Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Page 11

Fálkinn - 08.06.1964, Page 11
högg og tvíburarnir og hestarn- ir þeirra héldu brott með hófa- dyn. Læknirinn kom aftur inn í setustofuna og lokaði dyrunum. „Nú, hvað eigum við að gera við yður?“ Framkoma hans var önnur en í gærmorgun á markaðinum. Hann var ekki vingjarnlegur: en hann var heldur ekki kulda- legur. Hann dró stól að sófanum og byrjaði að skoða öklann. „Hérna? Hérna? ungfrú.“ Hann hreyfði liðinn dálítið til. „Jæja?“ sagði ég að lokum. „Þetta er aðeins tognun, er það ekki. Nægir ekki að leggja bakstur við þetta?“ „Öklinn gæti verið brákað- ur.“ „Hvað segið þér!“ „Hreyfið yður ekki svona snögglega. Þér gætuð farið enn verr með beinið." Hann horfði á öklann með læknislegum svip. „Liggið bara kyrr á þessum púða.“ „Brákaður er sama og brot- inn, er ekki satt?“ „Rétt er það.“ „En það er mjög alvarlegt!" sagði ég og var aftur orðin að dóttur Dot. „Hversu gamlar eruð þér?“ sagði hann og leit forvitnislega á mig. „Tuttugu og fimm ára. Hvers vegna spyrjið þér?“ „Ég hafði haldið að þér vær- uð töluvert miklu yngri.“ „Af hverju?" „Þér spyrjið of margra spurn- inga. Vegna þess, að væruð þér ekki orðin tuttugu og eins árs, hefði ég líka orðið að hafa áhyggjur út af foreldrum yðar.“ Hann brosti lítillega. Hann fór í taugarnar á mér. Það var eitthvað ráðríkislegt við framkomu hans, dökku, kringluleitu, og án efa laglegu andlitinu, með þessum gráu augum og hálfgerðu arnarnefi. Var ráðríkislegt rétta orðið? Ef til vill væri réttara að segja hlutlaust. Ég var ökli. Tilfinn- ingin, sem ég hafði fundið til á markaðinum, og hafði orðið þess valdandi að ég fór að slá um mig og beita töfrunum, sem ég hafði alltaf treyst á til þessa, skaut aftur upp kollin- um þrátt fyrir sársaukann. „Þér getið ekki með nokkru móti trúað því, að ég sé ekki nema tuttugu og eins árs,“ sagði ég og leit stríðnislega til hans. Hann leit upp, og hafði tekið eftir breytingunni í röddinni. En hvað augabrúnirnar voru dökkar. Þær komu saman yfir nefið. Það gerði hann sérstak- lega óaðlaðandi. „Jú, víst gæti ég það, ung- frú.“ „Black.“ „Ungfrú Black. Ég hefði sagt að þér væruð nítján ára. Segið mér nú eitthvað um sjálfa yður. Eru foreldrar yðar í Frakk- landi? Við verðum að láta þá vita.“ Ég sagði honum í fáum orð- um — hann hvatti ekki til mikillar hlýju — frá Harold og Ellie. Ég sleppti því að segja honum, að foreldrar mínir væru bæði dáin. Ég hálfvegis óskaði þess að hann spyrði, en hann sagði aðeins að hann myndi strax hafa samband við Har- old. Það var augljóst, að hann hugsaði ekki um Ellie. Hann hringdi til villunnar og notaði síma, sem ekki var líkur nokkrum síma, sem ég hafði séð áður, nema gervisímanum, sem stillt var út í glugganum hjá Wollands um síðustu jól. Hann sat við stórt mahoníborð með rauðum dúk, sem náði alla leið niður á gólf, og talaði lágt en hratt, svo að ég heyrði næst- um ekki neitt af því, sem hann sagði. Hann lagði tólið á, án þess að spyrja mig hvort ég vildi tala við Harold, en ég fékk sárs- aukafullan sting, þegar ég heyrði rödd hans. Hann talaði af miklum ákafa frá hinum enda linunnar. „Þau munu hringja til yðar á morgun. Meðal annarra orða, þér verðið að vera hér í nótt. Ráðskonan mín mun búa um yður.“ „Mér dettur ekki í hug . . .“ „Byrjið ekki á öllu þessu aftur. Og hvað sem því líður“ sagði hann og hafði lyft upp handleggnum, eins og hann fyrirbyði frekari umræður — „þá eru tólf svefnherbergi í húsinu, svo hvernig gætuð þér verið okkur til óþæginda?“ Það var svo að sjá, að ég hefði komizt í slagtog með mönnum, sem leyfðu mér ekki að segja eitt einasta orð. Ég vonaði, að læknirinn, sem ég hafði ekki spurt að heiti, ætlaði ekki að bera mig upp. Það hafði verið nógu slæmt að láta tvíbura númer tvö bera sig í myrkrinu, blásandi á mig hvítlauk, og halda utan um mig eins og ég væri karfa full af eggjum. Það gat ekki verið að læknirinn finndi sig tilneyddan til þess að vera riddaralegur. Hann hringdi bjöllu og ráðs- konan, grá í framan og grá- klædd kona, kom og hvarf aftur í stutta stund, og kom síðan enn á ný til þess að til- kynna að herbergi mitt væri tilbúið. „Þá er víst bezt að við kom- um upp.“ Læknirinn minn tók mig upp og sagði: „Látið fótinn vera stífan, og passið, að hann rekist hvergi í.“ Ég var borin upp, ekki eins og eggjakarfa, heldur eins og plastdúkkur er maður sér stundum verið að bera út í búðarglugga þar sem þær eru síðan skrýddar silfur- hárkollum, skemmtilegum kjól- um og þeim fengnir tennisspað- ar í hendurnar. Ráðskonan, sem hét Madame Prosper, hafði tekið ofan af tví- breiðu rúmi í stóru sóðalegu herbergi, sem var kalt eins og frystiklefi. Læknirinn lagði mig á rúmið. „Madame Prosper mun hjálpa yður að afklæðast.“ Klukkustund síðar hafði ég fengið svefnpillu, sem var svo sterk að mér fannst ég hefði fengið höfuðhögg. Ég lokaði augunum á háum hörðum kodd- anum og sofnaði. Það var orðið framorðið, þegar ég vaknaði. Herbergið var baðað gráleitu ljósi, sem streymdi inn um glugga á þremur hliðum, og mér varð litið upp og framan í andlit læknisins, sem starði á mig. Hann var klæddur í hvítan jakka, og var mjög hvitur og svartur að sjá. Dagsbirtan gerði andlit hans og framkomu þó engan veginn meira aðlaðandi en áður. „Þér hafið sofið í tólf klukku- stundir,11 sagði hann, með öf- undunarbrosi, sem gerði línurn- ar í andliti hans enn greinilegri. „Hvernig er öklinn?“ „Ég man ekki mikið,“ sagði ég svefndrukkin. „Brotnaði hann?“ „Hann er marinn,“ sagði læknirinn. „Ég held ekki mörg bein séu brotin. Ég vona að minnsta kosti ekki.“ „Hvenær vitið þér það?“ „Mjög bráðlega. Verið nú ekki með áhyggjur. Þetta batn- ar mjög fljótt. Þér getið farið að dansa næstum strax aftur." Hann leit aftur á mig þessu öfundarbrosi, eins og hann væri að tala við einhvern, sem hann héldi enn að væri aðeins nítján ára. Hann fór, og Madame Prosp- er kom inn með miklum pilsa- þyt með kaffi, brauð og smjör. Ég lá þögul, á háa gamaldags rúminu,og passaði mig að hreyfa fótinn sem allra minnst, ef ég skyldi kenna til, og horfði rann- sakandi á konuna og herbergið. Hún var á ferli um herbergið, braut fötin mín aftur saman, dró gluggatjöldin betur frá, og flutti til stól, sem læknirinn hafði hreyft. Hún leit út fyrir að vera taugaóstyrk, nærgætin og fús að gera manni til geðs. Andlitið var hrukkótt, eins og samankruplað bréf, og hár hennar, sem var grátt og stutt, var samt gamaldags að sjá. Hún var klædd í grátt pils og hvíta útsaumaða blússu, hreina og snyrtilega, í handprjónaða peysu og með perlunál í brjóst- inu. Herbergið, sem hún var að að laga til í af svo mikilli ná- kvæmni, var nístingskalt. Ég fann til kuldans á andlitinu. Ekkert annað stóð upp undan sænginni. Veggirnir voru klæddir grænu silki, sem farið var að missa litinn — eins og veggfóðrið, hugsaði ég með mér sem ég hafði séð í listasafninu heima. Það hefði mátt koma heilum hóp skólastúlkna fyrir í herberginu, svo stórt var það. Annars vegar var óskaplega stór gamaldags handlaug í mag- honiborði með spegli fyrir ofan. Á veggjunum voru tvær eða þrjár myndir af kúm og garð- hliðum til skrauts. „Madamoiselle, er kaffi® gott?“ „Ágætt. Miklu betra en kaff- ið, sem .ég bý .til.“ Hún brosti hálf óákveðnu brosi eins og unglingsstúlka. „Ég veit ekki einu sinni, hvað læknirinn. heitir.“ „Alexander Weetacaire." „Whittaker? Hvað er enskur læknir að gera hér?“ „Það eru fleiri enskir lækn- ar i Frakklandi. Það er einn gamall læknir í St. Marie, til þess að annast um ferðamenn- ina.“ „Það eru engir ferðamenn hérna.“ „Greinilega ekki.“ Ég komst ekki neitt sérlega langt í þessum viðræðum. „Hafið þér unnið hér lengi?“ Þessi spurning virtist kætii hana. Já hún hafði gert það Mörg, mörg ár. Allt frá þv) í gamla daga. „Læknirinn hefur verið hé; í fimm ár. Það hafa verið mjö^ ánægjuleg ár fyrir mig,“ sagð! hún blíðlega. „Og nú verðið þér að hvíla yður.“ Hún hristi koddana mína af mikilli leikni, og fór með bakkann með sér. Ég lá og horfði á vegginn. Brátt myndi Harold hringja, ti’ þess að gera ráðstafanir af, sækja mig. Hann kæmi hingaf* Framh. á bls. 34. FÁLKINN 1t

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.