Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 40
Táningaástir
Framhald af bls. 39.
Billy Jack segir konu sinni það
hreint út, að henni verði ekkert
ágengt. Hann er svo mikill
burðarás í blekkingarstarfsem-
inni, að hann er of ómissandi
til þess að hann verði látinn
fara niður í skítinn. Hann á
vini á öllum stöðum, ekki sízt
á blöðunum. Hann er kærkom-
ið fréttaefni og hefur gefið
blöðunum marga góða fréttina.
Hann geti séð til þéss, að það
verði ekki hann, heldur Maggi,
sem fari í skítinn. Og hann lýs-
ir ’ fyrir henni blaðamanna-
fundinum, sem hann muní
halda. Þar er nöpur ádeila á
blaðamenn stórþjóðanna, sem
elta hneykslissögur langt ' út
fýrir öll skikkanleg takmörk.
■Og hann segist ekki hika við
að koma þeim orðrómi á kreik,
að Maggi sé „rauð“. Sá, sem
vogi sér að hrófla við Billy
Jack og iðju hans verði hik-
laust stimplaður „rauður" og
þar með útsendari austrænna
niðurrifsafla.
Og Maggi þekki Billy sinn,
sem hún í upphafi ýtti út á
helgað fegurð fagurra
augna EIIMGÖIMGI)
til augnfegurðar — óviðjafn-
anlegt að gæðum — við ótrú-
lega lágu verði undravert
litaval í fegurstu demantsblæ-
brigðum sem gæða augun
skínandi töfraglóð. Fyrir það
er Maybeliine nauðsyn sér
hverri konu sem vili vera eins
heillandi og henni er ætlað.
Maybeiline er SÉRFRÆÐI-
LEG augnfegrun!
Sjálfvirkt smyrsi og
óbrigðul Mascaravökvi
og pensildregnar augnlínur.
Smyrsl og Augnskuggastifti
Sjálfvirkir augnabrúna-
penslar og
augnaháraleiðarar.
framabrautina, það vel, að hún
veit að honum er alvara. Hún
hefur fylgt honum gegn um
þykkt og þunnt. Hún hefur
látið eyða fóstrum sínum, því
uppáhald táninganna varð að
vera ungt, og mátti ekki eiga
stálpuð börn, þegar hann var
að syngja sig undir sængurnar
í smárósóttu smástelpnaher-
bergjunum. En nú er hún hon-
um ekki nóg. Hann þarf að
komast lengra með hjálp ann-
arrar og þá er henni fleygt
fyrir borð. Auglýsinga og
blekkingastarfsemi velferðar-
þjóðfélagsins í dag verður að
ganga fyrir. Það, sem í vegi
hennar stendur, vérður að
hverfa.
Og Maggi veit, að íeikurinn
er tapaður. En nú skal efni
leiksins ekki rakið lengur,
enda. þegar mörgu sleppt.
Eins og fyrr segir, er hér
um tæplega tveggja ára gamlan
söngleik að ræða. Höfundur-
inn er Ernst Bruun Olsen,
danskur maður hátt á fertugs-
aldri. Hann var fyrrum leikari,
en hefur undanfarið samið
mikið af efni fyrir danska út-
varpið. Þetta mun fyrsta leik-
húsverk hans og hlaut það
óhemju vinsældir í Danmörku
og nú eru að hefjast eða eru
hafnar sýningar á því víða um
lönd. Höfundur hljómlistar-
innar er Finn Saverey, einnig
danskur maður.
Söngleikur þessi er mjög
með öðru sniði, en við eigum
að venjást, ekki hvað sízt hvað
tónlistinni viðkemur. Mjög
snöggar skiptingar milli hljóm-
falls eru einkennandi fyrir
leikinn og ekki heiglum hent
að stíga þar aldrei víxlspor,
hvorki fyrir söngvarana né
hljóðfæraleikarana, og öll ber
tónlistin rík einkenni dægur-
lagatónlistar. Þá er ljósatækni
öll mjög flókin og nýtízkuleg,
og svo ríkur þáttur í tækni-
legri uppbyggingu leiksins, að
bregðist hún er allt í voða.
Þeir leikendur, sem fara
með hlutverkin í leiknum, hér
í Þjóðleikhúsinu, eru ekki af
verri éndanum. Með hlutverk
Maggi Jack fer Herdís Þor-
valdsdóttir, Rúrik Haraldsson
leikur Billy Jack, Benedikt
Árnason Tommy, og er Bene-
dikt jafnframt leikstjóri, Bryn-
dís Schram fer með hlutverk
Viviar og Róbert Arnfinnsson
með hlutverk Smiths plast-
kóngs. Er ekki að efa, að þau
gera þessum hlutverkum góð
skil. Önnur hlutverk í leiknum
eru minni.
Hljómsveitarstjóri verður
Árni ísleifsson, og til þess að
hljómsveitin sé óvenjuleg eins
og annað í þessum leik, er hún
ekki höfð niðri í gryfju, heldur
uppi á tveggja metra háum
palli í bakgrunni! Hljóðfæra-
leikarar eru fimm en hljóð-
færi fleiri.
Er við litum inn á æfingu
um daginn, sagði Benedikt
leikstjóri okkur, að illa hefði
gengið að fá eitt hljóðfærið,
sem nota þarf, en það er
Hammond-orgel. „Ég er orðinn
útlærður í sögu allra þeirra
Hammond-orgela, sem hingað
hafa flutzt,“ sagði hann. „Þau
eru nokkur til, en flest illa
farin. Það sem við tókum var
í ólagi og við urðum að fá í
það varahluti- erlendis frá.
Okkur stóð eitt til boða suður
á Keflavíkurflugvelli, en þar
voru til fjögur.slik-orgel. Þetta,
sem við gátum fengið, leit bara
anzi vel úit pg við vorum
komnir á fremsta hlunn með
að taka það og flytja í bæinn.
Þá hugkvæmdist einum að
skoða inn í það. Það var þá
búið að stela úr því verkinu,
án þess eigandinn vissi.“
Frumsýning á þessum snjalla
ádeiluleik á nýtízkuna í vel-
ferðarþjóðfélögunum verður
eftir nokkra daga. Það er hik-
laust hægt að mæla með því
að fólk sjái þennan söngleik.
Sumir verða að vísu dálítið
reiðir, vegna þess að þeir sjá
brot af sjálfum sér fyrir, aðrir
skilja ekki neitt og finnst þetta
asnalegt. Það eru þeir, sem
Billyar Jackar nútímahs hafa
þegar gengið frá.
mb.
Paul Robeson
Framhald af bls. 31.
mjög um ágæti kommúnista-
þjóðskipulagsins, sagði hann
sorgmæddur: — Ég er hrædd-
ur um að Rússland muni líkj-
ast þeirri Ameríku þar sem
svarti maðurinn hefur lítinn
rétt.
Paul Robeson er ekki ein-
ungis vonsvikinn maður Hann
er líka sjúkur maður. Hann
er nú 65 ára og hefur lengi
verið undir læknishendi í Lun-
dúnum. Leynd hefur verið
haldið yfir sjúkrahúsinu vegna
ótta við mótaðgerðir Rússa
vegna ummæla Robeson um
kynþáttaóeirðirnar í Rússlandi.
Eitt sinn fóru Robeson og
kona hans fyrirvarlaust með
pólskri flugvél til Austur-Ber-
línar. Þá spunnust upp sögu-
sagnir um að þeim hjónum
hefði verið rænt og þau yrðu
geymd austan járntjaldsins til
að gamli maðurinn þegði. En
hann lét í sér heyra í Austur-
Berlín og mótmælti kröftug-
lega.
Síðan 1958 hefur Robeson
átt heima í London. — Ég fer
aldrei aftur til Bandaríkjanna,
segir hann, Fyrst og fremst
vegna þess að þeir sviku mig,
sem ég var að berjast fyrir.
Ég trúði á málefnið og barð-
ist heiðarlega. En landsmenn
mínir, hvítir sem svartir ásök-
uðu mig um að taka við fyrir-
mælum frá Moskva. Það gerði
ég aldrei, Það voru mínar eig-
in hugsanir, sem ég færði í orð
— og í dag verð ég að gjalda
þess að hafa reynt að hjálpa
mínu fólki.
Kvikmyndir
Framhald- af bls. 40.
Hafnarbió mun bráðlégá taka
til sýningar mynd, sem byggð
er á bók eftir Hartog og heitir
The Spiral Road. Sagan segir
frá ungum lækni sem fer að
vinna í Austur-Indíum. Sögu-
þráðurinn er skemmtilegur og
maður kynnist mörgu í sam-
andi við hjátrú og hindurvitni
hinna frumstæðu þjóða.
Það er Rock Hudson, sem
fer með hlutverk hins unga
læknis í myndinni. Þegar
Hudson kom heim úr styrj-
öldinni fór hann að vinna í
Hollywood og varð brátt vel
ágengt í þessari fyrrum höfuð-
borg kvikmyndanna. Fyrsta
hlutverk sitt lék hann í mynd-
inni Fighter Squadron 1948 þá
23 ára. Síðan hefur hann leikið
í mörgum myndum svo sem
Giant (56). Pylon (57) og
A Farewell to Arms. Síðast
sáum við hann í jólamynd
Hafnarbíós, Reyndu aftur
elskan.
Burl Ives fer einnig með
veigamikið hlutverk í þessari
mynd. Hann er í hópi kunnustu
kvikmyndaleikara vestan hafs
um þessar mundir enda mjög
góður leikari. Við höfum séð
hann hér í nokkrum myndum
svo sem Köttur á heitu blikk-
þaki, sem sýnd var í Gamla
Bíó og gerð var eftir sam-
nefndu leikriti Tenessee Willi-
ams og nú síðast í Stjörnubíó
í myndinni Trúnaðarmaður í
Havana.
FALKINN
FLYGIJR
ÚT
40
FALKINN