Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Side 19

Fálkinn - 08.06.1964, Side 19
LAGI ÍSLANDS OLD ENGLAND !S bragð að, enda er húsið byggt á 14. öld. Og enn er búið í því og senni- lega hefur það aldrei verið vistlegra en nú. Við hittum húsráðanda að máli og hún tekur ljúfmannlega átroðningi þessara íslenzku gesta ’ sem þykir það undur og stórmerki í sínu landi að húsi hefur verið klambrað saman fyrir kreppu. Hún heitir frú McLaughlin og festi kaup á þessu húsi fyrir allmörgum árum, býr þar ásamt syni sínum sem skipar hátt embætti í utanríkisþjónustunni. Milbourne House heitir húsið eftir þeirri ætt er byggði það upphaflega og bjó í því fyrstu öldina. Fram á 18. öld gaf að líta legstein nálægt altarinu í sóknar- kirkjunni í Barnes, á honum var koparstunga og sýndi riddara í full- um klæðum og nafn hans höggvið á hann: sir William de Milbourne, dáinn 1415. Sir William þessi var ekki af verri endanum, hann var einn af riddurum konungs í Surrey-sýslu og alþingismaður að auki, kjörinn til þings árið 1376. En merkastur þeirra merku manna sem búið hafa í þessu merka húsi er tvímælalaust skáldsagnahöfundurinn Henry Fielding, sem bjó þar um miðja 18. öld. Fielding var einn af helztu skáldsögusmiðum Breta af þeim sem uppi voru á undan Dickens og enn eru gáskafullar Framhald á næstu síðu. London er annað og meira en Oxford Street og London er annað og meira en áfangi á leiðinni til Kanarí-eyja og Miðjarðarhafs. Islendingar hafa ekki nema að litlu leyti „uppgötvað“ England sem ferðamanna- land, þar eru flestar lystisemdir á boð- stólum og Islendingum kann að koma það undarlega fyrir sjónir að þar er jafnvel hgæt að fá 50 tegundir af neftóbaki. Flugfélag íslands hélt íslenzku blaðamönnunum boð á Cheshire Cheese, elzta veitingahúsi í London þar gengu um sali Boswell og Johnson og fleir* fuglar sem hafa getið sér ódauðlegan orðstír. Heiðursgestir voru íslenzku sendiherrahjónin fi London, frú Áslaug og Hendrik Sv. Björnsson. Snæddur var hádegisverður í vínkjallaranum á þessum forna stað (frá 14. öld). Jóhann Sigurðssor* situr fyrir miðju, sendiherrahjónin sitt til hvorrar handar og lengst til hægri sést í ungfrú Shapley, enska blaðakonu, sem fræddi okkur margt um lífið í Fleet Street.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.