Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 12
TÁNINGAÁSTIR á fjölum Þjóðleikhússins og hefur þá heldur betur hlaupið á snærið hjá kauða, því hann hefur um nóttina sofið hjá ungri og fallegri stúlku og trúlofazt henni. Nú var það svo sem ekkert nýtt fyrir þá kumpána að komast yfir stúlkukind, en það sem gerði þetta ævintýri frábrugðið hinu var það, að stúlkan hét Vivian Elisabet Carlotte Smith, kölluð Vivi Smith og enn öðru nafni Plastik-Vivi, því hún er dóttir Plastik-Smith, margfalds milljónera, sem fram* | leiðir plastvörur og hugsar um plast, lifir og hrærist < í plasti og gerfiefnum. Og þess vegna er Tommy ekki aldeilis á því að yfirgefa þessa unnustu sína. Salan á plötum Billy Jacks hefur ekki gengið neitt of vel upp á síðkastið. Tommy segir hann orðinn full « gamlan fyrir táningana, en þau Jacks-hjónin eru þeirrar skoðunar, að það séu textarnir hans Tommy, sem séu ekki orðnir eins „góðir“. En nú er vandinn leystur með Plastik-Vivi og milljónum hennar. Það á sem sagt að gera eina herlega kvikmynd um ævi Billy Jacks og ' endurvekja með henni vinsældir hans. Og þau hjúin taka þegar til við að ræða efni kvik- myndahandritsins. Kvikmyndin á að hefjast á æsku Billys og hann lýsir umhverfi bernsku sinnar, sem hvergi var nærri heppilegt. Hann er fæddur i óþrifalegu braggahverfi, þar var allt fullt af skít og niðurlægingu. Móðir hans var drykkfelld og lagðist með hvaða karl- manni sem var, og börnin hlýddu á. Svo eru stutt atriði úr uppvexti hans — og gata sannleikans þar ekki þrædd allt of nákvæmlega — öll miðuð við það að endurvekja áhuga táninganna á uppáhaldinu. Allt er slétt og fellt á yfirborðinu, en báðir félagarnir eru falskir. Tommy vill öllu stjórna einn og þá um leið græða, en Billy elur þann draum að stofna eigið kvikmyndafélag og hann vill leggja allt undir, sem þau hjónakornin hafa eignazt. En Maggi fær hann ofan af því — og á eftir að iðrast þess. Þau ákveða að leggja snörur sínar fyrir sjálfan Plastik-Smith, föður Viviar. Tommy og Vivi koma í heimsókn í kvöldboð. Og með þeim kemur Plastik-Smith. Þar ræða þeir mikið saman Billy Jack og Plastkóngurinn. Og þar fljúga ýmsar eitraðar og beizkar athugasemdir um það þjóðfélag sem byggist á blekkingum og auglýsingaskrumi. Þeim kemur prýðilega saman, þessum tveim „iðnjöfrum“ Annar er stórveldi í efnaiðnaðinum. Hann þarfnast ódýrs og ánægðs vinnukrafts og kaupenda, sem fallast á að kaupa fjöldaframleiðslu hans gagnrýnislaust, fólks, sem alltaf þarf að vera steypt í sama mótið: Hugsunarlauss lýðs, sem unnt er að teyma á asnaeyrunum með auglýsinga- skrumi. Hinn er stórveldi í skemmtanaiðnaðinum, Iðnaði, sem sér um að framleiða þann skyni skroppna massa-lýð, sem hinn þarf að nota. Og þeir finna það, iðnjöfrarnir, að þeir eiga margt sameiginlegt. Það væri freistandi að birta nokkur orða- skipti þeirra kumpánanna, en við viljum ekki hafa af ykkur ánægjuna að heyra þau í fyrsta sinn í Þjóðleik- húsinu. Billy Jack lætur Plastik-Smith heyra nokkur sýnis- horn af þeim lögum, sem forheimska lýðinn. Hann syng- ur fyrir hann væmin ástarljóð, mömmusöngva, gróf ástarljóð og þar fram eftir götunum. Og Plastik-Smith sannfærist æ betur um það, að dóttir sín væri betur komin í höndum Billy Jacks en textahöfundarins. Svo kveður iðnjöfurinn, en þau hjúin svalla áfram og nú fer að skína í endalokin. í ölvímunni gerir Billy sína leifturárás og dóttir „kollega" hans stenzt hann Framhald á bls. 39. Þegar Tommy tilkynnir brúðkaupsdag sinn og Plastik-Vivi, steypir Billy sér yfir brúðina tilvonandi og knúskyssir hana, svo hún hnígur i golfið, en Maggi veifar hvítri dulu fyrir framan þau til Jjess að hylja þau til málamynda. (Herdís, Rúrik og Bryndís Schram). Úr veizlunni hjá Jack-hjónunum: Maggi segir: Nú sæk’ ég sol’tínn viskísopa til að skola hálsinn! (Rúrik, Róbert og Herdís).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.