Fálkinn - 21.08.1963, Side 32
KVIKMYNDIll
Framh. af bls. 31.
ist „Best Foot Forward“ Henni
hafa borizt mörg tilboð frá plötu-
útgefendum og kvikmyndaleik-
stjórum.
★ Danny Milland er tuttugu og
þriggja ára og leikur í sjónvarps-
þáttum. Hann er sonur Ray Mil-
land („Glötuð helgi“.)
Hann er upp undir tveir metr-
ar á hæð.
★ Maurcen Reagan er tuttugu
og eins árs og er dóttir þeirra
Ronald Reagan og Jane Wyman
og mun bráðlega koma fram í
kvikmynd í fyrsta sinn.
★ Tracy og Ned Wynn eru syn-
ir gamanleikarans Keenan Wynn
og eru þeir þriðja kynslóð gaman-
leikara í þeirri fjölskyldu.
★ Geraldine Chaplin er átján
ára ballettdansmær. Hún hefur
dansað fyrir brezku drottninguna
og er eins og allir vita dóttir Char-
lie Chaplin og konu hans Oonu.
★ Leikarinn og leikstjórinn Paul
Henreid á dóttur, sem Monika
nefnist. Hún er tvítug og hefur
sungið á kaffihúsum og mun brátt
koma fram í myndinni, Dead Ri»g-
er, með þeim Betta Davis og Karl
Malden. Faðir hennar sagði einu
sinni: „Ég held, að hún hafi mjög
mikla hæfileika. Og ég segi þetta
ekki af því að ég er faðir hennar.“
★ Þá má nefna börn Henry
Fonda, þau Peter og Jane, sem
bæði þykja mjög efnilegir og vax-
andi leikarar.
★ Loks er að svo Sean Flynn,
sonur Errols sáluga. Hann er inn-
an við tvítugt en þegar byrjaður
nS leika í kvikmyndum.
Síðasli lilckknrinn
Framh. af bls. 3L
— En ef hann hefur verið hér um
borð, þá hlýtur frænka hans að hafa
séð hann — löngu áður en hún var
myrt.
— Ekki ef hann héldi sig alltaf í
túristafarrýminu. Hann vissi, að hún
ferðaðist á fyrsta farrými. Hann pant-
aði sjálfur farmiðann hennar.
— En þá hlýtur einhver að vera hér
um borð — ef til vill einhver af þjón-
unurri — sem myndi kannast við andlit
hans. Hefur þeim ekki verið sýnd mynd
af honum?
— Jú, og einum þeirra fannst hann
meira að segja kannast við andlit hans,
en hann var ekki viss. Það er heldur
ekki til neitt auðveldara en að breyta
andliti sínu — þykk gleraugu, skegg ...
— Tja ... Amanda var á báðum átt-
um. Mér finnst þetta nú allt dálítið
ótrúlegt.
— Auðurinn er það mikill, að það
hefur verið freistandi að tefla á tvær
hættur.
— En hugsið þér yður, að einhver
hefði fundið gúmmíbátinn, þ. e. s. ef
um einhvern bát hefur verið að ræða.
Þú varst sjálfur áhyggjufullur vegna
þíns.
— Ef hann hefði átt nokkuð á hættu
með það, hefði hann áreiðanlega ekki
framið morðið. Með tilliti til bátsins
var hann miklu heppnari en ég, hann
þurfti alls ekki að fela hann í björgunar-
bát.
— Hvað?
— Nei, það er margt ennþá, sem ég
á eftir að segja þér. Það lítur út fyrir,
að nokkru fyrir morðið hafi það verið
vani Everetts að vera að heiman á hálfs-
mánaðarfresti. Hann sagðist vera í
verzlunarferð. Ég uppgötvaði, að hann
hafði eytt þessum tíma í Southampton.
Ég fann gistihúsið, sem hann var vanur
að búa á þar, og fékk að vita, að nokkr-
um sinnum hefði ung kona verið í fylgd
með honum. Ég gat ekki fengið nánari
lýsingu á henni en að hún hefði verið
dökkhærð og mjög töfrandi. Ég upp-
götvaði líka, að ferðir hans hingað voru
alltaf á sama tíma og koma Carmaniu.
Það gat verið að það væri vegna þess
að stúlkan væri á skipinu. Svo komst
ég að því, að Everett hafði verið far-
þegi með Carmaniu fyrir hálfu ári. Nú
getur þú séð, hvernig þetta helst allt
í hendur, hann þekkir meira að segja
allar skipsreglurnar. Og ef hann hefði
einhvern meðsekan um borð í skipinu,
kannski eitthvert ævintýrakvendi, sem
væri til í að deila fengnum með honum,
var ekkert auðveldara fyrir hana en að
geyma bátinn.
— Þetta er spennandi, sagði Amanda.
— Haltu áfram.
— Þess vegna, hélt Munro áfram, fór
ég strax að gefa því gætur, hver af
starfsfólkinu hér um borð væri líkleg-
ust til að vera sú meðseka. Ég gekk
strax úr skugga um það, að hana væri
ekki að finna meðal skipsjómfrúnna. Ég
ímyndaði mér, að Everett hefði sagt
henni frá mér — hversu mjög ég hafði
yfirheyrt hann — og að hann hefði
gefið henni lýsingu á mér. Munro þreif-
aði á örinu á hönd sinni. Og það er auð-
velt að bera kennsl á mig. Ég áleit, að
ef stúlkan ynni ennþá á skipinu og sæi
mig, myndi hún áreiðanlega reyna að
komast í kynni við mig til að komast
að því hvað mér byggi í hug.
Hann þagnaði. Amanda svaraði engu.
— Og þú reyndir að kynnast mér.
Þú þekktir mig auðvitað strax og ég
kom inn í verzlunina. Þú hrasaðir vilj-
andi á þilfarinu — og lentir á mér, til
að hafa ástæðu til að tala við mig. Þú
reyndir að veiða mig, og ég fann upp
á þessu með hæfnisprófið. Þegar þú svo
h HAh JS PETERSEN H IF
Sími 2-03-13 Bankastræti 4.
32 fD&LKINN