Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Síða 9

Fálkinn - 16.03.1964, Síða 9
ruslafötuna öskraði Jón langa lengi yfir eyðsluseminni. Auðvitað komu stundum gestir til hans Jóns G. Jóns- sonar. Konan hans var t. d. í sauma- klúbb. Og gestirnir reyktu. Hafið þið aldrei veitt þvi eftir- tekt hvernig sumt kvenfólk hann sá yndislega feita stubba og teygði sig ósjálfrátt eftir þeim. Þegar fólkið leit hann undr- unaraugum roðnaði hann og fór hjá sér. Þá var betra að sitja heima. Annars tæmdi hann alla öskubakka hvar sem hann aðeins gestir. Og þá fínir gest- ir. Ekki bara svona fólk eins og ég og þú. Okkur væri boð- ið í eldhúsið. Það er heldur ekki í kot vísað að fara í eldhúsið til svona þrifinna kvenna. Þar eru meira að segja dúllur á eldavélarhellunum, pottaleppar Hún er hávaxin þessi kona og með eindæmum grönn enda alltaf með svuntu. Hárið á henni er löngu orð- ið litlaust eftir mikinn þvott. Ég hugsa helzt að hún þvoi sér upp úr grænsápu enda er grænsápa sótthreinsandi með afbrigðum. liCíijS £ 4. Iiluti frainUaldssögunnar eftir INGIBJÖIIGI] JÓIVSDÓTTIIE slekkur í hálfreyktum sígarett- um! Hneykslanlegt. Jóni G. Jónssyni sveið öll þessi eyðslusemi og fyrst hann gat notað stubba konunnar sinnar, því skyldi hann þá ekki nota þeirra stubba? Þetta voru svo sem hressi- legustu konur og allar bakterí- ur hlutu að farast í hitanum í pípunni. Kerlingarnar voru ekki fyrr horfnar fram á gang en Jón G. Jónsson (hann fór svolítið hjá sér fyrst) hljóp að ösku- bökkunum, reif sundur bréfin og setti tóbakið í tóbakspung- inn sinn. Eiginlega græddi hann á þessu, því konan hans bakaði allar kökurnar sjálf. Jóni G. Jónssyni hló hugur í brjósti. Að hugsa sér að fá allt þetta reyktóbak fyrir ekk- ert! Það er annars furðulegt hvernig afsökun á lífhræðslu getur yfirgnæft lífhræðsluna, já og allt annað. Þessi sparsemi hans Jóns míns varð að áráttu hjá honum. Þar kom að hann var farinn að líta hornauga til allra stubb- anna í öskubökkunum, sem voru á veitingahúsunum, sem hann skrapp stundum á. Hann leið helvítiskvalir við að horfa á þá. Stundum varð hann að stinga höndunum í vasann og kreppa hnefana til að grípa ekki bakk- ana og tæma þá umsvifalaust. Hugsa sér að henda öllu þessu indæla tóbaki! Jón G. Jónsson varð að hætta að fara á veitingahús. Það kom margsinnis fyrir að kom. Hann laumaðist til þess með sektarsvip eins og væri hann að fremja mikinn glæp. Ræna milljón eða svo. Það var undarlegt, hve margir reyktu úti á götu. í góðu veðri lágu stubbar um allar göturnar. Jón G. Jónsson gekk álútur eftir strætunum, hann leit ekki á nokkurn mann, hann starði á gangstéttina sem haukur. Af og til nam hann staðar leit flóttalega umhverfis sig, fyrst í þessa átt, svo hina og beygði sig svo. Það gat alveg eins verið að fólk áliti að hann hefði fundið fimmkall. Og á endanum stirðnaði Jón G. Jónsson svo í hálsliðnum að hann megnaði ekki lengur að líta upp. Þess vegna starir maðurinn á móti mér alltaf á tærnar á sér. 5. kafli. Þrifna konan. I öllum húsum á stærð við blokkina mína er að minnsta kosti ein þrifin kona. Ég & vitanlega við eina afburðar- þrifna konu. Það hefur langt frá því góð áhrif að heimsækja svoleiðis konur. Eldhúsgólfin þeirra eru aldrei blettótt eftir mjólkur- slettur eða niðurtroðna kex- mola. Gluggatjöldin eru gjarnan bródéruð og stífstraujuð. Hver einasti hlutur í stofunni er stíf- bónaður og allt er fullt af litl- um hekluðum dúllum og postu- línsmunum. Inn í stofuna þeirra koma hangandi á veggjunum og viskustykkin til punts hingað og þangað. Kaffið hjá þeim vill hins- vegar oft vérða svona og svona enda er kaffikannan skúruð upp úr skúripúlveri oftar en einu sinni á dag. Á næstu hæð fyrir neðan mig býr þrifin kona. Allan daginn er blessuð konan á lofti með tusku eða af- þurrkunarklút. Hún hreinsar og þrifur svo vel að maðurinn hennar verður að reykja píp- una sína frammi í gangi. Maðurinn hennar er myndar- legi maðurinn, sem vildi banna gesti eftir klukkan tíu á kvöld- in. Framhald á bls. 28 — Hann leið helvítiskvalir við að horfa á stubbana. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.