Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI „Bátur, sem bara siglir með okkur burt... talandi kaffikanna ...“ tautaði Panda hryggur í bragði. „Við skulum taka boði... kaffikönnunnar,“ svaraði Jolly- pop „og fá okkur kaffibolla, herra Panda“ Hikandi settist Panda niður og starði vantrúaður á könnuna, sem Jollypop hellti úr heitum drykk sínum. „Einn eða tvo mola?“ pípti sykurkarið hressilega. Panda stökk á fætur. „Heyrðir þú það, Jollypop?“ stamaði hann. „Vissulega, herra,“ svaraði Jollypop kuldalega. „Einn eða tvo mola?“ „Kaffikönnur og sykurkör, sem tala,“ æpti Panda. „Hvernig getur þú setið þarna jafn róleg- ur eins og ekkert undarlegt væri að ske?“ „Mjög athyglisvert," Samþykkti Jollypop. „Maður getur ekki neitað því að þetta er gestrisni." Panda var mjög órólegur um borð í þessum dular- fulla bát, þar sem kaffikönnur og sykurkör gátu talað. „Ágætt kaffi, herra Panda,“ sagði Jollypop og hvatti húsbónda sinn til að fá sér einhverja hressingu. „Kaffikannan hafði alveg rétt fyrir sér.“ „Ég vil ekki kaffi,“ svaraði Panda og leit taugaóstyrkur í kringum sig í klefanum. „Ég þarfnast lofts.“ Þegar hann gekk út á þilfar, varð hann enn einu sinni undrandi. Fyrir framan stefni skipsins var nú ókunn og einkennileg eyja. „Jollypop," kallaði hann að lokum, þegar hann loksins fékk málið. „Jollypop. Komdu strax og sjáðu hvert báturinn hefur farið með okkur." „Komdu og horfðu á þessa undarlegu eyju, Jollypop,“ kallaði Panda. Við siglum beint á hana.“ „Mjög at- hyglisvert,“ svaraði hann, og lét brúnir síga. „Hvort viltu heldur drekki kaffið hér eða í klefanum, herra Panda?“ „Kaffi?“ hrópaði Panda önugur. „Hver hef- ur tíma til að drekka kaffi? Geturðu ekki séð að þessi bátur siglir beint á klettana? Hvað eigum við að gera?“ „Halda rósemi okkar,“ ráðlagði Jollypop. „Halda rósemi okkar ... halda rósemi okkar...“ orð hans bergmáluðu í klettunum ... 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.