Fálkinn - 08.06.1964, Side 13
Það var sunnudagurinn 3. maí á því herrans
ári 1964. Það er víst óþarft að taka fram, að
veðrið var gott, nóg að nefna ártalið. Sól skein
öðru hverju milli skýjanna og golan var sæmi-
lega hlý. Borgin skartaði þegar í sumarskrúða,
tré stóðu allaufguð í görðum og græni liturinn
hafði náð yfirtökunum á öllum jarðargróðri. fólk
gekk léttklætt eftir götunum upp úr hádeginu
og naut þess að sóla sig eftir inniveru vikunnar.
Á dögum sem þessum er algengt að sjá margt
manna og kvenna á hestbaki í nágrenni borgar-
innar. Mest áberandi eru hestamennirnir í ná-
grenni skeiðvallar hestamannafélagsins Fáks inn
við Elliðaár og þaðan liggur straumurinn í gegn-
um Blesugrófina, út úr borginni, þar sem frjáls-
ræðið er heldur meira, en þó harla lítið í augum
sveitamannsins. Fyrir því sjá ótal girðingar og
ökumenn vélknúinna farartækja, sem leita uppi
hvern ökufæran troðning á góðviðrisdögum og
fjargviðrast þá gjarna yfir „truntunum" sem
þeir verða oft að hægja á sér fyrir. Og
reiðmennirnir hafa þá stundum svipuð orð og
ekki fegurri um ökumennina, sem þeim finnst
óþarfi fyrir að vera að skælast á vegleysum,
þegar er af nógum vegum í grenndinni.
En þann dag, upp úr hádeginu, var óvenju
margt um hestamenn á ferli upp Blesugrófina.
Og þeir stefndu allir í sömu átt. Þeir fóru sér
hægt, og sumir voru mjög ábúðarfullir á svipinn.
Það er siður hestamanna að mæla út með aug-
unum þá hesta, sem þeir sjá, vega og meta
hæfileika þeirra í huganum, bera þá saman við
sína hesta og reiðlag knapanna saman við sitt.
En þennan dag var bersýnilegt að hestarnir
voru skoðaðir óvenjulega vel. Þeir voru mældir
með augunum frá faxi til hófs og ekki fóru
knaparnir heldur varhluta af þessari þögulu
íhlutun. Og það væri synd að segja, að þeir
endurgyldu ekki augnatillitin.
En þennan dag var ferðinni ekki heitið út
fyrir bæinn. Skammt ofan Blesugrófarinnar
stendur rétt ein af timbri gerð, og er sú nefnd
Breiðholtsrétt. Við hlið hennar er gryfja ein
mikil gerð af mannavöldum. Þar hefur möl
verið tekin til afnota fyrir framkvæmdir borg-
arinnar og mun tala malartonnanna, sem þaðan
hafa verið flutt orðin býsna há. Og þangað,
ofan í þessa malargryfju, beindu reiðmennirnir
för sinni þennan sunnudag. Þangað safnaðist
fljótlega álitlegur hópur hestamanna og fór ört
stækkandi. Er menn riðu ofan í gryfjuna fengu
þeir fyrirmæli þeirra, er fyi'ir voru, um það
hvar þeir ættu að staðnæmast. Þeim var skipt
í sex flokka, sem áttu að halda sig á ákveðnum
svæðum í gryfjunni. Svo komu menn með hvítar
tuskur til reiðmannanna, sem festu þær á sig
í bak og fyrir, og kom þá í ljós, að á þær voru
skrifuð númer frá einum og upp í þrjú hundruð.
Stöðugt fjölgaði í gryfjunni, eftir því sem
leið á þriðja tímann. Æ færri númer vantaði.
Kunningjar hittust og tóku tal saman, og ræddu
Efst. Margrét Johnson á Prett sínum. Hún keppti
fyrir Sportvöruverzlun Búa Petersen.
I miðið. Rosemary Þorleifsdóttir á Léttir sínum.
Hún keppti fyrir
Neðst. Kolbrun Kiistjánsdóttir á Frey sínutn, Hún
keppti fyrir Málningu h.f. ___
FALKINN