Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Page 15

Fálkinn - 08.06.1964, Page 15
Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaút- gerðarinnar, er víst þeirrar skoðun- ar, að það sé ekki síður hollt að ferðast á hestum en á sjó. Hann er hér með hest sinn Kol, sem er jarpur, og keppti fyrir Neon-raf- ljósagerðina. : okkur því að yfirmanni gullhnappanna, sprenglærðum umferða- sérfræðingi heiman og erlendis frá, og spurðum hann álits. Hann horfði á eftir reiðmönnunum, og síðan á strákana sína, sem voru búnir að undirbúa veginn fyrir reiðmennina. „Þeir ætluðu að koma hérna,“ sagði hann „og við bara hleypum þeim ekki annars staðar“. Við þetta létti okkur Kára mikið, því ekki hefði svo sem verið ónýtt að ná myndum af því, ef löggan hefði farið að berjast við þrjú hundruð riddara, en til þess kom aldrei, því um leið og liðs- foringinn hafði lokið máli sínu sneru knaparnir við og stefndu í rétta átt. Og svo við látum nú varðstjórann njóta sannmælis, sem Framhald á bls. 31. Að ofan. Það þekkja margir þennan knapa í sjón, en allir landsmenn þekkja rödd hans. Hér er kominn Ragnar Tómas Árnason, útvarpsþulur með hest sinn Blæ, en sá er grár að lit. Ragnar keppti fyrir Víking h.f. Ragnar er mikill hestamaður og öll fjölskylda hans hefur mikið yndi af hestum og útreiðum. Hún Gletta gamla kunni ekki við neinn silagang og tók sprettinn með eiganda sinn, Sigurð söngvara Ólafsson. Það er vissulega enn f jör og skap í henni, þótt 27 vetra sé. Sigurður keppti fyrir Ölgerð- ina Egil Skallagrímsson. Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá SÍS á Sörla sínum, brúnum hesti. Hann keppti fyrir Bílavarahluta- verzlun Kristins Guðnasonar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.