Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Qupperneq 25

Fálkinn - 16.03.1964, Qupperneq 25
. . sem stígur óðfluga upp og brciðir úr sér.... sem manni líkar betur eða verr, teygar þessa sjón í algerri uppgjöf. Það er ekki um að ræða að beina augunum annað, hvað þá huganum: Surtur gleypir mann með húð og hári og sleppir ekki. Það er skýjað en sólskinið þrengir sér um skýjaglufur og tindrar í gosmekkinum. Það verður hlé. Gosmökkurinn hverfur og eyjan hreinsar sig alveg, kolsvört og með beinum línum, daladrögum og atiíðanda. Surtur sækir í sig veðrið, kannski er hann að draga andann. Svo spýr hann kolsvörtum mekki, hann stígur til lofts með jöfnum hraða, breiðir úr sér, byltist um og hnyklast allavega. Innan skamms hylur hann sýn til Eyja, teygir sig hærra og hærra í uggvænlegri tign; við sjáum heljarbjörg og grettis- tök þeytast eins og steinvölur upp úr gígnum og skella í sjó- inn eins og fallbyssuskothríð. Eldleiftur blika í gosmekkinum og þórdunur fylgja eftir með þungum gný, öðru hverju berst að eyrum dynkir og drunur er hin rámu regindjúp ræskja sig. Og ósjálfrátt heldur maður sér i borðstokkinn og ef einhver hugsun kæmist að, þá yrði hún á þessa leið: Ósköp er maðurinn annars vesöl skepna hjá þvílíkum ham- förum. Það er dálitil hvika á heimleið og „Haraldur'* stingur stöfn- um. Farþegarnir láta fara vel um sig í stýrishúsinu og reykja vindla og pipur í makindum og einhver er að bjástra við kaffikönnuna. „Við vorum bara asskoti heppin með gos.“ „Ég er búinn að fara tuttugu ferðir og aldrei séð það svona flott.“ „Já, þetta er alveg stórkostlegt.“ „Mér fannst nú Öskjugosið miklu malerískara,” sagði spek- ingur með Rolleifleks og tróð í pípu. Já, kannski myndin í Stjörnubíó sé eitthvað skárri en sú i Tónabíó. Mannskepnan er kannski þrátt fyrir allt ekki vesöl. .. hnyklast og byltist og þeytir upp glóandi björgmn ... . Kolsvartur gosmökkurinn hylur himininn. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.