Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 37

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 37
PANDA DG TÖFRAMAÐURINN MIKLI Hótelstjórinn rakst á Panda, þar sem hann stóð á tali við þvottakonurnar. „Hvað á þetta að þýða,“ spurði hann önugur. „Hvers vegna eruð þið ekki að vinna?“ „Við erum farnar í verkfall," hrópaði ein þvottakonan. „Verkfall?" „Hvers vegna í ósköpunum?" spurði for- stjórinn. „í mótmælaskyni við þá menn, sem labba upp og niður eftir veggjunum,“ sagði þvottakonan bálreið. „Það er nógu erfitt að skrúbba öll gólfin, en þegar við þurfum líka að þvo burt fótaför á veggj- unum er mælirinn fullur.“ „Gestir, sem ganga eftir veggjunum?" sagði forstjórinn. „Vitleysa! Nei, heyrið þið nú., Hann leit á Panda. „Þú ert á bak við þetta. Hvað á þetta að þýða hjá þér?“ „Þetta er ekkert grín,“ sagði Panda. „Þér getið sjálfur séð fótaförin.“ „Ætli þú hafir ekki sjálfur sett þau þarna,“ urraði forstjórinn. „Nei. ég gerði það ekki, þetta er raun- verulega eftir tö-töframann Komið með mér. Ég skal sýna yður! Goggi sat í mestu makindum og taldi ránsfeng sinn, þegar Panda ruddist inn í herbergið með hótelstjór- ann og þvottakonurnar á hælum sér. En þau veittu Gogga enga athygli, því augu þeirra allra beindust að Plútanusi, sem sat neðan í loftinu. „Þarna sjáið þið!“ æpti Panda. „Ómögulegt" stundi forstjórinn. „Vitanlega er það ómögulegt, að maðurinn skuli ekki þurrka af bífunum á sér, áður en hann fer að ganga eftir hreinum veggjunum. Við skulum nokk kenna honum það!“ „Ekki æsa ykkur upp,“ greip Goggi fram í. „Hann er útlendingur og ekki vanur venjum okkar. Ég skal benda honum á mistök sín og...“ „Það skulum við gera sjálfar!" hrópuðu þvottakon- urnar í einum kór. Og um leið lögðu þær til atlögu við Plútanus, þótt Goggi gerði hvað hann gat til þess að halda aftur af þeim. Plútanus reyndi eftir getu að forða sér undan sópum þvottakvennanna en hótelstjórinn starði opinmynntur á aðfr.rirnar. „Mig er að dreyma," tautaði hann. „Nei, yður er alls ekki að dreyma,“ sagði Panda. „Stöðvið Þær áður en þær meiða Plútanus." En það var alls ekki unnt að stoppa þær og aumingja töframaðurinn var alveg í öngum sínum. „Halló!“ kallaði hann, „hvers lags hávaði er eiginlega í þessum Ytra-heims búum?“ „Þeir eru æstir,“ sagði Goggi. „Sendið þá á einhvern rólegan stað.“ „Nei, gerið það ekki“ bað Panda. „Gerið það ekki!“ En töframaðurinn hafði þegar farið að ráðum leiðsögumanns síns og áður en nokkur hafði áttað sig voru þvottakonurnar horfnar og allt sem eftir var voru sópar og klútar. „Guð minn góður,“ æpti forstjórinn. ..Þetta er e- ekk—i cir-—draumur. Þ—etta er ma- ma—martröð. Hleyptu mér út lu'ðan strax!!“ og hann hljóp út úr herberginu ... FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.