Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Qupperneq 20

Fálkinn - 16.03.1964, Qupperneq 20
Hún haf&i efast — en nú vissi hún, a5 þa5 sem mestu máli skipti var ab einhver elskaði hana og þarfnaiist hennar virkiiega ... ÁYZTU NÖF Sntásaga eftir GRACE CAREY Það var á laugardegi sem Sue rakst á Tim Hastings, fyrr- verandi vinnuveitanda hennar. þegar hún hafði unnið við skýrslugerð hjá fyrirtæki einu í bænum áður en hún giftist. Hún var að kaupa inn til helgarinnar. — Hefur þér aldrei dottið í hug að koma aftur í gömiu xnylluna? spurði Tim þegar þau höfðu ræðst lítið eitt við um eitt og annað. — Ég þarfnást þín einmitt því ég hef misst stoð mína og styttu. Hvernig stendur á því að þið þessar duglegu stúlkur eruð að hlaupa í hjónaband? Það verður laus staða innan skamms. — Ertu að meina það Tim? — Vissulega. — En ég yrði bara til byrði, hef ekkert fengist við þetta svo lengi. Það hefur svo margt breyzt. Reikningar og annað —- ég veit ekkert á hverju ég ætti að byrja. — Uss, þá er ekki annað en ganga á námskeið. Þú þarft ekki að segja mér að heilabúið í þér hafi rýrnað. — Mér hefur stundum verið að detta f hug að reyna. En ég er ekki viss um að Jónatan félli það í geð. Ég á nóg með mitt starf. — Þetta tekst öðrum. Hugsaðu um það í alvöru, Sue. — Ég verð að ráðfæra mig við Jónatan. — Hringdu til mín, Sue, þegar þú hefur tekið ákvörðun. xxx Sue hafði velt þessu fyrir sér alla helgina. Hvers vegna? Bæði börnin gengu í skóla. Þau þyrftu ekki á henni að halda á morgnanna. Hvorugt þeirra kom heim í mat. Og hvað það yrði gaman að taka þátt í umsvifum og athafnasemi á ný og vera ekki múlbundin við þvottavélar, uppþvott, matar- gerð og fataviðgerðir. Hún var enn með hugann bundinn við tilboðið að morgni mánudags þegar Jónatan var í þann veginn að fara og hrópaði: — Æ, Sue, gleymdu ekki að senda smóking-skyrtuna mína í hreinsun. Ég þarf á henni að halda seinna í vikunni á arkitektamiðdeginum. — Nei, elskan, ég gleymi því ekki. — Er Carol til? Ég get tekið hana með í bílnum þvi ég fer hvort sem er þá leiðina til að hitta viðskiptavin. Sue gekk að stiganum: — Carol! Flýttu þér barnið mitt. Pabbi ætlar að taka þig með í bílnum. Og klæddu þig vel. Það er kalt í dag. — Kem! Skæreyg níu ára teipa þaut niður stigann og klæddi sig i kápuna á meðan. — Og gleymdu ekki að ná í simaviðgerðarkariana, sagði hann þegar hann kom út í dyr. Það hafði geysað óveður og símaþræðir slitnað. — Það er ekki hægt að vera símalaus. — Ég skal sjá um það sagði hún og lyfti höfði til að taka á móti kveðjukossi og hann strauk henni með hendinni. Hún horfði á eftir þeim niður stiginn og lét síðan aftur dyrnar á bitran vindsveipinn og flýtti sér inn í borðstofuna þar sem Jane litla, sex ára, spændi f sig morgunmatinn. — Flýttu þér nú letiklessan þín! Við verðum of sein að koma við hjá Pam ef þú ekki flýtir þér. — Það er dottin tala úr kápunni minni, sagði Jane, viltu vera svo væn að sauma hana í. — Æ, Jane, af hverju sagðirðu mér ekki frá því í gær, sagði mamma og byrsti sig! Alveg ætlarðu að gera út af við mig. Hún flýtti sér að festa töluna á meðan telpan lauk við morgunmatinn og loks komust þær af stað. xxx Nú ríkti þögn í húsinu og húsverkin sem í vændum voru verkuðu þrúgandi á Sue. Festu töluna mína. Sjáðu um símakarlana. Átti hún að Ijúka lífi sinu á þennan hátt, hún Sue sem hafði þó gagnfræðapróf. Fyrir tíu árum hafði það verið svo sjálfsagt mál að fórna fyrir hjónabandið og uppeldi barnanna. Hún vænti þess að ástúð Jónatans mundi verma allt lífið. Ég er bara leið eins og er, sagði Sue. Bara leið. Ástarglóðin virtist hafa kulnað i hjarta Jónatans. Kveðju- kossinn hafði verið vélrænn. Og hann hafði sennilega aðeins gengið að eiga hana sakir þess hvað hún var greind og menntuð. Eitthvað verð ég að gera í málinu, hugsaði hún með sér. Henni datt í hug að Jónatan væri ef til vill orðinn ást- fanginn af einhverri annarri, einhverri sem væri álíka lífs- glöð og hress og hún hafði verið sjálf fyrir tíu árum. Var það sakir þess að hann virtist svo fjarrænn upp á síðkastið? Henni varð óglatt við þá tilhugsun. Ekki bætti það úr skák að allt virtist úr lagi gengið innan- húss. Þurrkviftan var biluð og hún hafði óhemjumikið af blautum þvotti, sem hún þurfti að hengja út á snúru í nepru og næðingi. Kuldinn þrýstist jafnvel inn í vel einangr- að húsið þótt miðstöðvarofnarnir væru allir funheitir. Hreingerningin tók lengri tíma en vanalega, hún gat ekki FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.