskar, sagði
Jói.
Niður á klæðskeraverkstæðinu stóð
Sam fyrir framan spegil og athugaði
sjálfan sig gagnrýninn. Glíman átti alls
ekki við vöðvabyggingu hans. Skyndi-
lega heyrði hann fótatak úti á götu.
Hann ppnaði dyrnar og Sonja hljóp
framhjá honum inn í búðina. Á eftir
henni kom Python Macklin þjótandi.
Sam rétti fram fótinn og brá honum
fyrir risann, svo að hann skall flatur.
Augnablik lá hann og horfði á Sam.
— Nú, svo að þú vilt fá fyrir ferðina
núna, sagði hann í hótunartón og stóð
hægt á fætur. Jæja, rjómabolla, þú
skalt fá það.
Sam stóð úti á götu, reiðubúinn að
takast á við Python. Hann sá hatrið í
augum hins risavaxna manns.
En árásin kom ekki. — Nú verður þú
að bíða, minn kæri Sammy, sagði
Python og glotti. Hann benti yfir göt-
una, þar sem lögregluþjónn stóð undir
ljósastaur og virti þá þegjandi fyrir
sér.
— Heyrðu, lögregluþjónn. Þegar ég
hitti Sammy í hringnum, skal ég gera
úr honum kjötkássu.
Python kom sér burtu.
Sam æfði sig enn þá meira og daginn
fyrir keppnina var hann í góðri þjálf-
un — en myndi honum ekki takast það
vegna reynsluleysis?
— Þú skalt ekki vera taugaóstyrkur,
sagði Svarti-fsak við hann. En það var
Sam nú samt.
— Bara ekki taugaóstyrkur, segja
þeir nú allir, tautaði hann, þegar hann
var að sippa í húsagarði Kandinskys.
Jói var þar nálægt og gældi ástúðlega
við horn kiðlingsins. Hann hafði safnað
ýmiss kona dóti að sér, en það var allt
hluti í óskaleik hans.
— Nashyrningur, gerðu Sam að kon-
ungi allra glímukappa, sagði hann.
Sam heyrði það.
Jói tók til við næstu ósk. Nú nuddaði
hann gömlum látúnshring við horn kiðl-
ingsins og sagði: — Nashyrningur,
útvegaðu Sonju hring.
Jói hélt áfram:
— Og svo er það næsta ósk, nas-
hyrningur. Herra Kandinsky verður að
fá nýja sjálfvirka gufupressu. Það ger-
ir ekkert til þótt hún sé svolítið notuð.
Og svo — svo á ég bara eina ósk enn__
Jói beygði sig yfir kiðlinginn og hvísl-
aði:
— Kæri góði nashyrningur — sendu
pabba minn heim til mín.
Það stóðu langar biðraðir fyrir utan
húsið, þar sem hin mikla glímukeppni
milli Sam og Python átti að fara fram.
í búð Kandinsky biðu þau Sonja og
Bully Bason. Kandinsky skokkaði um
á nærbuxunum og gat ekki fundið fínu
buxurnar, sem hann ætlaði að klæðast
í tilefni kvöldsins. Jói lá á grúfu á gólf-
inu ... Þar var nashyrningurinn hans
líka. Litla dýrið var alltof veikbyggt
til að halda sér uppi. Það lá með lokuð
augu og dró varlega andann.
Jói hvíslaði að því: — Notaðu nú
kraftinn í horninu þínu til að þér geti
sjálfum liðið betur. Svo sneri hann sér
að Kandinsky og sagði dapur við hann:
— Það getur vel verið, að við ættum
að senda hann aftur til Afríku. Bara í
frí...
— Æ já, kannski hefði hann átt að
hafa leyfi til að vera í friði f Afríku,
sagði Kandinsky. í sama bilí fann hann
buxurnar sínar. Æ, þær eru krumpaðar.
Og nú hef ég ekki tíma til að pressa
þær.
— Það verður gaman, sagði Jói —
þegar við fáum þessa gufupressu.
— Jói gleymdu öllu þessu með gufu-
pressuna. Hver hefur ráð á slíku?
— Já, Sam, sagði Jói — Sam fær
mikið fé, þegar hann hefur sigrað í
keppninni.
— Já, það er satt, Jói, Kandinsky
kinkaði kolli meðan hann fór í bux-
urnar. — Það var góð hugmynd, sem
þú gafst mér, Jói.
— Láttu þá fara eina — bíddu held-
ur og komdu með okkur, sagði Kand-
insky litlu síðar við Sonju, þegar Bully
og Sam voru tilbúnir til brottfarar.
— Nú já, það er ef til vill líka betra,
sagði Sonja og kyssti Sam í kveðju-
skyni.
— Sam er indæll piltur, sagði Kan-
dinsky, þegar Sam og Bully voru farnir.
— Og ef hann vinnur keppnina ...
— Guð gefi það, sagði Sonja innilega.
— Ef hann kemur til mín og segir
við mig: Ég hef keypt gömlu gufu-
pressuna, eigum við ekki að hafa með
okkur félagsskap? Jú, ef hann segði
það, myndi ég segja:
„Það skulum við gera, Sam! Alveg í
hvelli!“
Skyndilega hrópaði Jói skelfdur:
— Hvers vegna — hvers vegna skelf-
ur hann?
Kiðlingurinn skalf ákaft og barðist
Framhald á bls. 28.
e W
* »
» 2
« g;
ift
R ^
95 M,
u 'i.
<
oi »'
tr 8,
c ?•
g ^
83 O
O
5’ ©
£
H 83
»-t» Sj* *
» Sí
* 3
—
X*
83
<
5 I
1
83 K
»U- 1
FÁLKINN