Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Side 27

Fálkinn - 16.03.1964, Side 27
HVI ER HLJÓBNUÐ Negrasöngvarinn Paul Robeson er í dag sjúkur vonsvikinn og bláfátækur maður. Sjálfur segir hann að mestu vonbrigði sín hafi verið, þegar kynbræður hans brugðust honum w i Kobeson í ræðustólmun. Oft gerði hann hlé á söngnum á miðjum tónleikum til að halda ræðu, þar sem hann talaði máli negranna. Þetta er það, sem Paul Robe- son barðist ótrauður gegn. Hvítir áheyrendur bauiuðu á hann og létu oft í ljós óspart álit sitt á honum og kynbræðr- inn hans. ast fyrir réttindum negranna sem nokkurs konar fyrir- rennari hinnar voldugu Washingtongöngu á síðastliðnu ári. Paul Robeson var fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem var bannað að yfirgefa landið. Hann var fangi í sínu eigin landi. Bandaríska utanríkisráðuneytið fullyrti, að hann hefði verið heilaþveginn í heimsókn í Rússlandi og hann hefði komið þaðan með þann ásetning að heilaþvo allan heiminn. Það sagði bandaríska utanríkisráðuneytið .... En Robeson segir: — Á þessum árum var ég í raun og sannleika fangi lands míns, en ég hafði engan glæp drýgt. Ég var aldrei leiddur fyrir dómará. Menn sögðu: Þessi Robeson er afbragðs listamaður, en við skulum lækka í honum rostann, þó svo við verðum að svelta hann í hel. Það hafði nærri tekizt, þegar hann komst í söngferðalagið til Englands árið 1949 .... En frá árinu 1951 hefur stöðugt hallað undan fæti fyrir Paul Robeson. Hann varð að selja yndislegt hús, sem hann átti í Conneeticut og flytja í skúrræksni með Eslanda, konu sinni. Þegar honum voru veitt Stalín-friðarverðlaun- in, sem námu 25 þúsund dollurum, voru þau gerð upptæk af yfirvöldunum. Þau fullyrtu, að hér væri ekki um nein friðarverðlaun að ræða, heldur borgun fyrir þjóðhættuleg störf. Segja má, að erfiðleikar Paul Robeson hafi fyrir alvöru hafizt árið 1947, þegar hann á miklum hljómleikum í St. Louis tók skyndilega að tala fyrir málstað blökkumann- anna. Hann endurtók þetta síðan við marga hljómleika og framdi með þessu, eins og blöðin ’kölluðu það „listrænt ejálfsmorð“. Þegar árið 1959 sagði Robe- son fyrir þá fjöldahreyfingu, sem bandarískir blökkumenn hafa nú myndað til að berjast fyrir bættum kjörum. Hann sagði: — Það, sem við banda- rískir negrar þörfnumst, er að tala einni röddu, sem lætur ekki aðra yfirgnæfa sig. Við skulum fara í fjöldagöngu til Washington og krefjast þess fyiir dyrum þinghússins að vera álitnir frjálsir borgarar. 1 þetta skipti sviku negra- leiðtogarnir hann og veittu honum alls engan stuðning. Robeson segir: — Ég er sann- færður um það, að yfirvöldin hefðu ekki vogað sér að halda mér föngnum í mínu eigin Framhald á bls. 31.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.