Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 11
Það var drukkið dátt í veizlu þeirra Jack-hjó:> anna, og gestir og húsráðendur orðnir allölvaðir, um það er lauk. Hér sitja þau og liggja í egg- laga sófanum (sem að vísu var ekki fullsmíðað- ur, þegar myndin var tekin) Vivi (Bryndís) Tommy (Benedikt leikstjóri) og Maggi (Herdís) cg það gengur glatt! Billy og Plastik-Smith hafa skilið hvom aiman og takast í hendur. Fyrir framan þá situr dóttirin, Vivi. (Rúrik, Róbert, Bryndís), Innan skamms hefjast í Þjóðleikhúsinu sýningar á danska söngleiknum Táningaástir, Teenagerlove, eftir Ernst Bruun Olsen. Söngleikur þessi er nýr af nálinni, enda nýtízkulegur um flesta hluti. Leiktjöld, lýsing og staðsetning hljómsveitar, allt er þetta með öðru og nýtízkulegra móti en við eigum að venjast. Það er raunar ekkert óeðlilegt, að öll sviðsetning Táninga- ásta sé nýtízkuleg, því leikurinn er gagnrýni, — miskunnarlaus gagnrýni á nýtízkuna í þjóðlífi — ja sjálfsagt ekki hvað sízt þeirrar þjóðar sem hann er saminn með, en einnig flestra annarra svo- kallaðra menningarþjóða, að minnsta kosti eigum við, blessuð þúsundára þjóðin, að geta tekið ýmislegt til okkar, sem þar stend- ur. Ég er jafnvel illa svikinn, ef einstaka menn sjá ekki hitt og þetta pólitískt í honum, að minnsta kosti einstaka betri borgara gleymist ekki að verkið sé útlenzkt og alls ekki geti þar verið við þá átt... Táningaástir gerast að mestu í garði og garðstofu Billy Jacks og konu hans Maggi. Billy er dægurlagasöngvari, mjög vinsæll og dáður af ungviðinu og hugsar um það eitt að viðhalda vinsældum sínum á því sviði. Langt er síðan þau Maggi kynntust, og raunar var það hún, sem fyrst taldi Billy á það að taka þátt í dægurlaga- söngkeppni. Nú hefur þeim græðst fé og búa rikulega, en eru bæði gerspillt af því andrúmslofti, sem þau lifa og hrærast í og sem deilt er á í söngleiknum. Enda er langt frá því að þau hafi fundið hina sönnu hamingju, eða eins og Maggi segir í upphafi leiksins: í minni freðnu jörð eru blikandi blóm. Þögul orð í kuldaklóm. En' fjandinn hafi það, hér gengur það glatt Auðvitað verður það að ganga glatt í augum umheimsins, því annars væri Billy Jack ekki fær um að syngja sig „inn undir sæng- urnar í smárósóttum smástelþnaherbergjum“ eins. ög hann orðar það, þegar hann kynnir sig. Billy hefur sérstakan textahöfund, sem yrkir allar væmnu vitleysurnar, sem ganga í aðdáendurna. Sá heitir Tommy Tommy- man. í upphafi leiksins kemur hann í heimsókn til Jack-hjónanna, 11 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.