Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 18

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 18
HORFST í AUGU ¥IÐ DAUÐAIM i FJÖGUR ÁR cldurnar. í Júgóslavíu eru ekki náttúruleg auðæfi að því marki að erlend nýlendu- veldi hefðu ástæðu til að ssilast þar til valda, hins vegar er lega landsins þann- ig að þar verða krossgötur á þjóðleiðum stórveldanna, Tyrkir, ítalir og Austurríkis- menn hafa löngum merg- sogið þetta fagra fjallaland og þjakað íbúana. Hver kyn- slóð í landinu tók þátt i þrem styrjöldum að minnsta kosti og tímatalið var ekki miðað við annað. Fimm alda yfirráð Tyrkja settu svip sinn á landið og þjóðlífið og menninguna, húsagerðarlist og listvefnaður náði háu stigi og mótaðist á sérstæðan hátt. Þrátt fyrir undirokun og harðstjórn logaði sífellt frelsisþráin í brjósti allrar alþýðu, um það vitna sögur og ummæli um hetjudáðir forfeðranna, þessar sögur gengu mann frá manni og voru ekki festar á blað því ahur þorri manna var ólæs. Enn þann dag í dag lifa á vörum fólksins hetjusöngvar frá þessum tíma. Það var þegar seinni heimsstyrjöldin skall á að örlögin knúðu dyra fyrir al- vöru í Júgóslavíu. ítalskar innrásarsveitir réðust inn í landið og þýzkir nazistar lögðu það undir sig. Hér.var v:ð ofurefli að etja, þýzki herinn var búinn öllum ný- t'zku morðvopnum, grár f.’rir járnum og ofstopafull- ur. Auk þess var Júgóslavía snndruð innbyrðis og óvin- i: nir notfærðu sér aðstöðuna neð því að deila og drottna e'ns og Rómverjar forðum. I n þessi sameiginlega hætta s?m vofði yfir landinu öilu varð þó að lokum til þess að þrýsta íbúunum betur saman, þótt þeir mæltu á mismunandi tungu og að- hylltust óskyld trúarbrögð. Síðan voru skæruliðasveit- irnar settar á stofn og skipu- lagðar. Vopnin var ekki hægt að fá nema með því að ræna þeim frá óvininum. Þjóðverjar komu fram af grimmd og illmensku, þeir létu sér ekki nægja að fella víga karla, heldur murkuðu þeir líftóruna úr örvasa gamalmennum til að svala ónáttúru sinni og iðulega kom það fyrir að þeir brenndu bæi og þorp til grunna og drápu hvert barn. Óbreyttir borgarar voru fluttir í löngum lestum í fárigelsi ög útrýmingarbúð- ir fyrir engar sakir. En allt varð þetta aðeins til þess að sameina Júgó- siava um einn og sama mál- stað. Þess var gætt að í skæruliðasveitunum berðust hlið við hlið Svartfjalla- bændur og verzlunarmenn frá Serbíu, kaþólskir gerðu að sárum rétttrúaðra og múhameðstrúarmenn stóðu vörð með kristnum. Skæruhernaðurinn var langt frá því að vera sæld- arlíf í blómskrýddum fjallahlíðum. Lækna höfðum við enga og hjúkrunargögn af skornum skammti, oft urðum við að horfa upp á félaga okkar deyja án þess nokkuð væri hægt að lina þjáningar þeirra, segir frú Tomasevic. Það var sárt fyrir foreldra að þurfa að skilja börn sín eftir særð og hjálparvana í klónum á óvinunum. En við vorum þó langt frá því að vera bölsýn eða þunglynd, við vorum ung og trúðum því statt og stöðugt að frelsið mundi sigra. Tuttugu árum síðar, þegar ég lít til baka, er oft erfitt að ímynda sér hvernig við komumst af. Oft vorum við á ferð um grýttar slóðir og áttum sífellt von á árás, að- þrengd af sulti og þreytu, svefnlaus sólarhringum saman og vorum að kikna undir byrðum okkar. Ég minnist þess eitt sinn er ég var í skógi einum að nokkrir skæruliðarnir stilltu sér prúðmannlega upp í biðröð og héldu á matardollunum sínum hljóðir og hófværir. Sult- urinn og þreytan hafði að lokum orðið þeim ofviða og þeir voru orðnir of- skynjunum og hugarór- um að bráð, þeir stóðu á því fastar en fótunum að þeir væru staddir þarna fyrir framan heljarmikið eldhús og biðu þarna eftir rjúkandi réttum í skál- ina sína. Það var kynleg sjón að sjá þá standa þarna í röð og bíða . . . Ég varð vitni að því oftar en einu sinni að þeir sem verst voru haldn- ir, réðust með hnif og gaffli á trjástofn í þeirri trú að þarna væri góm- sæt steik, þeir hámuðu í sig laufblöðin og sumir sem voru þungt haldnir af taugaveiki, sem orsak- aðist af sárum, þeir féllu á fjórar fætur og bitu gras eins og sauðfé. Oft vorum við á ferð í hörkugaddi og hríðar- byljum hátt upp í fjöllum og gátum hvergi vænst

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.