Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Side 29

Fálkinn - 16.03.1964, Side 29
HAFNARBÍÓ SÝNIR: FRUMSKÓGARLÆKNIRINN Áður en við tökum fyrir þá mynd sem kynnt verður í dag skulum við víkja að fjórum myndum sem Hafnarbíó á væntanlegar. Öllum verða þeim þó gerð gleggri ski þegar þær koma til sýningar. Þá ber fyrst að nefna mynd Hitchcock Fuglana. Hitchcock hefur fengið orð fyrir að gera spennandi og óhuganlegar myndir svo sem eins og Vertigo og Psycho. Mikið orð hefur farið af þessari mynd og telja margir að Hitchcock hafi aldrei tekist betur upp. Þá á Hafnarbíó væntanlega mynd- ina The Ugly American, sem gerð er eftir samnefndri bók, en hún vakti mikla athygli á sínum tíma. Það er Marlon Brando, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni og mundu sumir að minnsta kosti telja það meðmæli. To Kill a Mock- ingbird hét bók, sem kom út fyrir nokkrum árum og vakti ekki síður umtal en sú, sem getið var hér að framan. Nú hefur verið gerð kvikmynd eftir þessari bók og fer Gregory Peck með aðalhlutverkið. Leikur hans í myndinni hefur verið mjög rómaður og hlaut hann Oscars-verðlaun fyrir. Sú mynd, sem mun ekki vekja hvað minnsta athygli er hin nýja mynd John Huston þess er gerði Sjö hetjur, Víðáttuna miklu og Alamo (verður væntanlega sýnd í Laugarásbíó). Þessi mynd heitir Hinn síðasti á listanum og hefur vakið mikla athygli. Huston er sagður sverja sig talsvert í ætt við Hitchcock í þessari mynd, sem þykir bæði spennandi og vel unnin. Af leikurum, sem koma fram í þessari mynd má nefna Tony Curtis, Burt Lancaster, Robert Mitchum. Frank Sinatra, Georg C. Scott og Dan Wynter. Fyrir nokkrum árum var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu leikrit, sem hét Rekkjan og seinna var farið með það í leikför um landið. Höfundur þessa verks var Jan de Hartog. Annað verk eftir þennan sama höfund hefur komið út á íslenzku, bók hans um hollenzku dráttarbátana. Framh. á bls. 40, FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.