Fálkinn - 21.08.1963, Síða 36
tlnuft glugiiatjöld
Framh. at bls 33
Hann hné magnlaus ofan í stólinn.
— Tenedamamma, vældi hann aum-
kunarlega, — heldurðu ekki, að þú
getir komið vitinu fyrir hana?
— Ja, vitinu. Sú gamla hvessti á
hann augun.
— Ertu viss um að það sé meira vit
að vera tengdamóðir þin og fyrir hana
Soffíu mína að vera gift svona drykkju-
manni, því að það er varla hægt að
kalla bað öðru nafni. Ertu búinn að
glevma útganginum á þér hérna um
kvöldið?
Honum fannst hann verða að engu og
hann gat ekki hugsað. Það var allt í
einum hrærigraut í höfði hans, en svo
rofaði litilsháttar til:
— Heyrðu, tengdamamma, hann rétti
sig upp úr stólnum, — þetta er sjálf-
sagt rétt hjá þér en af því að þú hefur
alltaf verið mér innan handar, þá ætla
ég að segja þér að ég var eiginlega
búinn að ákveða utanlandsferð í sumar
og við tækjum þig með.
Hann hefði getað bitið úr sér tung-
una, þegar hann var búinn að segja
þessi orð, — orð, sem alls ekki virtust
upprunnin í hans heila, því að þegar
allt kom til alls, var Soffía svona stórra
fórna virði?
’T'fnvdamóðir hans lygndi aftur aug-
unum, en ekki nogu fijott samt til að
hann sæi ekki sigurhrósið í þeim og
honum fannst að leikið hefði verið á
sig
— Hvert ætlar þú að fara sosum,
það er þá varla merkilegur staður, ef
ég þekki þig rétt. hreytti hún út úr sér.
Honum rann kalt vatn milli skinns
og hörunds um tilhugsunina, að þetta
hrifi kannski ekki einu sinni. Ef hún
gæti ekki komið Soffíu heim til hans,
þá gæti það enginn, ef hann þekkti
hana rétt, því að ef hún hefði mann á
önglinum, sem gæti keypt handa henni
pels þá . . .
— Við gætum nú komizt að sam-
komulagi, hvert við förum, býst ég við,
sagði hann, gjörsamlega yfirunninn.
Þær komu báðar um kvöldið. Og
Soffía, sem varla virti hann viðtals,
tilkynnti honum, að mamma sín, ætlaði
að dveljast hjá þeim um tíma.
Hann athugaði hana og dáðist að
hreyfingum hennar og þokkafullum
vexti og því, sem hafði heillað hann
fyrir nokkrum árum, en ekki veitt at-
hygli langa lengi. Það virtist allt vera
til staðar. Það var bara þetta með hárið.
Það var alveg slétt eins og venjulega
og eins og hann vildi helzt hafa það.
En það kom ekki heim við það, sem
þær höfðu talið honum trú um. Konur
fóru ekki á hárgreiðslustofur til að
koma alveg eins til baka. Það var ekki
óvanalegt, að þær kæmu aftur með
fígúrulega háruppsetningar. Til þess
fóru þær . . .
Hann hugsaði, virti fyrir sér konuna,
hugsaði. Hann hafði líka orðið að lofa
henni pelsinum. Hann brá sér inn á
skrifstofuna sina, sem var eini staður-
inn í húsinu, þar sem hann gat haft
frið og rykið fékk að vera á húsgögn-
unum í friði. Og hann hélt áfram að
hugsa.
Hann tók flösku út úr skápnum í
skrifborðinu og fékk sér lögg. Hann
hafði verið gabbaður. Það sá hann nú
og þeim mun skýrar, sem hann drakk
meira. Hann opnaði skáp í skrifborðinu
og rótaði í hinu og þessu dóti, sem hann
geymdi þar og var yfirleitt ekki geymt
í skrifborðsskápum. En hann kærði sig
ekkert um, að neinn skipti sér af þess-
um hlutum.
Hann dró út skíðafatnað af sjálfum
sér og hinar og þessar flíkur, sem höfðu
orðið eftir í fórum hans, einhverra hluta
vegna við hinar og þessar aðstæður.
Þarna kom blússa, fallegasta flík. Hann
mundi ekkert eftir hver hafði átt hana.
Loksins kom það, sem hann var að
leita að. Ljósrauða gardínan. Hann lagði
hana á skrifborðið og fékk sér meira
neðan í því. — Stúlkan var kannski
fátæk og það var eins og hver annar
þjófnaður því hún var tvímælalaust
hennar eign. Það var allsendis óvíst,
að hún hefði efni á því að kaupa
sér aðrar gardínur. Vel gæti það hugs-
Framhald á bls. 38.
Ferðamenn!
Flóru
gosdrykki og sælgæti
er sjálfsagt
að hafa með í ferðinni.
Efnagerðin Flóra.
Akureyri.
36 fÁLWNN