Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 4
Nú segja menn að ein „skær- asta stjarna“ kvikmyndanna vestan hafs hafi í hyggju að hætta kvikmyndaleik og setjast að á Thaiti og gerast rithöfun- ur. Þetta er Marlon Brando. Um þetta segir Brando sjálfur að hann hafi alla tíð gert það sem hann hafi langað til. Og úr því að hann langi nú til að gerast rithöfundur sjái hann ekki ástæðu til að láta það ekki eftir sér. En það er sagt að ástæður liggi að baki þessarar ákvörð- unar Brando. Ein er sú að hann sé mjög óvinsæll meðal sam- leikara sinna og enginn fáist orðið til þess að vinna með honum. Hann er sagður frek- ur og tillitslaus. Vegna þessa hafi hann sjálfur gerst leik- stjóri og framleiðandi en árang- urinn ekki orðið sá, sem hann bjóst við. Þá er einnig sagt að sex konur kenni honum nú börn og það sé kannski ekki hvað minnsta ástæðan fyrir þessari ákvörðun. Einn mesti „sjarmör" hvíta tjaldsins er tvímæla- laust hinn franski Maurice Chevalier enda dáður af miiljónum um allan heim. Þrátt fyrir háan aldur er engan bilbug á honum að finna og vonandi fáum við að njóta hans enn um stund. ' í haust sáum við hann í Háskólabíói í myndinni „Svörtu dansklæðin“ og síðan aftur í Stjörnubíó í myndinni „Pepe“ Bráðlega munum við svo sjá hann í Laugarásbíó í myndinni „Jassica“. Hér sjá- um við svipmynd af honum í nýjustu kvikmynd hans „A new kind of love“ og eins og svo oft áður hópast kvenfólkið umhverfis hann. Hjónaband kvikmyndaleikaranna Mel Ferrer og Audrey Hepburn hefur jafnan verið álitið mjög hamingjusamt. Nú segja hins vegar skæðar tungur í Hollywood að frúin sé orðin ástfangin í William Holden en þau leika saman í myndinni „Paris When it sizzles“. Hér sjáum við þau saman William og Audrey. Það fylgdi með fréttinni að meðan á þessu stæði væri Mel Ferrer að vinna við nýja mynd suður á Spáni. Það er svona að skilja sina heittelskuðu eftir umhirðulausa heima. 4 FALKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.