Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 38
VAKIÐ YKKUR Á „ÞRENNINGUNNI" „Farið með Agnar inn og sendið menn til að hjálpa konu hans. Við verðum að rœða þetta nánar strax“ skipaði Ottó. Andartaki siðar voru þeir Ottó, Klœngur, Ari og Danni samankomnir í anddyri kastalans. „Norðmennirnir virðast halda að þeir séu herrár lands okkar,“ byrjaði Ottó gramur. Þeir ríða yíir akr- ana og eyðileggja allt. Eg er viss um að þeir reyna að eyði- leggja hér í nágrenninu samkvæmt fyrirskipunum Fáfnis.“ Ottó sagði þeim nú frá móttökunum, sem hann hafði fengið i för sinni. Og nú léðu menn orðum hans eyra. „Þið sjáið, að við stöndum einir gegn yfirgangi Norðmannanna og Fáfnis." „Ég óttast umsát," sagði Klængur kvíðafullur á svip. Ottó kinkaði kolli. „Ég hef svarið, að héðan í frá skal ég berjast við Fáfni og þessa bandamenn hans, hvenær og hvar sem téeki- færi gefast...“ „Og ég skal standa við hlið þína, frændi," greip Ari fram i. „Við skulum fara strax“, sagði Ottó. „Norð- mennirnir geta ekki verið langt undan og við skulum finna út, hvað þeir aðhafast." Hálfri stundu síðar riðu Ottó, Ari og Danni út um hlið Arnarkastala ... Þeir héldu fyrst að búgarði Agnars til að komast á spor Norð- mannanna. Þau voru auðfundin á trömpuðum ökrunum. Þeir fylgdu slóðinni i átt til nágrannabýlis. Þar var engan að sjá og það var ekki fyrr en Ottó hafði margsinnis kallað, hverjir væru á ferð, að skelkaðir íbúarnir komu upp úr kjallaranum. „Við hevrðum óp Agnars," sagði bóndinn, „en við gátum ekkert gert. Þeir voru svo margir. Tuttugu eða fleiri." „Við verðum að halda áfram," sagði Ottó. Þeir héldu áfram. Um sólsetur voru þeir komnir að skógarjaðrinum. „Við verðum að halda fótgang- andi áfram,“ sagði Ottó. Bjarmi fram undan gaf til kynna, að ekki væri langt til aðsetursstaðar Norðmannanna. „Eitthvað verðum við að gera,“ tautaði Ottó hugsandi. Við getum ekki leyft þessum Norðmönnum að vaða uppi eins og þá lystir. Landsetar okkar eiga heimtingu á vernd. En hvað getum við á móti tuttugu manns?" „Við gætum hrætt þá almenni- lega,“ sagði Danni. Ég er með ágæta hugmynd...“ Meðan Danni útskýrði hugmynd sina fyrir Ottó og Ara hvíldust Norð- mennirnir kringum bálið. Þeir rifjuðu upp viðburði dagsins og skemmtu sér á kostnað Agnars. „Hann sýnir okkur tilhlýði- lega virðingu næst,“ sagði einn þeirra. „Eigum við að setja menn á vörð,“ sagði annar. „Það er óþarfi, svaraði hinn. „Kóng- urinn sefur lýst okkur friðhelga, svo enginn mun dirfast að áreita okkur.“ í sömu andrá féll þungur hlutur í bálið og mikil sprenging kvað við og eldibrandar flugu í allar áttir. Norð- mennirnir bröltu hver um annan þveran og hugsuðu um það eitt að flýja, yfirkomnir af skelfingu ... 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.