Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 34

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 34
.....u&nt ■ %ÍÆí j|is - m _ - ""V • *... r ,. iv' i •• p. i •;, ■ Vv V;i>- vvv4i „ ■ ■.■■'• •■•■•■ •’: ’v- " v.-; ; • •••■'■ W ■■■■■■?? r Fallegur dúkur með fíngerðu mynztri Dúkurinn er saumaður úr ólituðum hör. Fjórar langar, perlu- raðir liggja eftir miðju dúksins og á endum þeirra arabískt mynstur. Dúkurinn er faldaður með einföldum húllsaum og laus með honum er perluröð, sem myndar eins og ramma. Fyrirmyndin er saumuð úr 150X103 cm ólituðu hörefni, með um 10 þræði á hvern cm, en stærð dúksins er auðvelt að breyta eftir borðinu Gerið bara ráð fyrir 10—20 cm út fyrir borðplötuna. Saumað er með einlitu auróragarni, krosssaum- urinn er saumaður með 2 þráðum yfir 2 þræði í efninu. Litur- inn á ísaumsgarninu fer eftir litnum á borðbúnaði. Merkið fyrst fyrir miðju dúksins beggja vegna með þræði- garni. Teljið 44 þræði til hliðar frá þeim stað, sem þræðing- arnar skera hvor aðra þá er komið að þeim stað, sem örin á skýringamyndinni bendir á. Saumið þaðan perluröðina út til endanna, en röðin á að enda um 45 cm frá brún. Við endann er svo stóra mynstrið saumað, saumið hin stóru mynstrin með 8 þráða millibili við neðri hluta mynstursins. Saumið öll stóru mynstrin beggja vegna, tengið þau síðan saman með perlu- röðum. Saumið síðan perluröð 4x/2 cm frá brún. Byrjið á hornunum og saumið inn að miðju og þar er mynstrið lag- fært eftir þörfum, ef til vill færri spor eða fleiri milli perl- anna eða 2 perlur hlið við hlið, ef mynstrið passar ekki. Svo er dúkurinn faldaður með 2 cm faldi, sem á að vera í um 6 þráða fjarlægð frá mynsturrönd. Hornin snyrt vel til, og einfaldur húllsaumur yfir 2 þræði með hörþræði. En nú er bara eftir að pressa dúkinn á röngunni. \ ’ / Svona er hægt að ná burt blcttum. Blóð: Nýir blóðblettir hverfa séu þeir þvegnir með köldu vatni. Aldrei má reyna með volgu vatni, þá hleypur eggjahvíta blóðsins. Ef bletturinn hefur þornað, en er þó nýr, er hann lagður í bleyti í kalt vatn og því næst þveginn með sápu. Hafi blóðblettur festst t. d. vegna suðu er hann bleyttur með saltvatni og síðan er hann núinn með „pepsin“ dufti (apótek). Eftir 5 mínútur á að vera hægt að þvo blettinn auðveldlega úr. Bleki úr kúlupenna er hægt að ná burt með metylalkohol eða eða brennsluspritti, en það er þolinmæðinnar verk. Aðferð þessa er ekki hægt að nota í skinn, plastic, nylon og skyld efni. Kakóblettur: Það sem festir blettinn hvort heldur er í kakó eða súkkulaði er ostefni mjólkurinnar. Þegar það þornar myndast eins konar himna yfir litarefnið, svo bletturinn hverfur ekki í þvotti. Það verður því fyrst að leysa upp ostefnið, Framh. á bls. 36. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.