Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 7
að til greina en að leyfa bjór hér, allt annað er tóm vitleysa, sem ekki neinu tali tekur. Menn geta leitt rök að því að sumir gerast kannski bjór- drykkjumenn rétt eins og sum- ir eru fyllibyttur af því að brennivín er selt. Við eigum ekki að hugsa um undantekn- ingar í þessum efnum heldur hina sem. verða ekki bjór- drykkjumenn og fyllibyttur þótt bjór og vín sé selt. Það mun líka alkunna að vínmenn- ingin hér hefur stórlega skánað á undanförnum árum þrátt fyr- ir allt kjaftæðið um að svo sé ekki. Það eru til menn hér á landi sem eru svo afturhaldssamir að þeir vilja áfengisbann. Mér finnst nær að banna þessa menn heldur en að banna áfengið. Þegar rætt er við þessa bannmenn um bjór t. d. fara þeir að koma með allavega töl- ur um það hversu margir verði „alkar“ verði bjórinn leyfður. Nei, það eina sem á að gera, segja þessir menn, er að banna alla sölu á áfengum drykkjum. Og það er sama hvað sagt er við þá um áfengisbann, þeir taka ekkert til greina. Af hverju skyldum við vera að hlusta á þessar afturhaldsradd- ir áfengismála á íslandi. Þeir hlusta ekkert á okkur. Nei, það sem á að gera er að leyfa bjór, hvað sem hver segir. Ég var áðan að minnast á áfengisbann og þykir mér þá ekki úr vegi að nefna hér nokkrar staðreyndir um það mál svona til jafnvægis hinum, sem eru með tölurnar í sam- bandi við bjórinn. Þegar bann- ið var hér sællar minningar var bruggun, sprúttsala og fylli- rí úr hófi fram. Vegna þessara bannára er vínmenning okkar í dag ákaflega bágborin og þegar hún er loksins að skána hvers vegna þá að vera að taka skref aftur á bak? Svo þakka ég ykkur fyrir birtinguna á þessu bréfi, sem ég vona fastlega að birtist . Bjósi. Svar: Svo sem viO hpfum áöur tekið fram er Pösthólfiö opiO öllum þeir sem eitthvaö hafa til þessara máia aO leggja. Um lækkun aldurstakmarks. Virðulega Pósthólf. Nú liggur fyrir alþingi frum- verp sem miðar í þá átt að lækka aldurstakmark þeirra, sem afgreiða má áfengi. Að mínum dómi er þetta eitt gáfu- legasta frumvarp sem fram hefur komið um þessi efni ár- um saman. Ég vil leyfa mér að halda því fram að þetta frumvarp muni leiða til mikilla bóta. Samte eru einstakir menn sem ekki vilja viðurkenna þetta og halda því fram að þetta muni hafa öfug áhrif. Sannleikurinn er sá að þetta frumvarp mun hafa það í för með sér að miklu auðveldara verður að framfylgja settum lögum um þessi efni. Og því þá ekki að láta það ná fram að ganga? Mér er spurn. Við verðum að aðhafast eitthvað í þessum málum og eftir mínu viti er þetta þó spor í rétta átt. Með góðum kveðjum og framtíðaróskum. Þ. P. Svar: Ef einhver skyldi vera ósam- mála þá er PósthólfiO opiO fyrir bréf frá honum. Gamlar gamanmyndir. Kæri Fálki. Mér datt í hug að skrifa ykk- ur nokkrar línur og orða það hvort kvikmyndahúsin geti ekki sýnt meira af gömlum gamanmyndum. Nýja Bíó sýndi fyrir nokkrum árum þrjár syrp- ur af gömlum myndum, sem allar voru vel sóttar. Tónabíó, (áður Tripólibíó) hefur líka sýnt nokkrar myndir. Nýlega var Stjörnubíó með syrpu af Harold Loyd og var hún sýnd í mörg kvöld. Þetta þykir mér benda til þess að kvikmynda- húsagestir vilji þessa tegund kvikmynda og því þá ekki að sýna þær? Það er og alkunna að gamanmyndir í gamla daga voru miklu betri en þær sem nú er verið að gera. Með beztu kveðjum. Bíómaður. Svar: Kvikmyndaliúsin sýna þessar myndir eftir því sem tök eru á. Austurbæjarbíó mun sennilega d þessu ári sýna eina beztu myndir Buster Keatons hershöföingja. Hins vegar mun ýmsum erfiöleik- um bundiö aö fá þessar myndir. Búið í blokk. Kæri Fálki. Mig langar til að skrifa ykk- ur nokkrar línur og þakka fyrir framhaldssöguna Búið í blokk. Það er margt skemmtilegt tekið fyrir í þeirri sögu, sem ekki var vanþörf á. Meira af svona, Lesandi. Vestur gefur. Enginn á hættu. AG-10-9-3-2 ¥ G-7-5 ♦ K-8 * K-6-4 A K-5 ¥ Á-K-l 0-6-2 ♦ G-7-4 * D-9-3 A 6 ¥ D-9-8-4 ♦ Á-10-6-5-2 4 10-8-2 A Á-D-8-7-4 ¥ 3 ♦ D-9-3 * Á-G-7-5 Sagnir: Vestur Norður Austur Suður 1 ¥ pass 2 ¥ 2 A pass 3 A pass 4 A Vestur spilaði út hjartakóng. Svíning getur haft mikla þýðingu og margar sagnir hafa unnizt á þann hátt, en hins vegar er rétt að fara að öllu með gát, og svíningin, sem getur sett sögnina í hættu á lítinn rétt á sér. Ef hægt er að fá nauðsynlegan slagafjölda á annan veg er það oft- ast happasælast. Lítum á dæmið hér að ofan. Suður spilar fjóra spaða og vestur byrjar á því að taka slag á hjartakóng og spilaði síðan ásnum. Sagnhafi trompaði ásinn og sá, að möguleiki var á, að hann gæti tapað einum slag í hverjum lit. Hann veit ekki hvort mótherjinn á spaðakóng og laufadrottningu. Eigi austur þessi lykilspil vinnst spilið einfaldlega með svíningum og reyndar yfirslagur þá. En það er engin ástæða til að svína strax og suður spilar litlum tígli — eftir að hafa trompað hjartaás — og austur vinnur kóng blinds með ásnum. Þar með hefur suður komizt að þýðingarmiklu atriði. Eftir sögnum að dæma benda nú allar líkur til að vestur eigi lykilspilin tvö — hann var opnari spilsins — og spilið tapist því á að svína. Austur spilar hjartadrottningu eftir að hafa tekið á tígul- ás. Sagnhafi trompar og notfærir sér upplýsingarnar. Hann tekur spaðaás, tíguldrottningu og trompar tígul í blindum. Þar með hefur hann ekki fleiri hjörtu eða tígla, heldur ekki í blindum, og nú er kominn tími til að spila trompi. Eins og sagnhafi bjóst við vinnur vestur á kónginn. en nú getur hann engu spilað, sem getur skaðað sagnhafa. Hjarta trompar sagnhafi heima og kastar laufi úr blindum og lauf gefur sögnina einnig. FÁLKINN J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.