Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 31

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 31
Paul Robeson Framh. af bls. 27. landi, ef negraleiðtogarnir hefðu stutt mig. Jafnvel ef jþeir hefðu bara verið hlutlaus- ir hefðu yfirvöldin aldrei kom- ið mér á kaldan klaka. En negramir — mínir menn — stóðu með hvítu mönnunum, þegar ég barðist harðast fyrir rétti þeirra. Robeson varð ósáttur við negraleiðtogana árið 1949, þegar hann dáðist opinberlega að Sovétríkjunum. Hann var á- sakaður um að vera undir rússneskum áhrifum í baráttu sinni fyrir bættum kjörum negranna, en það eru hrein ó- sannindi. — Löngu, löngu áður en þetta gerðist varð ég þess áskynja að ég var álitinn ann- ars flokks Ameríkani. 1 Prince- ton, New Jersey, var mér ýtt út af gangstéttunum, þegar ég gekk eftir götunum. Það var verra þar en í Alabama í dag. Þegar háskóli minn keppti í fótbolta við lið frá Suðurríkj- unum varð að taka mig úr lið- inu. Suðurríkjastúdentar vildu ekki spila við negra. — Er ég hafði lokið lög- fræðiprófi mínu með fyrstu einkunn, komst ég að raun um, að ég gat ekki fengið vinnu. Menn óskuðu ekki eftir negra í lögfræðingastéttina, þar skipti engu máli hverjir hæfileikar mínir og menntun voru. — Mér var boðið að halda iBÖngskemmtun fyrir virðulegt Kæri Astró. Mig langar til að biðja þig að segja mér eitthvað um fram- tíðina. Ég vinn á skrifstofu, en hef áhuga fyrir að ferðast um heiminn og jafnvel að dveljast í nokkur ár erlendis. Gjörið svo vel að sleppa fæðingardegi, ári, mánuði, stund og stað. Með fyrirfram þökk. Aska. Svar til Ösku: Júpíter verður í sjöunda húsi hjónabandsins og náins félagsskapar til júlí í sumar. Þangað til er mjög hagstætt að stofna til náins kunnings- skápar við hitt kynið. Þeir sem bezt ættu við þig yfirleitt eru þeir sem fæddir væru á tímabilinu frá 22. maí til 21. júní og frá 21. janúar til 19. febrúar eða undir merki Tví- buranna og Vatnsberans. Yfir- leitt verður þér vel ágengt í málefnum, sem snerta sam- band þitt við aðra. félag hvítra manna í Illinois. En ég gat hvergi gist. Hótelin voru aðeins fyrir hvíta menn. — Þegar ég þurfti að nota lyftu varð ég að nota varalyft- una bakdyramegin. Er nokkur furða, þótt maður verði beizk- ur yfir svona auðmýkingum? Poul Robeson yfirgaf Ame- ríku fyrst árið 1931 og ákvað að setjast að í Englandi. Hann gerði það í mótmæla- skyni við kynþáttaofsóknirnar — og það gerðist þremur árum áður en hann fór fyrst til Sov- étrí'kjanna. Árið 1934 fór hann til Sovétríkjanna og er hann kom þaðan lýsti hann yfir, að þar hefði í fyrsta skipti í li.fi hans verið komið fram við sig eins og frjálsan mann. Hann varð svo hrifinn af Rússlandi að- hann sendi son sinn, Paul yngri, til náms við Moskvu-háskóla árið 1937. — Þegar við komum aftur frá Rússlandi urðum við kona mín undrandi á þeirri breyt- ingu sem var orðin á syni okk- ar Hann var ekki lengur hið hrædda taugaveiklaða barn, sem við þekktum frá Banda- ríkjunum, — barn sem var hrætt við að fara inn í verzl- un vegna þess að því myndi verða vísað út. I Moskvu hafði hann verið samskonar barn og hin, Þegar Paul Robeson sneri aftur til Bandaríkjanna árið 1941, rak hann sig strax aftur á kynþáttaofsóknirnar, sem enn blómstruðu í fullu veldi. Á veitingahúsi í San Francisco Frá júlí 1964 til ágúst 1965 verður Júpiter í áttunda húsi og hefur þar heillarík áhrif á fjármálin hjá þér sérstaklega ef nánir félagar þínir geta haft einhver áhrif þar um. Frá ágúst 1965 til janúar 1967 verður Júpiter í níunda húsi, en þá er heillavænlegt að fara erlendis til ferðalaga og yfirleitt vera í langferða- lögum. Það tímabil er því mjög líklegt að draumar þínir ræt- ist varðandi utanlandsför. Saturn verður til maí 1965 í fjórða húsi heimilisins og fjöl- skyidunnar og veldur ýmsum erfiðleikum á því sviði. Þú kynnir að þurfa að gera ýmsar breytingar, sem henta betur þeim aðstæðum og þörfum, sem nútíminn gerir. Frá maí 1965 til júní 1967 verður Saturn í fimmta húsi en það bendir til þess að ásta- mál þín gangi verr en að vanda lætur. Þú hefur einnig minni tækifæji til að stofna til kynna var honum og tveim öðrum negrum neitað um afgreiðslu. Á gistihúsi í Santa Fé var hon- um og leiðsögumanni hans neitað um gistingu á þeirri for- sendu að „hinir gestir gisti- hússins þyldu ekki negra“. „Fangelsisdvöl" Robesons í Bandaríkjunum hófst 1953. Þá sótti hann um vegabréfsáritun til að ferðast til Öanmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Frakklands og Englands, til hljómleika- halds. Hann fékk það svar frá vegabréfaeftirlitinu, að „eins og sakir stæðu“ væri ekki unnt að láta hann hafa vegabréf. Hann var kominn á listann yfir þá menn, sem taldir voru óamerískir kommúnistar. En ef hann vildi sverja þess eið, að hann væri ekki og hefði aldrei verið kommúnisti, þá myndi umsóknin yfirveguð að nýju. Robeson er ekki þannig skapi farinn maður, að honum dytti I hug að láta neyða sig til að gefa neina slíka yfirlýs- ingu. Þess vegna var umsókn hans einnig hafnað árið 1954, þegar hann ætlaði í hljómleika- ferðalag til Englands, ísraels og Norðurlanda. 1 dag segir Paul Robeson: — Leyfið mér að fullvissa ykk- ur um það, að ég er ekki þátt- takandi í neinu alþjóðlegu samsæri. Mér þykir hins vegar vænt um Rússland, því þar fannst mér ég í fyrsta sinni vera frjáls maður. — Ég dáist að Sovétríkjun- um og íbúum þeirra, og einnig að Kína, heldur hann áfram. á þeim sviðum á þessu tíma- bili og ættir því annað hvort að vera búin að ljúka því af áður eða draga það fram yfir þennan tíma. Frá júní 1967 til ágúst 1968 verður Saturn í sjötta húsi heilsufarsins og vinnunnar. Staða hans þarna bendir frem- ur til þess að þér hætti við kvillum, sem gætu orðið þrá- látir ef ekki er farið að með sérstakri gát. Einnig bendir staða Saturnsusar hér til þess að skyldustörf þín verði meiri heldur en að vanda og að þú finnir meira til þeirra. Árið 1965 rnyndar Sólin fremur óhagstæða afstöðu við Plútó, en það bendir til þess að þú munir eiga í nokkrum erfiðleikum með að verja álit titt og heiður út á við, einkum vegna slúðursagna, sem ekki eiga við neitt að styðjast í raun- veruleikanum. Árið 1967 verður hagstæð — Ef það eru landráð, þá eiga yfirvöldin að ákæra mig fyrir landiáð. Ég dreg enga dul á þetta. Ég er svartur þjóðernis- sinni og ég hlakka til þess dags, er svartir og hvítir verða jafningjar. Stundum huv.sa ég um það vald, sem allir heims- ins blökkumenn gætu haft yfir að ráða. Þess vegna hefi ég mikinn áhuga fyrir Afríku og hinum nýju ríkjum þar. Paul Robeson fullyrðir að rödd sin muni hljóma að nýju, en þá að langmestu leyti meðal blökkumanna. Á síðustu árum hefur Robe- son orðið fyrir mörgum von- brigðum. Eins og menn muna, hafa á síðustu árum oi'ðið kyn- þáttaóeirðir við há^kóla í Austur-Evrópu. Afrískir stúd- entar voru eltir og þeir kallað- ir negrar og ýmsum þeim nöfnum, sem aðallega heyrast í suðurríkjum Bandaríkjanna. Robeson sendi Krútsjoff skrif- leg mótmæli, en fékk ekkert svar. Robeson mótmælti enn og þá loks svaraði Moskva. Þeir sögðust ekki ráða við það, sem gerðist í háskólunum. Þar að auki hefðu afrísku stúdentarn- ir sjálfir komið óeirðunum af stað, með því að sækjast eftir kunningsskap við hvítar stúlk- ur. — Það er bersýnilegt að unga fólkinu í Austur-Evrópu líkar ekki við þess háttar, skrifar Moskva. Eftir þessa atburði, sem komu Robeson til að efast Framh. á bls. 40. afstaða milli Sólar og stjörnu- sjár þinnar við Saturn. Þetta bendir til þess að þú hljótir umbun fyrir ástundunarsemi og skyldurækni. Árið 1969 verður fremur óhagstæð afstaða milli Sólar- innar og Úranusar. Þetta bend- ir til skyndilegs fjárútláts og óvænts sérstaklega ef þú ert í einhverjum tengslum eða félagsskap við aðra. Árið 1973 verður mjög hag- stæð afstaða milli Júpiter og Sólarinnar í stjörnusjá þinni, en það bendir til þess að ýms- ar framtíðarráðagerðir þ;nar munu rætast. Álit þitt og heið- ur vex mjög mikið undir þess- um áhrifum. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.