Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 32
HflTHANDAH LESTUR Rithönd yðar bendir til að þér séuð ákveðin kona og viljasterk. Þér virðist nokkuð tilfinninganæm en látið sjaldan á því bera. Þér virðist mjög hrifin af tónlist og virðist ákaflega létt i lund. Ég vildi segja að fortíð yðar hefði ekki verið sem dans á rósum en viljastyrkleiki. yðar virðist hafa hjálpað yður mjög mikið. Ég myndi ekki segja að þér væruð skapstór manneskja en þér látið sjaldan ganga á yðar hlut. Ég mundi segja að hendur yðar væru sjaldan verklausar. Yður virðist þykja gaman að alþjóðamálum og ég held að þér fylgist nokkuð vel með þeim efnum. Um þessar mundir virðist mér þér vera að reyna að fá einhvern. vissan hlut í gegn sem hefur nokkra þýðingu fyrir yður, ég held nú samt að það takist ekki að öllu leyti en samt stefnir það í rétta átt. 2- Mér virðist koma til mála að þér ferðist til fjarlægs staðar að sumri kcmandi, og ég gæti trúað að það yrði yður til mik- illar ánægju, andlega hugarjafnvægis og léttis. Mér virðist þér eiga til með að fá verk yfir höfuðið, óþægindi í bakið og brjóst- sið og einstaka sinnum til þreytu í fótunum. En ég vona að það lagist'með tímanum. Kær kveðja. — Ó.S. — Er yður sama fröken þótt ég setjist hér? Það er óþarfi að sóða út mörg borð. HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkið (21. marz—20. avrílJ. Þessi vika verður mjög skemmtileg. Á mánudag eru líkur fyrir því að þér farið í smáferðalag, og á fimmtudag munuð þér að öllum líkindum lenda í mjög skemmtilegu samkvæmi. NautsmerlciO (21. ayríl—21. maí). Fyrir þá, sem fæddir eru í apríl verður þetta róleg vika og lítið um að vera. En fyrir þá, sem fæddir eru í maí og þó einkum fyrstu dagana verður þetta skemmtileg vika og mikið um að vera. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní). Yður hættir stundum til þunglyndis og það ættuð þér að forðast eftir megni því það er yður á margan hátt erfitt og hefur ýmsa erfiðleika í för með sér. Farið gætilega á þriðjudag. Krabbamerkiö (22. iúní—22. níli). Það er hætt við að þessi vika verði yður til mikilla vonbrigða, og við þvl er ekkert að gera nema taka því með þeirri ró sem yður er eiginleg. Þér fáið óvænta heimsókn á fimmtudag. Ljónsmerkið (23. iúlí—23. áaúst). Þessi vika verður sérlega róleg og þó einkum ef þér eruð fæddir i ágúst. Þeir sem fæddir eru í júlí geta átt von á því að föstudagurinn verði skemmtilegur með nokkuð sérstökum hætti. Jómirúarmerkiö (21. áaúst—23. seyt.). Þessari viku ættuð þér að eyða sem mest heima- við í friði og ró einkum þegar líða tekur á vikuna. Það er hætt við ýmsum erfiðleikum til að byrja með í upphafi vikunnar en þeir verða ekki stór- vægilegir. Voqarskálarmerkið (21. sept—23. okt.). Þér eruð of hæglátur um þessar mundir og þér ættuð að reyna að rífa yður upp úr þessu ástandi. Verið glaður og látið ekki smá erfiðleika á yður fá. Sporðdrekamerkiö (21. okt.—22. nóvJ. Það næst aldrei árangur án þess að leggja eitt- hvað á sig og það ættuð þér að hafa hugfast um þessar mundir. Seinni hluti vikunnar verður yður með ymsu móti skemmtilegur. o o © Bonamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.l. Það er hætt við að þessi vika muni verða með nokkuð róiegum hætti Þó getur verið að fyrri hlutinn verði nokkuð öðruvísi en þér bjuggust við. Steinqeitarmerkiö (22. des.—20. ianúar). Nú eru hagstæðir timar framundan og það ættuð þér að not.færa yður til hins ítrasta einkum það er tekur tii fjármálanna. Minnist þess að fara ekki ógætilega um helgina. Vatnsberamerkiö (21. ianúar—18. febrúar). Þér skuluð ekki fara í neinar vafasamar fram- kvæmdir um þessar mundir því ekki er gott að sjá hvar það lendir. Yfirvegið því málin vel og farið gætilega að öllu einkum þó því er tekur til fiármálanna. Fiskamerlcið (19. febrúar—20. marz). Þessi vika verður sérstaklega rómantísk og á það bæði við gifta og ógifta. Hinum síðarnefndu er þó ráðlagt að fara gætilega og géra ekki neina vitleysu, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. o o © 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.