Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 30
LITLA SAGAIM tFTIR WILLY BKEIIMHOLST Coiette var íklædd indælustu vordrakt sinni og sat við eitt af hinum óþægilegu kringlóttu smáborðum á Café de la Paix og dreypti á lystaraukanum, og horfði fjarnæmu augnaráði á hinn sífellda straum fólks, sem streymdi eftir Boulevard de Capucines eða flýtti sér yfir torgið fyrir framan Óperuna. Colette bar það ekki með sér en hún hafði verið gift fjórum sinnum og var rétt í þessu að skilja við fjórða manninn, en hann hafði beitt hana andlegu ofbeldi Við næsta borð við Colette situr herramaður með nýtízku- legt stórt og dökkt alskegg. Há- vaxinn spengilegur náungi með breiðar axlir í vel sniðnum tízkufötum. Frú Colette gat sér þess til að hann væri á miðjum fertugsaldri. Hún hefur aldrei verið gift manni á þessum aldri með stórt og fallegt alskegg og þegar hún eins og af tilviljun kemur auga á hann og hann horfist andartak í augu við hana, þá brosir hún til hans tælandi brosi. Og þetta hefur sannarlega áhrif. Þessi tigin- mannlegi herramaður rís á fætur og nálgast borðið hennar. — Excusez-moi, madame, brosir hann og bendir á auðan stólinn á móti Colette, er þessi stóll upptekinn? Colette hristir höfuðið neit- andi og svartskeggur fékk sér sæti. — Héðan er útsýnið betra! segir hann og horfir djúpt inn í undurfögru augu Colettes. Hún skiptir litum. — Má ég bjóða upp á drykk? heldur þessi töfrandi skeggjaði herramaður áfram. — Avec plaisir! brosir Col- ette. Hálftíma síðar hefur þessi skeggjaði herramaður stigið skrefið. Hann þrífur hvíta, granna hönd Colettes og lyftir henni að vörum sínum og þrýstir á hana léttum töfrandi kossi. — Viljið þér giftast mér? segir hann. — Oui, merci! brosir Colette, og þá er það í lagi. Svona geng- ur þetta fljótt fyrir sig í borg borganna, þegar einmana sál hittir aðra sál þessar sálir eru af gagnstæðu kyni og vor er í lofti. Skeggjaði herramaðurinn kvænist madame Colette sem hér eftir verður vikið að sem madame Villehardouin. Það er nefnilega nafn þessa nýja manns hennar. Að vísu bar hann miklu algengara nafn áður fyrr, þá hét hann Dupont sem er um það bil sama og Jensen í Danmörku en nafnið fannst honum of hversdags- legt og kom sér jafnframt upp áhrifamiklu alskeggi með hinu hljómmikla nafni Villehardo- uin sem leiddi hugann að aðals- ættum og háum stigum. Madame de Villehardouin er hamingjusöm í fimmta hjóna- bandi sínu, svo hamingjusöm hefur hún aldrei fyrr verið. Brúðkaupsferðina fara þau til Rómaborgar þar sem þetta unga ástfangna par lítur aðein? á Colosseum og hefur það yfir- leitt eins gott og hægt er á brúðkaupsferð. Heilt ár líður áður en madame de Ville- hardouin uppgötvar fyrsta gallann í fari eiginmannsins. Nefnilega þetta stóra dökka alskegg. Það kitlar. Hún biður hann að raka það en honum finnst það fara svo vel að hann harðneitar þeirri málaleitan. Hvað gerir nú madame de Villehardouin? Sækir hún um skilnað? Fær hún sér nauð- rakaðan elskhuga? Nei, fjarri fer því, hún elskar stöðugt sinn hávaxna, myndarlega mann og hún lætur sig ekki dreyma um örþrifaráð á borð við skilnað. Nei, hún lætur ein- faldlega nokkra svefnskammta í kvöldkaffið hans og stuttu seinna, þegar hann er sofnað- ur vært, þá tekur hún sér skæri í hönd og klippir miskunnart laust alskeggið svo ekki eru eftir nema rytjur einar. Að því búnu stígur hún eitt skref aftur á bak og virðir fyrir sér árangurinn. i Skelfingu lostin lyftir hún höndunum að andlitinu, glenn- ir upp augun og hrópar i angist. í sfólnum situr þriðji eigin- maður hennar, sá ljóti Dupont. Willy Breinholst. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.